Fleiri fréttir

Visir býður á Die Hard 4.0 í London

Berglind Anna er á leiðinni á rauða dregilinn í London að hitta stjörnurnar úr stórmyndinni Die Hard 4.0 á heimsfrumsýningu myndarinnar í dag, miðvikudag. Þar mun hún vera í félagsskap með frægðarfólki eins og Bruce Willis, Timothy Olyphant, Justin Long, Maggie Q, Kevin Smith og fleirum.

Marc Forster leikstýrir næstu Bond-mynd

Leikstjórinn Marc Forster mun leikstýra næstu Bond mynd. Daniel Craig mun leika Bond í annað sinn í tuttugustu og annarri myndinni um spæjarann. Hún kemur í kjölfar Casino Royal, tekjuhæstu Bond-myndinni til þessa.

Ferðamenn fara úr hvalaskoðun í hvalkjötsát

„Þeir koma hér til mín og gleypa þetta í sig alveg hreint," segir Kjartan Halldórsson sem rekur veitingastaðinn Sægreifann við Reykjavíkurhöfn. Hann segir það daglegt brauð að erlendir ferðamenn komi til hans að smakka hvalkjöt eftir að hafa farið í hvalaskoðun. „Þeir fara út að skoða hvalina og svo blæs hvalurinn framan í þá og þá koma þeir gráðugir til mín að borða," segir sægreifinn og hlær.

Kvæðakonan Camilla á blogginu

Steinunn Camilla úr stúlknasveitinni Nylon hefur opnað bloggsíðuna manzana.blog.is sem væri ef til vill ekki til frásögur færandi nema þar sýnir söngkonan hæfileika sína með kveðskap og ljóðagerð. „Ég hef nú skrifað ljóð síðan að ég var níu ára,“ segir Steinunn sem tók bloggið í sína þjónustu í síðustu viku.

Nýtt myndband Páls Óskars í anda Sin City

Nýtt myndband með Páli Óskari Hjálmtýssyni við lagið Allt fyrir ástina verður frumsýnt á föstudaginn og fullyrðir söngvarinn sjálfur að um „flottasta tónlistarmyndband sem gert hefur verið á Íslandi" sé að ræða. Gríðarlega mikill tími og fjármunir hafa verið lagðir í myndbandið en í því er stuðst við svokallaða „green-screen" tækni þar sem allur bakgrunnur er þrívíddarteiknaður.

Reyfisskáli reistur við Norræna húsið

Stærðarinnar glerskáli verður reistur við hliðina á Norræna húsinu í ágúst. Skálinn er rúmlega 700 fermetrar að stærð, jafn stór Norræna húsinu sjálfu, og rúmar þúsund manns. Hann verður reistur í tilefni Reyfis-hátíðarinnar sem Norræna húsið stendur fyrir. Hátíðin stendur yfir í níu daga, 18. til 26. ágúst.

Fóstran með kærasta

Daisy Wright, barnfóstran sem leikarinn Jude Law hélt framhjá með er hann var enn með Siennu Miller, er byrjuð með Maxi Jazz, söngvara Faithless. Wright, sem er 28 ára, og Maxi, sem er nýorðinn fimmtugur, sáust láta vel hvort að öðru á Wire­less-hátíðinni sem var haldin í Bretlandi um síðustu helgi.

Tiger Woods fjölgar mannkyninu

Síðustu misseri hafa verið erfið fyrir Tiger Woods. Hann missti pabba sinn, Earl Woods, á síðasta ári en þeir voru mjög nánir vinir. Þrátt fyrir tap á US-Open um helgina gafst Woods tækifæri til að fagna sínum stærsta sigri á mánudeginum.

VR skoðar mál FL Media

„Við reiknum með því að fá reikningana frá Rottweiler í dag og þá munum við fara yfir málin,“ segir Ómar Vilhelmsson, framkvæmdarstjóri Flass.net. Fréttablaðið hefur að undanförnu fjallað um meintar vanefndir viðburðarfyrirtækisins FL Media hvað launamál varðar í kjölfar þess að rapphljómsveitin XXX Rottweiler setti upp heimasíðuna oskaraxelskuldarpening.blogspot.com.

Konur yfirsnyrtar?

Snyrtifræðingur með yfir 20 ára starfsreynslu segir það færast mjög í aukana að konur fari í svokallað Brasilískt vax. Hún segir að staðan sé að breytast þannig að konur treysti sér varla í almenningssturtur lengur nema vel snyrtar.

Velgengni Vesturports

Leikhópurinn Vesturport hefur slegið í gegn í leikhúsum í Bretlandi eins og hér á landi og ekki má gleyma kvikmyndunum Foreldrar og Börn. Hópurinn undirbýr nú kvikmynd sem byggist á leikritinu Brim en þangað til það gerist heldur vöxturinn í Bretlandi áfram.

Tölvuleikur bannaður í Bretlandi

Búið er að banna dreifingu á tölvuleiknum Manhunt 2 í Bretlandi. Þetta er í fyrsta sinn í heilan áratug sem leikur er bannaður þar. Manhunt 2 er framhald Manhunt sem var mjög umdeildur á sínum tíma.

Át sautján metra af brenninetlu

Ellefta heimsmeistarakeppnin í brenninetluáti fór fram í enska smáþorpinu Marshwood á laugardaginn. Keppnin er haldin laugardag fyrir sumarsólstöður ár hvert, og dró í ár að sér keppendur alla leið frá Ástralíu og Rússlandi.

Stefnir í drullubað á Glastonbury

Gangi spár eftir verður rigning á Glastonbury hátíðinni í ár. ,,Vikan verður vætusöm, svo þetta verður sami drullupytturinn og venjulega" sagði veðurfræðingurinn Stewart Wortley við BBC. Upphafsmaður hátíðarinnar, Michael Eavis mun opna hlið landareignar sinnar í Somerset fyrir hátíðargestum á miðvikudag en hátíðin sjálf stendur frá föstudegi til sunnudags.

Þriðja barn Juliu Roberts kemur í heiminn

Julia Roberts eignaðist þriðja barn sitt og eiginmannsins Danny Moder í Los Angeles í gær. Barnið, 15 marka drengur, fær nafnið Henry Daniel. Talsmaður fjölskyldunnar sagði að móður og barni heilsaðist vel.

Enginn lítill K-Fed á leiðinni

Shar Jackson, fyrrverandi kærasta og barnsmóðir Kevin Federline er æf yfir sögusögnum um að hún gangi með þriðja barn þeirra skötuhjúa.Hún hyggst nú kæra Star tímaritið sem sagði fyrst frá hinni meintu þungun og vitnaði í vini Jackson sögunni til stuðnings.

Fyrrverandi starfsmenn Flass.net íhuga lögsókn

„Þeir skulda mér 350 þúsund krónur með dráttarvöxtum," segir Carmen Jóhannesdóttir fyrrverandi viðburðastjóri hjá FL Media, sem á og rekur útvarpsstöðina og viðburðafyrirtækið Flass.net.

Hreiðurgerð í þvottahúsi

Maríuerlur hafa hreiðrað um sig í þvottahúsi einu í Norðlingaholti og búa sig nú undir að koma fjórum ungum á legg. Evu Dögg Sigurgeirsdóttur brá í brún þegar hún sá þessa leynigesti sem höfðu komið sér vel fyrir á meðan hún var í burtu.

Motion Boys hitar upp fyrir The Rapture

Íslenska rafpoppsveitin Motion Boys mun hita upp á hljómleikum danspönkararanna The Rapture á NASA við Austurvöll þann 26. júní. Motion Boys hafa vakið mikla athygli undanfarið, ekki síst í krafti lagsins „Hold me closer to your heart". Sveitin hefur aðeins sent frá sér tvö lög til þessa (hið fyrra, „Waiting to happen" naut einnig mikillar hylli fyrr í vetur), en gagnrýnendur, poppspekingar og tónlistarunnendur bíða fyrstu breiðskífu þeirra af mikilli eftirvæntingu.

Spiluðu golf á toppi Eyrarfjalls

„Þetta voru klárlega þær öfgafyllstu og dramatískustu aðstæður sem ég hef spilað við,“ segir kylfingurinn Gunnlaugur Jónasson sem tók þátt í skemmtilegri tilraun sem nokkrir golfáhugamenn gerðu á toppi Eyrarfjalls á Vestfjörðum í vikunni.

Bærinn málaður bleikur

Kvenréttindadagurinn er í dag og að því tilefni munu konur fagna um allt land enda var það á þessum degi árið 1915 sem konur fengu kosningarétt. Þeir sem styðja jafnrétti eru hvattir til að sýna stuðning í verki með því að gera eitthvað bleikt í dag. Hvort sem það er að klæðast einhverju bleiku, flagga einhverju bleiku eða jafnvel borða eitthvað bleikt.

Ringo á netinu

Fyrrum trommari Bítlanna, Ringo Starr, ætlar að gefa út á netinu lögin sem hann sendi frá sér á vegum plötufyrirtækisins Capitol/EMI á árunum 1970 til 1975.

Bæjarstjórafrú býður bakkelsi

Kaffi Edinborg er nýtt kaffihús sem opnaði á Ísafirði fyrir um tveimur vikum. Það er Helga Vala Helgadóttir bæjarstjórafrú á Bolungarvík sem hefur tekið við rekstri þess og segir viðtökurnar hafa farið fram úr öllum hennar væntingum.

Veggurinn vinsæll

Vegna mikillar aðsóknar á tónleika hljómsveitarinnar Dúndurfrétta og Sinfóníuhljómsveitar Íslands 29. júní næstkomandi verða haldnir aukatónleikar deginum áður, fimmtudaginn 28. júní.

Alveg í sjöunda himni

Tónlistarmaðurinn Birkir Rafn Gíslason, eða Single Drop eins og hann kallar sig, hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu. Þar er á ferðinni tilraunakennt og melankólskt popp með rokkuðum áhrifum. Birkir Rafn byrjaði að vinna plötuna fyrir um einu og hálfu ári.

Paul Potts ætlar í tannréttingar fyrir sigurlaunin

Símasölumaðurinn Paul Potts frá Wales bar sigur úr býtum í Britain"s got talent raunveruleikaþættinum í Bretlandi sem lauk á sunnudagskvöldið. Hinn 36 ára gamli Potts sló í gegn með flutningi sínum á Nessun Dorma fyrr í þáttaröðinni sem hann síðan endurflutti í sjálfum lokaþættinum.

Líkaminn elskar hristinga

Sumarið er rétti tíminn til að njóta hristinga eða „smooties“ eins og þeir kallast á frummálinu.

Grenivík eignar sér Ægissíðu

„Ég var alveg viss um að þetta væri með tveimur essum. Þetta eru bara mín mistök,“ segir tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson um lagið Ægissíða, sem er misritað á nýjustu plötu hans Hagamelur.

Oprah er valdamesta stjarnan

Spjallþáttadrottningin Oprah Winfrey er valdamesta manneskjan í skemmtanaiðnaðinum samkvæmt bandaríska fjármálatímaritinu Forbes.

Pilluglas Presley selt

Pilluglas sem kóngurinn sjálfur Elvis Presley notaði seldist á tæpar 164 þúsund krónur í Bandaríkjunum. Gullhúðuð byssa sem var einnig í eigu Presleys seldist jafnframt á 1,8 milljónir króna.

Bjartari dagar barnshafandi fíkils

Fylgst hefur verið með sögu Evu Rutar Bragadóttur undanfarna daga í Íslandi í dag. Eva er eiturlyfjafíkill sem komst að því fyrir fjórum vikum að hún bæri barn undir belti og hætti því neyslu, komin 20 vikur á leið.

Frjósamir Síberíutígrar

84 síberíutígrisunga hafa fæðst á ræktunarstöð í norðaustur-Kína síðan í mars. Síberíutígrar eru ein sjaldgæfasta dýrategund í heimi. Liu Dan, starfsmaður Hengdaohezi rækunarstöðvarinnar sagði við Xinhua fréttastöðina að ungunum heilsaðist vel. Hann bætti við að þrettán kvendýr til viðbótar væru ungafullar og að þær myndu eiga á bilinu 20-30 unga fyrir október.

Magnaður dráttur

Flestum finnst okkur mikið til þess koma að sjá kraftajötna draga flutningabíl. Jaja Stone frá Jakarta í Indónesíu þykir það líklega ekki, því hér sést hann draga trukk - með typpinu. Stone sýndi svo ekki varð um villst að hann hefði kraft í kögglum, þegar hann dró tæplega níu tonna þungan trukkinn 50 metra með limnum.

Bumban á Nicole Richie næst á mynd

Vangaveltur slúðurblaðanna um meinta óléttu ofurmjónunnar Nicole Richie hafa nú fengið byr undir báða vængi. Nýjustu myndirnar af ofurmjónunni Richie sýna það sem virðist vera nokkuð áberandi kúla undir þunnum bómullarkjól.

Pilluglas kóngsins á 160 þúsund

Þrátt fyrir að þrjátíu ár séu liðin frá því að Elvis Presley lést á hann sér enn dygga aðdáendur. Glas utan af lyfseðilsskyldum ofnæmispillum kóngsins var selt á ríflega 160 þúsund krónur á Julien sumaruppboðinu í Bevery Hills á laugardaginn.

Endurkoma Spice Girls samþykkt af Mel C.

Söngkonan Mel C hefur loksins samþykkt að koma fram með sínum fyrri félögum í hljómsveitinni Spice Girls og er nú ekkert því til fyrirstöðu að Kryddpíurnar snúi aftur á sjónarsviðið. Hinar Kryddpíurnar, Geri Halliwell, Mel B, Emma Bunton og Victoria Beckham, höfðu allar samþykkt endurkomuna en það var hjá Mel C sem hnífurinn stóð í kúnni - allt þar til í gær.

Stones spila gömul lög

Josh Homme, forsprakki Queens of the Stone Age, segir að The Rolling Stones leggi of mikla áherslu á gömul lög á tónleikum sínum. Þrátt fyrir að Queens of the Stone Age hafi hitað upp fyrir Stones á tónleikum telur Homme að rokkhundarnir þurfi að taka sig saman í andlitinu.

Hinn íslenski Moe

Breiðholtið býður nú upp á nýjan bar sem ber kunnuglegt nafn eða Moe‘s bar. Aðdáendur Simpsons þáttanna ættu að kannast við nafnið en barinn í Simpsons heitir einmitt Moe‘s. Hinn íslenski Moe Breiðholtsins heitir Hjalti Ragnarsson og tók nýverið við rekstri barsins.

Henson flengdi hommana

Strákafélagið Styrmir, fyrsta samkynhneigða knattspyrnufélagið á Íslandi, beið lægri hlut fyrir Henson í fyrsta opinbera leik sínum hér á landi á miðvikudag. Lokatölur urðu 9-1 en þrátt fyrir stórt tap skemmtu leikmenn Styrmis sér konunglega, bæði innan vallar og utan. Myndirnar tala sínu máli.

Hasselhoff hafði betur í réttarsalnum

Strandvörðurinn David Hasselhoff endurheimti á dögunum forræði yfir dætrum sínum eftir langa og stranga forsjárdeilu við fyrrum eiginkonu sína. David og kona hans fyrrum Pamela Bach höfðu áður deilt forræði yfir táningsstúlkum þeirra Hayley og Taylor-Ann.

Íslenskir veitingastaðir of dýrir

býður upp á allt of dýra veitingastaði að mati bandarísks blaðamanns sem ferðaðist nýlega um landið. Jonathan Finer skrifaði um reynslu sína á vefsíðu Miami Herald og sagði Reykjavík bjóða upp á þá dýrustu veitingastaði sem hann hefði nokkurn tíma séð. Viðmiðin voru borgir sem hann hafði nýlega heimsótt eins og Hong Kong, Tokyo, Dubai, New York og London.

Með fullt hús af brúðum

„Ég hefði orðið að flytja út fyrir rest. Núna kemst ég fyrir heima hjá mér,“ segir Helga Ingólfsdóttir, þroskaþjálfari sem gaf nýlega Byggðasafninu í Reykjanesbæ brúðusafnið sitt. Helga átti orðið tæplega tvö hundruð brúður þannig að þetta er vegleg gjöf til safnsins.

Alþjóðahúsið fékk hjálp úr óvæntri átt

„Við höfum verið að bíða eftir iðnaðarmönnum í nokkurn tíma en þarna fengum við 20 menn sem allir eru þaulvanir. Það munar um minna,“ segir Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahússins, en í fyrradag fengu menn þar á bæ góða hjálp við hin ýmsu iðnaðarstörf frá bandarískum og þýskum viðhaldsmönnum. Viðhaldsmennirnir eru hluti af áhöfn varðskipa sem nú liggja við Reykjavíkurhöfn og vildu þeir endilega láta gott af sér leiða á meðan þeir væru í heimsókn á Íslandi.

Sjá næstu 50 fréttir