Fleiri fréttir

Syngur fyrir Kínverja

Helga Dýrfinna Magnúsdóttir, 23 ára gömul Kópavogsmær, tekur þátt í Miss Tourism í ár. Keppnin fer fram í Kína og leggur Helga uppí langferðina í byrjun júlí.

Frosti og Þröstur hættir í Mínus

Gítarleikarinn Frosti Logason og bassaleikarinn Þröstur Jónsson eru hættir í rokksveitinni Mínus. Í stað Þrastar hefur verið ráðinn Sigurður Oddsson, söngvari Future Future, en enginn gítarleikari verður ráðinn í stað Frosta.

Allsber skúringakarl með milljón á mánuði?

Hvað gerir þú ef að nekt og heimilisstörf eru í uppáhaldi hjá þér? Þú getur farið að fordæmi Mark Lothian, þá hættirðu í starfi sem gefur 400 þúsund af sér mánaðarlega og gerist ræstitæknir. Nakinn ræstitæknir.

Osama strítt

16 ára fyrirmyndarnemandi við Tottenville framhaldsskólann á Staten Island segist hafa verið lagður í einelti af kennurum sínum í tvö ár fyrir nafnið sitt. Hann var orðinn svo þunglyndur að hann reyndi sjálfsvíg. Drengurinn heitir Osama Al-Najjar, og deilir þar með fornafni með hryðjuverkamanninum fræga.

Mæður mega keppa í fegurð

Fegurðarsamkeppnin Ungrú Spánn hefur breytt reglum sínum á þann hátt að nú leyfist mæðrum að taka þátt. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að Ungfrú Cantabria, Angela Bustillo, var svipt titlinum þegar upp komst að hún ætti lítinn son.

Er Katie Holmes einhleyp?

Eru brestir í sambandi ofurparsins Tom Cruise og Katie Holmes? Þessari mynd náði Tmz af dömunni í labbitúr á tökustað nýrrar myndar sinnar, ,,Mad Money" Græni hringurinn er tákn einhleypra, og hefur fjöldi stjarna eins og Naomi Campbell, Juliett Lewis og Bachelorstjarnan Jen Schefft sést með hann á hægri hendi.

Fóðraði slöngu á hvolpi

Maður sem að húðaði þriggja vikna gamlan hvolp í matarolíu og gaf Boa slöngunni sinni að borða var í gær dæmdur í 90 daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára.

Ert þú á leið til Írak?

Fyrir þá sem hyggja á sumarleyfi í Afghanistan, Írak, eða Súdan ættu að næla sér í eintak af ferðahandbók Roberts Young Pelton - ,,The worlds most dangerous places" Í staðinn fyrir að útskýra hvaða hótel býr yfir huggulegusta sundlaugargarðinum, eða hvar besti sjávarréttaveitingastaðurinn sé, kennir bókin manni nauðsynlega hluti, eins og hvað á að gera sé manni rænt, og hvernig á að höndla jarðsprengjur og minniháttar hryðjuverkaárásir.

Naomi nær sáttum við laminn aðstoðarmann

Naomi Campbell hefur ákveðið að borga fyrrverandi aðstoðarmanni sínum skaðabætur í stað þess að fara enn einu sinni fyrir rétt. Meðal þess sem aðstoðarmaðurinn, Amanda Brack, sakaði Naomi um var að berja hana með gimsteinaskreyttum BlackBerry síma árið 2005.

Daglegar gönguferðir með leiðsögn

Í sumar býður Bláa Lónið í samvinnu við leiðsögumenn Reykjaness upp á daglegar gönguferðir um svæðið hjá Bláa lóninu. Gönguferðirnar eru farnar daglegar klukkan 10:00 tímabilið 1. júní til 31. ágúst.

Angelina grenntist af sorg

Angelina Jolie segir að þyngdartap sitt undanfarna mánuði sé vegna dauða móður hennar, sem lést úr krabbameini í janúar. Miklar vangaveltur hafa verið í slúðurpressunni um heilsufar leikkonunnar en kílóin hafa fokið af henni og ekki allir á því að hún hafi mátt við því.

Fyrsta opinbera pókermótið á Íslandi um helgina

Fyrirhugað er að halda fyrsta opinbera pókermótið á Íslandi um helgina. Mótið er haldið á vegum gismo.is, verslun á netinu sem selur vörur sem tengjast fjárhættuspilum. Samkvæmt almennum hegningarlögum eru fjárhættuspil bönnuð á Íslandi. Forsvarsmenn mótsins telja sig þó ekki vera að brjóta lög.

Halldór reiðubúinn fyrir Hollywood

„Ég geri mér vonir um að þetta komist á koppinn," segir Snorri Þórisson hjá Pegasus en hann á kvikmyndaréttinn að Sjálfstæðu fólki. Eins og fram kom í Fréttablaðinu er Martin Scorsese að lesa þetta meistaraverk Nóbelsskáldsins Halldórs Laxness en það varð tilefnið að kjaftasögu um að leikstjórinn væri að íhuga að festa bókina á filmu.

Fær spænsk verðlaun

Bandaríski tónlistarmaðurinn Bob Dylan fær spænsku heiðursverðlaunin Prinsinn of Asturias afhent í október næstkomandi. Formaður dómnefndarinnar sagði að Dylan væri „lifandi goðsögn í tónlistinni og leiðtogi þeirrar kynslóðar sem lét sig dreyma um að breyta heiminum“. Á meðal þeirra sem hafa áður unnið þessi sömu verðlaun, sem þykja afar virt, er leikstjórinn Woody Allen.

Skemmtilegt tjáningarform

Líf og fjör í fiskvinnslu Sigvalda er heitið á nýrri teiknimyndasögu eftir Dr. Gunna, sem birtast mun í fyrsta eintaki tímaritsins Rafskinnu.

Radiohead með nýja plötu

Radiohead sagði frá því á heimasíðu sinni fyrr í vikunni að þeir væru langt komnir með nýja plötu. Hljómsveitin lokaði sig af í stúdíói síðasta haust og hefur unnið að plötunni með stuttum hléum síðan þá.

Kennari með töff einkanúmer

„Ég sá þennan bíl hjá B&L og kolféll fyrir honum. Mér finnst hann einfaldlega svo töff,“ segir ökukennarinn Snorri Bjarnason, en hann kennir nemendum sínum á BMW af gerðinni 116 I, sem ber einkanúmerið TÖFF. Bíllinn vekur eðlilega töluverða athygli í umferðinni og viðurkennir Snorri að krökkunum leiðist ekki að læra að aka á litlum BMW með einkanúmerið TÖFF.

Tónlistarþörfin öðru sterkari

Systkinasveitin The White Stripes hefur lifað lengur en margar rokksveitir sömu kynslóðar. Hún fagnar tíu ára starfsafmæli í næsta mánuði, en eftir helgina kemur sjötta platan hennar í verslanir. Trausti Júlíusson skoðaði Icky Thump.

Eli er David Hasselhoff Íslands

Hryllingsmyndaleikstjórinn Eli Roth var í viðtali við spjallþáttakónginn Conan O‘Brian á mánudaginn í New York og var spjallið undirlagt af umræðum um Ísland.

Netið í stað hljómplatna

Írska rokksveitin Ash ætlar að hætta að gefa út plötur. Þess í stað mun hún gefa út smáskífulög á netinu. „Með tilkomu niðurhalsins hefur áherslan aukist á einstaka lög,“ sagði Tim Wheeler, forsprakki Ash. „Það hjálpar ekki til að flestir virðast hafa gleymt hvernig á að gera góða plötu.“

Desyn til landsins

Plötusnúðurinn Desyn Masiello spilar á tveimur klúbbakvöldum hér á landi um helgina. Hann verður á Akureyri í kvöld og á laugardagskvöld verður hann á Nasa.

Allt varð þá að yndi

Yrkingar Þórbergs Þórðarsonar eru forvitnilegur hluti höfundarverks hans sem ekki hefur verið hampað mjög. Nú hyggjast tveir ungir menn hefja kveðskap skáldsins upp á annað plan og semja lög við vísur hans í sumar. Þeir kalla sig Vini Láru.

[box] spilar á Íslandi

Alþjóðlega hljómsveitin [box] heldur tónleika á Gauki á Stöng mánudaginn 18. júní. Sveitin er hugarfóstur dönsku menningarstofnunarinnar Inkling Film sem hafði það að markmiði að leiða saman fjóra kunna tónlistarmenn sem höfðu aldrei leikið saman áður, láta þá taka upp plötu og fara í stutta tónleikaferð um Evrópu.

Síðustu orð Lennons

Yoko Ono, ekkja Bítilsins Johns Lennon, hefur greint frá því hver síðustu orð hans voru áður en hann var skotinn til bana af Mark Chapman fyrir utan heimili sitt í New York árið 1980. Yoko Ono var við hlið eiginmanns síns þegar hann var myrtur en hún hefur aldrei fyrr tjáð sig um hvað þeim fór á milli áður en hann varð fyrir skotinu.

Ætlar að toppa Elton

"Ég vona bara að sextugspartíið verði ennþá betra," segir Ólafur Ólafsson í Samskipum sem er einn umsvifamesti viðskiptajöfur landsins. Eins og kunnugt er bauð hann Elton John til landsins í janúar þegar hann varð fimmtugur.

Halo 3 æðið að byrja

Microsoft skráir nú í gríð og erg leyfi fyrir ýmiskonar varningi tengdum leiknum Halo 3 sem kemur út 25. september í Bandaríkjunum. Sem dæmi má nefna er sérstök þráðlaus farstýring og heyrnatól, að ógleymdri nýjustu ævintýrabókinni „Halo: Contact Harvest".

Vill breyta nafninu svo Guð þekki sig

Rúmenskur maður, sem tók eftirnafn kjörforeldra sinna þegar hann var ættleiddur vill gamla nafnið sitt aftur svo Guð þekki hann þegar hann deyr. Ég vil fá upprunalega nafnið mitt, Scarlat Pascal, aftur" sagði maðurinn, sem er 78 ára og heitir nú Scarlat Lila.

Þú gætir rekist á sjálfan þig

Raw Danger er nýr tölvuleikur fyrir Playstation 2 þar sem ákvarðanir persónanna í leiknum hafa áhrif hvor á aðra. Í Raw Danger þurfa leikmenn að bjarga sér eftir mikil flóð sem herjuðu á borgina þeirra.

Féll á prófi í þrítugasta og áttunda sinn

73ja ára indverskur bóndi, sem hafði heitið því að giftast ekki fyrr en hann útskrifaðist úr grunnskóla, féll á prófunum í þrítugasta og áttunda sinn á dögunum.

Teiknimynd um Paris Hilton í vinnslu

Teiknimyndagoðsögnin Stan Lee, sem meðal annars á heiðurinn af Spiderman, Hulk og X-men, er að vinna að teiknimyndaseríu með Paris Hilton í aðalhlutverki. Skrifstofa hans staðfestir þetta í samtali við slúðurdálkahöfundinn Gatecrasher. Ekki hefur verið ákveðið hvenær þáttaröðin verður frumsýnd.

Lýtalæknir heimsótti Hilton

Paris Hilton fékk lýtalækninn sinn í heimsókn daginn sem hún var í stofufangelsi. Maður sem sást koma út af heimili Hilton þann áttunda júní síðastliðinn staðfesti við ljósmyndara X17 tímaritsins að hann væri læknir hennar.

Ólöglegt að ganga með buxurnar á hælunum

Bæjarstjóri í Louisiana sagði í dag að hann muni skrifa undir tillögu bæjarstjórnar um að banna að ganga með buxurnar of neðarlega. Til þess að ná því fram gerir tillagan það ólöglegt að láta sjást í nærbuxur.

Veðjað á ölvunarakstur

Slúðurfíklar geta eiga nú möguleika á því að græða á öllum þeim óþörfu upplýsingum sem þeir hafa viðað að sér um fræga fólkið. Á bodog.com er hægt að veðja um hvaða stjarna verður næst tekin full undir stýri. Lilly Allen er þykir líklegust til þess enda eru hlutföllinn ekki nema 4/1 sem þýðir að fyrir hverja krónu sem veðjað er fær maður fjórar til baka ef maður vinnur.

Sicko opnar Bíódaga Græna ljóssins

Sicko, nýjasta mynd Michael Moore leikstjóra myndanna Bowling for Columbine og Fahrenheit 9/11 verður opnunarmynd tveggja vikna kvikmyndaveislu Græna Ljóssins, sem stendur dagana 15. - 29. ágúst í Regnboganum.

Rektor hélt að um æfingu væri að ræða

Margir áhorfendur kvöldfrétta RÚV í fyrrakvöld ráku upp stór augu þegar þeir urðu vitni að afar undarlegri hegðun Kristínar Ingólfsdóttur, rektors Háskóla Íslands, í beinu sjónvarpsviðtali.

Erfiðasta talsetning sem ég hef stjórnað

Talsetning Simpsons-kvikmyndarinnar er nú í fullum gangi í Sýrlandi talsetningu. Leikstjórinn Jakob Þór Einarsson segir verkefnið sitt það erfiðasta til þessa.

Ljónakjöt er hættulega gott

„Ljónakjöt er hættulega gott, það kom mér mjög á óvart,“ segir veiðimaðurinn Páll Reynisson, sem hefur opnað nýjan sýningar­sal í Veiðisafninu á Stokkseyri með uppstoppuðum ljónum, sebrahestum og hreintörfum. „Ég hef borðað antilópur, gíraffa og seli og ísbirni. Ég hef borðað bæði mjög góðan og mjög vondan ísbjörn, það fer eftir því hvernig hann er matreiddur.“

Hef alltaf gert kröfur til mín

Kvikmyndaleikstjórinn Rúnar Rúnarsson er kominn í sumarfrí frá Danska kvikmyndaskólanum og hyggst nota hluta af fríinu til að taka upp nýja stuttmynd hér á landi yfir verslunarmannahelgina.

Pollapönk í útvarpið

Tónlistarþátturinn Pollapönk hefur göngu sína á Rás 1 á föstudaginn kemur. Umsjónarmenn þáttarins eru Heiðar Örn Kristjánsson og Haraldur Freyr Gíslason, betur þekktir sem Heiðar og Halli úr Botnleðju. Þeir félagar gáfu út plötuna Pollapönk í fyrra en hún var hluti af lokaverkefni þeirra við Kennaraháskóla Íslands.

Hvíti víkingurinn verður Embla

„Eftir fimmtán ár er Hvíti víkingurinn loksins orðin að þeirri mynd eins og ég vildi hafa hana," segir Hrafn Gunnlaugsson en á vefsíðunni logs.is kemur fram að leikstjórinn hyggst frumsýna kvikmyndina á nýjan leik í haust. Um mánaðarmótin september, október.

Yoko Ono vill Amiinu

„Þetta kom okkur mikið á óvart og við erum búnar að hlæja mikið að þessu,“ segir María Huld Markan meðlimur hljómsveitarinnar Amiinu. Yoko Ono valdi um helgina lagið Seoul af nýrri plötu Amiinu, Kurr, sem eitt af átta lögum sem hún myndi hafa með sér á eyðieyju.

Kalt og hvasst á toppnum

Nýjar og glæsilegar íbúðir verða afhentar í haust í Skuggahverfinu við Vatnsstíg en það er 101 Skuggahverfi sem byggir þær. Nýlega var opnað fyrir tilboð í 2. áfanga og þar vekur athygli að toppíbúðin við Vatnsstíg 16 er talin kosta litlar 220 milljónir. Íbúðin er á tveimur á hæðum, er rúmir 310 fermetrar á tveimur hæðum, með þakgarð og er í ríflega 54 metra hæð. Og hinn heppni íbúi verður ekki svikinn af útsýninu sem nær eins langt og augað eygir.

Nýtt lag frá Þú og ég

Gamli góði dúettinn Þú og ég tók nýlega upp nýtt lag sem heitir Sætasta stelpan á ballinu og er hægt að nálgast það á heimasíðunni tonlist.is. Þetta kemur eflaust mörgum á óvart enda er langt síðan dúettinn hætti störfum. Lagið er úr smiðju Gunnars Þórðarsonar og Jónasar Friðriks Gunnarssonar.

Sjá næstu 50 fréttir