Fleiri fréttir

Skátar: Ghosts Of The Bollocks To Come - fjórar stjörnur

Ghosts Of The Bollocks To Come er fyrsta plata Skáta í fullri lengd, en áður höfðu þeir sent frá sér sex laga EP-plötuna Heimsfriður í Chile: Hverju má breyta, bæta við og laga? Sú plata kom út í desember 2004 og innihélt m.a. smellinn Halldór Ásgrímsson. Hún sýndi að þarna var efnileg rokksveit á ferð. Með nýju plötunni festa Skátar sig í sessi sem ein af áhugaverðari hljómsveitum landsins.

Þorsteinn Joð í veiðiferð til Indlands

Þorsteinn Joð Vilhjálmsson og Einar Falur Ingólfsson eru á leiðinni í veiðiferð til Maldavi-eyja í Indlandshafi. Þeir leggja af stað í dag en það er Pétur Pétursson, leigutaki í Vatnsdalsánni, sem stendur fyrir ferðinni.

Samkeppni um nýtt myndband

Aðdáendur Bjarkar Guðmundsdóttur verða í lykilhlutverki við gerð myndbands við lagið Innocence. Lagið er það fyrsta af nýrri plötu Bjarkar, Volta, sem gert verður tónlistarmyndband við.

Sigur Rós með leynitónleika

Hljómsveitin Sigur Rós hélt órafmagnaða tónleika á Gömlu Borg í Grímsnesi síðastliðið sunnudagskvöld. Tónleikarnir voru eingöngu fyrir vini og fjölskyldur meðlima Sigur Rósar og strengjasveitarinnar Amiinu sem lék með þeim.

Rúni Júl í Partílandið

Rokkarinn Rúnar Júlíusson hefur fallist á að koma fram í Partílandinu, leikriti sem sett verður upp á Listahátíð í Reykjavík í næsta mánuði. Rúnar verður einn fjölmargra gestaleikara sem koma fram í verkinu en þeir verða allir þjóðþekktir og koma fram sem þeir sjálfir.

Íslensk götulist í Englandi

Þórdís Claessen opnar einkasýningu í Urbis-safninu í Manchester 9. maí næstkomandi. Vel gæti farið svo að Ósómakindin rati á veggi safnsins. „Ég verð með bókarkynningu fyrir Icepick og sýningu í kringum það. Hún verður uppi í þrjá mánuði, alveg fram í ágúst,“ útskýrði Þórdís.

Klara næsti ræðismaður Íslands á Kanaríeyjum

Klara Baldursdóttir, betur þekkt sem Klara á Klörubar, hefur undanfarna tvo daga verið með opna kjördeild á bar sínum á Kanaríeyjum fyrir þá sem vilja greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir Alþingiskosningarnar 12. maí.

Hvíldu þig, hvíld er góð?

Iðjusemi hefur löngum verið álitin með mestu dyggðum hér á landi og letin að sama skapi með verstu löstum enda vofir hún ávallt yfir. Þorvaldur Þorsteinsson, rithöfundur og myndlistarmaður, ræðir um þann löst og rekur með því smiðshöggið á fyrirlestraröð um dauðasyndirnar sjö í Grófarhúsinu kl. 17.15 í dag. Fyrirlestraröð þessi var flutt í Amtmannsbókasafninu á Akureyri fyrr í vetur og hefur mælst afar vel fyrir bæði norðan heiða og sunnan.

Sungið til sigurs

Hljómsveitakeppni verður haldin í Iðnó á fimmtudag á vegum Ungs Samfylkingarfólks í Reykjavík. Ungar og metnaðarfullar hljómsveitir frá ýmsum framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu taka þátt í henni og fær hver sveit um hálftíma til að flytja efni sitt.

Flottar heimildarmyndir fyrir vestan

„Við ætlum að frumsýna tæplega tuttugu nýjar íslenskar heimildarmyndir,“ segir Hálfdán Pedersen, einn skipuleggjenda heimildarmyndahátíðarinnar Skjaldborg "07 sem verður haldin í fallegu gömlu bíóhúsi á Patreksfirði um Hvítasunnuhelgina.

Löng leið að langþráðu marki

Eitt af stofnfélögum Bandalags íslenskra listamanna, Félag íslenskra listdansara, er statt á tímamótum því um þessar mundir eru sextíu ár liðin síðan frumherjar íslenskrar danslistar komu saman og stofnuðu félagið. Fyrsti formaður þess var Ásta Norðmann en hún leiddi um árabil hóp frumkvöðlanna. Var hún eina konan sem kom að stofnun Bandalags íslenskra listamanna en konur hafa alla tíð verið í forystu listdansins á Íslandi.

Í þykjustuleik

Adam Sandler leikur slökkviliðsmann sem þykist vera samkynhneigður í nýjustu kvikmynd sinni I Now Pronounce You Chuck and Larry. Í myndinni þykjast Sandler og Kevin James, sem leikur í þáttunum The King of Queens, vera par til að svíkja út bætur.

Köngulóarmaðurinn mættur

Kvikmyndin Spider-Man 3 var frumsýnd á Leicester-torgi í London á dögunum með pompi og prakt. Allar stjörnur myndarinnar létu vitaskuld sjá sig, þar á meðal Tobey Maguire og Kirsten Dunst.

Mel B. nefnir dóttur sína eftir Eddie Murphy

Kryddpían Mel B., sem eignaðist sína aðra dóttur þann 3. apríl síðastliðinn, er búin að gefa henni nafn. Hefur stúlkan fengið nafnið Angel Iris Murphy Brown, en hún fær Murphy nafnið eftir grínleikarandum Eddie Murphy, sem Mel B. segir vera föður dóttur sinnar. Murphy hefur neitað að ganga við barninu fyrr en faðernispróf hefur verið framkvæmt.

Suri orðin eins árs

Suri litla, dóttir leikaranna Tom Cruise og Katie Holmes, hélt upp á fyrsta afmælisdaginn sinn þann 18. apríl síðastliðinn. Var veislan haldin í L.A. og boðið var upp á flatbökur og formkökur.

Jesse Metcalfe hættur með kærustunni

Desperate Housewives leikarinn Jesse Metcalfe og kærasta hans, Nadine Coyle, söngkona Girls Aloud, eru hætt saman. Fjölmiðlafulltrúi Jesse hefur staðfest þetta. Segir hann þau hafa ákveðið skilnaðinn í sameiningu.

God of War II á toppnum í Bandaríkjunum

Playstation 2 leikurinn „God og War II“ sem Sony framleiðir var mest seldi tölvuleikurinn í mars í Bandaríkjunum. Það var markaðsrannsóknafyrirtækið NPD Group sem tók saman sölutölurnar.

Jón Ásgeir keypti lúxúsíbúð í New York

Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, keypti nýverið tveggja hæða íbúð á efstu hæð í lúxusíbúðabyggingunni “Gramercy Park North” í New York en New York Post greinir frá þessu í dag.

Branson máður út af Casino Royale

Breska flugfélagið British Airways sýnir um þessar mundir nýjustu Bond myndina Casiono Royale um borð í vélum sínum. Það vekur athygli að eigandi keppinautarins, Richard Bransons hjá Virgin flugfélaginu, hefur verið máður út af eintökunum. Branson lék lítið hlutverk í myndinni við öryggishlið á flugvelli.

Nornaseyði á Nýlendugötu

Hrund Ósk Árnadóttir söngnemi kann uppskrift að seyði sem virkar vel gegn hálsbólgu og kvefi.

Orðaður við ljósbláa mynd

Stefán Karl Stefánsson var á dögunum orðaður við hlutverk í ljósblárri fullorðinskvikmynd. Hann kannast ekkert við myndina.

Vann myndasögukeppni í Danmörku

Jón Kristján Kristinsson er einn þriggja sigurvegara í myndasögukeppni ríkisútvarpsins í Danmörku, eða Danmarks Radio. „Fólk gat kosið uppáhaldsmyndasöguna sína á heimasíðunni. Þeir sem lentu í topp tíu fór svo fyrir dómnefnd," útskýrir Jón.

Leðursérfræðingur sér um fatnað Eiríks í Helsinki

Leðurfrakkinn góði sem Eiríkur Hauksson klæddist þegar hann söng til sigurs í Eurovision-keppni Sjónvarpsins verður víðs fjarri í Helsinki. Þetta staðfesti Eiríkur þegar Fréttablaðið náði tali af honum á heimili hans í Noregi, nýlentur eftir erfiða törn um helgina þar sem legið var yfir þeim hlutum sem enn átti eftir að fastnegla fyrir stóru stundina.

Auglýsing gegn Íraksstríðinu

Leikstjórinn frægi Oliver Stone ætlar að leikstýra auglýsingu þar sem bandarísk stjórnvöld eru hvött til þess að draga herlið sitt frá Írak. Auglýsingin er hluti af stórri auglýsingaherferð vegna málefnisins. Í henni tala bandarískir hermenn eða skyldmenni þeirra um áhrifamátt stríðsins. „Bandaríkin þurfa að hlusta á hermennina sína,“ sagði Stone.

Turner og Flip í stuði

Rapparinn Prozack Turner úr hljómsveitinni Foreign Legion og Dj Flip, sem er fyrrverandi heimsmeistari ITF í skratsi, halda tónleika á skemmtistaðnum Domo í kvöld.

Bana slapp ómeiddur

Leikarinn Eric Bana slapp ómeiddur þegar hann ók rallíbíl sínum á tré ásamt aðstoðarökumanni sínum í Ástralíu um síðustu helgi. Óku þeir Ford-bíl frá árinu 1974 í kappakstri sem nefnist Targa Tasmania.

Branson tekinn út

Breska flugfélagið British Airways hefur klippt út atriði með eiganda samkeppnisaðilans Virgin Atlantic, Sir Richard Branson, úr James Bond-myndinni Casino Royale.

Fegurðin gerð meira áberandi

Franska ofurhljómsveitin Nouvelle Vague heldur tónleika hér á landi næstkomandi föstudagskvöld. Hljómsveitin hefur vakið athygli fyrir frumlegar ábreiður sínar en Steinþór Helgi Arnsteinsson ræddi á dögunum við Marc Collin, aðalhugmyndasmið sveitarinnar.

Kings of Leon: Because of the Times - þrjár stjörnur

Kings of Leon hafa lengi heillað mig með kæruleysislegu Suðurríkjarokki sínu; einfalt, grípandi og skemmtilegt. Pottþétt blanda. Á þriðju plötu sinni eru Followill-bræðurnir og frændinn hins vegar töluvert alvarlegri. Greinilegt að nú ætla menn að gera „þroskaðri“ plötu. Týpískt viðfangsefni listamanna á annarri til þriðju plötu sinni.

Skálað fyrir prinsessu

Margrét Sveinbjörnsdóttir, ráðgjafi hjá AP-almannatengslum og lúðurþeytari Hins konunglega fjelags, er fertug í dag.

Óbeisluð fegurð á hvíta tjaldið

Hrafnhildur Gunnarsdóttir vinnur að heimildarmynd um fegurðarsamkeppnina Óbeislaða fegurð, í samstarfi við Tinu Naccache frá Líbanon. Hrafnhildur og Tina hafa áður gert saman myndirnar Lifandi í limbó og Hver hengir upp þvottinn? auk þess sem Tina aðstoðaði Hrafnhildi við gerð myndarinnar Hrein og bein.

Vel heppnuð hringferð

Tónleikaferð Lay Low, Péturs Ben og Ólafar Arnalds, undir nafninu Rás 2 plokkar hringinn, er rúmlega hálfnuð og hefur hún gengið mjög vel. Egilsstaðir, Akureyri, Hrísey og Stokkseyri eru að baki og í kvöld liggur leiðin til Bolungarvíkur, þar sem Skriðurnar koma einnig fram.

Producers kveður

Söngleikurinn The Producers, sem er byggður á samnefndri kvikmynd Mel Brooks, hefur lokið göngu sinni á Broadway eftir rúmlega 2.500 sýningar. „Þetta hafa verið sex gleðileg ár og þið áhorfendur hafið staðið ykkur frábærlega í því að aðstoða okkur við þessa vel heppnuðu lokasýningu,“ sagði Mel Brooks.

Uppsagnir í vændum hjá Sony

Japanski hátækniframleiðandinn Sony hefur látið í veðri vaka að hann ætli að fækka í starfsliði sínu í Evrópu á næstunni. Svo getur farið að 160 manns verði sagt upp störfum.

Grettir - tvær stjörnur

Er ástæða til að rifja upp gamla íslenska söngleiki og setja á svið með ærnum tilkostnaði? Víða er það gert í öðrum löndum að gamaldags verk eru endurvakin, oft vegna tónlistarinnar sem kann að geyma sígild númer, ellegar þess að höfundum tal- og söngtexta hefur á sinni tíð tekist að næla tíðaranda, móð, í fléttuna.

Borgaði 130 milljónir fyrir J-Lo

Rússneski auðkýfingurinn Andrei Melnichenko var svo sannarlega ekki að spara þegar hann hélt upp á 35 ára afmæli sitt og 30 ára afmæli konu sinnar í London á laugardag. Fékk hann söngkonuna Jennifer Lopez til að koma og syngja í afmælisveislunni en söngurinn var langt frá því að vera ókeypis.

Endurfundir Kryddpíanna við skírn dóttur Geri

Kryddpían Geri Halliwell skírði dóttur sína, Bluebell Madonna, í London í gærdag. Varð skírnin að nokkurs konar endurfundi Kryddpíanna fyrrverandi þar sem þær voru næstum allar viðstaddar.

Madonna heim frá Malaví

Söngkonan Madonna, sem dvalið hafði á Malaví í sex daga, hefur nú yfirgefið landið. Var hún þar ásamt dóttur sinni Lourdes og David, ársgömlum malavískum syni sínum sem hún hefur nýverið ættleitt. Notaði söngkonan heimsóknina til að vinna fyrir góðgerðarstofnun sína, Raising Malawi, sem opnaði meðal annars heilsuverndarstöð fyrir börn á meðan dvöl söngkonunnar stóð.

Bannað að bruðla með klósettpappírinn

Það ætti að takmarka klósttpappírsnotkun við einn ferhyrning á klósettheimsókn "nema í þeim tilfellum sem tveir eða þrír eru nauðsynlegir" Þessu stingur söngkonan Sheryl Crow upp á á heimasíðu sinni.

Björk í Saturday Night Live

Björk var gestur leikkonunnar Scarlett Johansson í skemmtiþættinum Saturday Night Live síðastliðinn laugardag. Þar flutti hún lag sitt Earth Intruders. Þetta er í þriðja sinn sem Björk er gestur þáttarins en fyrst kom hún þar fram með Sykurmolunum árið 1988.

Tortímandinn gerist umhverfisvænn

Arnold Schwarzenegger ríkisstjóri Kaliforníu hyggst breyta Hummerbílum sínum til að keyra á lífdíseli. Tortímandinn fyrrverandi var gestur í sjónvarspþættinum Pimp My Ride á MTV í gær. Þar komu bifvélavirkjar þáttarins fyrir áttahundruð hestafla lífdísel vél í "65 árgerð af Chevy Impala. Svo hrifinn var ríkisstjórinn af breytingunni að hann hefur beðið bifvélavirkjana um sömu meðferð fyrir Hummerinn sinn.

Morrison fyrirgefið stripplið

Charlie Crist ríkisstjóri Flórída íhugar að náða Jim Morrison að honum látnum og fella úr gildi 38 ára gamlan dóm yfir söngvaranum fyrir ósæmilega hegðun á tónleikum. Söngvaranum var gefið að sök að hafa berað sig áhorfendum.

Vilhjálmur prins huggar Kate

Vilhjálmur Bretaprins og Kate Middleton, fyrrverandi kærasta hans, hafa verið í stöðugu símasambandi síðan upp úr sambandi þeirra slitnaði á dögunum. Vilhjálmur hefur huggað Kate eftir árásir í bresku pressunni.

Sony hættir að selja ódýrari PS3 tölvuna

Sony í Bandaríkjunum hefur ákveðið að hætta sölu á 20 gígabita Playstation 3 tölvum. Í ljós hefur komið að öflugri og dýrari 60 gb leikjatölvurnar eru mun vinsælli, þrátt fyrir verðmuninn.

Bjargvættur villta laxins

Í dag hlýtur Orri Vigfússon hin virtu Goldman umhverfisverðlaun fyrir að hvorki meira né minna en bjarga villta laxinum á norðurhveli jarðar frá útrýmingu. Allt að því. Aðferðafræði Orra er frumleg -grænn kapítalismi. Orri hefur, í gegnum samtök sín NFSA.

Sjá næstu 50 fréttir