Lífið

Strandverðir fá höfunda

David Hasselhoff
David Hasselhoff
Framleiðandinn Paramount hefur ráðið tvo nýja handritshöfunda fyrir kvikmynd byggða á hinum vinsælu þáttum Strandverðir, eða Baywatch. Fyrri handritshöfundurinn, sem skrifaði handritið að rómantísku gamanmyndinni The Break-Up, hefur verið látinn flakka og tveir nýir fengnir í staðinn.

Gamansemin verður víst í fyrirrúmi í nýju Strandvarðamyndinni og mun handritið að mestu snúast um íturvaxnar strandvarðastúlkurnar. Hvort David Hasselhoff fái að láta ljós sitt skína á eftir að koma í ljós. Myndin er væntanleg í bíó á næsta ári.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.