Fleiri fréttir

Hinsegin flamingóar ættleiða unga
Tveir samkynhneigðir flamingóar í Bretlandi eru orðnir stolir fósturforeldrar eftir að þeir tóku munaðarlausan unga undir verndarvængi sína. Carlos og Fernando hafa verið saman í sex ár. Þeir voru orðnir svo örvæntingarfullir að stofna fjölskyldu að þeir fóru að stela eggjum.

Mandela vill Kryddpíur í afmælisveislu
Nelson Mandela vill fá Kryddpíurnar til að spila í 89 ára afmælinu sínu. Hann hefur send stöllunum Victoriu Beckham, Mel B, Mel C, Geri Halliwell og Emmu Bunton sérstök boðskort, þar sem hann býður þeim að taka þátt í gala-tónleikum í tilefni afmælisins.

Tónlist.is skuldar listamönnum ekkert
„Okkur er ekki skemmt ef það er rétt að þessir peningar séu ekki að skila sér,“ segir Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Tónlist.is. Fréttablaðið greindi í gær frá óánægju nokkurra ungra tónlistarmanna með vefinn Tónlist.is.

Fönixreglan frumsýnd í Japan
Fimmta Harry Potter myndin, Fönixreglan, verður frumsýnd í Japan 28. júní. Íslendingar þurfa að bíða aðeins lengur, en hér verður myndin ekki sýnd fyrr en 13. júlí.

Af reynsluheimi rauðhærðra
Myndlistarkonan Nína Gautadóttir gerir rauðhærðum konum skil á forvitnilegri sýningu sem var nýverið opnuð í vesturbæ Reykjavíkur. Myndum af tæplega þrjú þúsund rauðhærðum konum er varpað á vegg á Ásvallagötunni.

Lordi lék við hvern sinn fingur í Cannes
„Þetta gengur mjög vel, vægast sagt,“ segir Ingvar Þórðarson hjá Kvikmyndafélagi Íslands en hann ásamt samstarfsfélaga sínum Júlíusi Kemp eru nú í fullum gangi við að kynna hryllingsmyndina Dark Floors: Lordi Motion Picture á kvikmyndahátíðinni í Cannes.

Coen-bræður eru einn maður með tvö höfuð
Það var mikil spenna í salnum þegar nýjasta mynd Coen-bræðranna No Country for Old Men var frumsýnd í Cannes en hún tekur þátt í keppninni um Gullpálmann eftirsótta.

Spila á Mini-Airwaves
Hljómsveitirnar GusGus og FM Belfast troða upp á sérstöku Iceland Airwaves-kvöldi í Kaupmannahöfn föstudaginn 1. júní undir yfirskriftinni Mini-Airwaves. Einnig koma fram frönsku raftónlistarmennirnir Spitzer, DJ Nil + Paral-lel og plötusnúðarnir Kasper Björke, Jack Schidt, Teki & Orgasmx.

Ertu með Gertrude í eyrunum?
Fara ætti varlega að fólki sem stendur eða situr í andakt með heyrnartól í hlustum sínum, viðkomandi gæti ekki aðeins verið að hlýða á nýjasta poppfroðuvellinginn heldur gæti meira en verið að það sem ómar úr tólunum sé rödd Gertrude Stein, William Carlos Williams eða Norman Mailer. Nú er nefnilega ekkert mál að sækja ljóðaflutning þeirra ókeypis á netinu.

Hrátóna verk
Nú stendur yfir sýning á tréristum eftir Elías B. Halldórsson í Kaffistofu Hafnarborgar. Tréristurnar eru úr myndröðinni Hrátónar frá 1990 og eru úr safni Hafnarborgar.

Cortes syngur fyrir heimilislausa
Garðar Þór Cortes mun á næstu vikum standa fyrir heldur óhefðbundnum tónleikum víðsvegar um London. Garðar hyggst syngja á götum úti, í bókstaflegri merkingu, og mun hann koma fram í verslunarmiðstöðvum, við járnbrautarstöðvar og á fleiri opinberum stöðum í London.

Vortónar af Digranesinu
Samkór Kópavogs heldur vortónleika sína í Digraneskirkju í kvöld og annað kvöld. Þar flytur kórinn fjölbreytt úrval íslenskra og erlendra alþýðu- og þjóðlaga, þar á meðal verk eftir Sigvalda Kaldalóns og Sigfús Halldórsson.

Britney vildi leðursæti og neitaði að fljúga
Britney Spears heldur áfram að koma sér í fréttirnar fyrir eitthvað allt annað en tónlist sína. Í gær greindi News of the World frá því að söngkonan hefði gengið út úr flugvél skömmu fyrir flugtak en hún var á leið frá Los Angeles til Florida. Ástæðan fyrir óánægju Britney var að sæti vélarinnar voru ekki klædd leðri.

Bach-sónötur og margfaldur frumflutningur
Tónleikaröð helguð ungum einleikurum er skipulögð í tengslum við Listahátíð í Reykjavík og í kvöld verða fyrstu tónleikarnir haldnir í tónlistarhúsinu Ými og norður í Eyjafirði.

Hlustun mikilvæg
Líðan sjúklinga með Alzheimer er efni opins fyrirlesturs sem hefst kl. 15 í dag á 1. hæð að Eiríksgötu 34.

Sjúkranudd er fyrirbyggjandi meðferð
Sjúkranudd getur linað verki og spennu tengda hversdags- og atvinnulífinu. Ekki er allt nudd sjúkranudd. Sjúkranudd á sér langa sögu og er meðal elstu meðferðarforma sem vitað er með vissu að maðurinn hafi beitt í lækningaskyni.

Öll orkan í kennsluna
Unnur Elísabet Gunnarsdóttir hefur æft dans í nítján ár og miðlar af reynslu sinni á námskeiðum fyrir krakka í sumar. „Ég verð með dansnámskeið í sumar í Ballettskóla Guðbjargar Björgvinsdóttur ásamt Riinu Turunen, fyrir krakka á aldrinum tíu til tólf ára og þrettán til sextán ára,“ segir Unnur Elísabet Gunnarsdóttir, dansari.

Zodiac - fjórar stjörnur
Í upphafi áttunda áratugarins leituðu lögregluyfirvöld í Norður-Kaliforníu að raðmorðingja sem hafði gefið sjálfum sér nafnið Zodiac. Hann skráði sig í sögubækurnar þegar hann sendi fjölmiðlum nokkur bréf á dulmáli þar sem nafn hans var að eigin sögn gefið upp.

Sicko vekur lukku á Cannes
Sicko, nýjustu mynd Michael's Moore var gríðarlega vel tekið þegar hún var frumsýnd á Cannes hátíðinni á Laugardag. Tvö þúsund áhorfendur klöppuðu myndinni lof í lófa og hafa gagnrýnendur ausið hrósi yfir þessa fyrstu mynd Moore, frá því hann gaf út Farenheit 9/11.

Britney er hrifin af leðri
Britney Spears vakti eitthvað minna en almenna hrifningu þegar hún neitaði að fljúga frá Los Angeles til Flórída, þar sem hún átti að halda tónleika. Ástæðan var einföld - það voru engin leðursæti í vélinni.

Pamela Anderson bauluð niður í Cannes
Brjóstagóða Baywatch stjarnan Pamela Anderson var bauluð niður af ljósmyndurum þegar hún mætti of seint í myndatöku á Cannes hátíðinni á föstudag og stillti sér aðeins upp í örfáar mínútur.

Æst kýr veldur usla í Lausanne
Fimmtán lögreglumenn eltust í tvo tíma við ringlaða og stórhættulega kú sem ráfaði um götur Lausanne í Sviss á föstudag.

Íslensk tíska komin á kortið hjá New York Times
New York Times hefur birt tískukort yfir Reykjavík. Blaðið segir að þó Reykjavík hafi lengi verið í fremstu röð í listum og tónlist hafi borgið verið lítið þekkt í tískuheiminum. Þetta sé þó óðum að breytast fyrir tilstilli líflegrar unglingamenningar og fatahönnunardeild listaháskólans.

Fokdýrar brúðkaupsgjafir fyrir örvæntingarfulla húsmóður
Eva Longoria hefur ekki ódýran smekk, og það er ekki fyrir neina fátæklinga að mæta í brúðkaupið hennar.

Kynlífshjálpartæki Jacksons til sölu
Fleiri en tuttugu þúsund munir sem eitt sinn tilheyrðu Michael Jackson verða seldir á uppboði á Hard Rock Hótelinu í Las Vegas í lok mánaðarins. Á meðal munanna eru kynlífshjálpartæki og málverk af nöktum drengjum.

Stallone sektaður fyrir innflutning stera
Dómstóll í Ástralíu sektaði Sylvester Stallone í morgun um tæplega sjö hundruð þúsund krónur yrir að hafa undir höndum vaxtarhormónið Jintropin.

Trúður fyrir þunglynda apa
Lífsleiðir simpansar, górillur, bavíanar og órangútanar í njóta nú liðsinnis trúðs til að halda uppi stuði.

Mínus - The Great Northern Whalekill: Fjórar stjörnur
Þó að The Great Northern Whalekill jafnist ekki á við meistaraverkið Halldór Laxness er þetta rokkplata yfir meðallagi sem ætti að falla í kramið hjá Mínus-aðdáendum.

Hvaladráp kemur út
Nýjasta breiðskífa Mínus, The Great Northern Whalekill, kemur út á mánudag á vegum Smekkleysu. Þetta er fjórða hljóðversskífa Mínus, sem síðast sendi frá sér Halldór Laxness árið 2003, sem var valin besta plata ársins af tónlistarspekúlöntum.

Tina Turner söng á Baugsdegi
Hún var alveg geggjuð kellingin, segir söngkonan Regína Ósk Óskarsdóttir sem kom fram á Baugsdeginum í Mónakó ásamt stórsöngkonunni Tinu Turner.




Hanna Björk talar frá Teheran: 67 km til Írak
Ég endaði dvöl mína hér í Teheran á að flýja stórborgina og eyddi síðustu helginni minni með nokkrum vinum í Suður-Íran í ríkasta héraðinu, nefnilega Khuzestan. Khuzestan er olíufylkið, flestir skýjagljúfrar í Teheran eru byggðir fyrir peninga sem koma þaðan. Samt sem áður er fólkið þar fátækt. Peningarnir fara allir til borgarinnar. Það eru flug á 20 mínútna fresti til Ahvaz og flugvélin var full af olíubransafólki.



Hasselhof ítrekað lagður inn vegna áfengiseitrunar
Fyrrverandi eiginkona Baywatch-stjörnunnar Davids Hasselhof heldur því fram að hann hafi verið lagður inn á sjúkrahús þrettán sinnum vegna áfengiseitrunar.

Kate Moss, Cameron Diaz og hitt ljóta fólkið ekki velkomið
Freknóttir, feitir, bólugrafnir, illa tenntir og rauðhærðir þurfa ekki að hafa fyrir því að sækja um aðgang að stefnumótasíðunni darwindating.com.

Olsen-systur í næstu Bond-mynd
Olsen-systurnar munu mögulega verða fyrstu tvíburarnir til að leika Bond-stúlkur. Barnastjörnurnar fyrrverandi eru í viðræðum við framleiðendur Bond myndanna um að taka að sér hlutverk Bond-stúlkna á móti Daniel Craig í næstu mynd um spæjarann sjarmerandi.

Ribena bjargar brenndum hamstri
Hamsturinn Christmas bjargaðist á undraverðan hátt þegar hann var eldaður fyrir slysni.

Madonna gefur út lag í tilefni af Live Earth
Madonna hefur gefið út nýtt lag í tilefni af Live Earth tónleikaröðinni sem fer fram í fimm heimsálfum í sumar til að vekja athygli á loftslagsmálum.

Ungabarn með byssuleyfi
Bubba Ludwig er 11 mánaða gamall. Hann getur hvorki talað né gengið, en það kemur ekki í veg fyrir að hann fái byssuleyfi í Illinois fylki í Bandaríkjunum.

Maður drekkir sorgum, kona drekkir bíl.
Einn bjór enn kostaði breskan karlmann á þrítugsaldri aleiguna. Jason Wilson, 24 ára gamall maður frá norður Englandi vildi vera aðeins lengur á kránni. Kærastan hans vildi fara heim.

Blóðugur slagur fyrir betri tíð
Söngur, dans, fyllerí og slagsmál. Nei, við erum ekki að tala um íslenskt sveitaball - heldur uppskeruhátíðina Tinka. Í byrjun Maí ár hvert hittast þúsundir Bólivískra frumbyggja í afskekktum þorpum í fjallahéruðum landsins. Þar drekka þeir sig fulla og slást, jarðargyðjunni Bajamama til dýrðar.