Fleiri fréttir

Kate Winslet vinnur mál gegn tímariti

Breska leikkonan Kate Winslet hefur unnið mál gegn tímariti sem sagði hana hafa leitað sér aðstoðar læknis til að grenna sig. Kate hefur verið óhrædd við að láta skoðanir sínar í ljós þegar kemur að því að gagnrýna það granna holdarfar sem ræður ríkjum í Hollywood.

Öfundsjúkir læknar

Mikil ólga er meðal leikaranna í læknaþættinum Grey´s Anatomy vegna þess að Kate Walsh sem leikur Dr. Addison Montgomery, fær sérstakan þátt um sína persónu, sem verður gerður samhliða aðalþáttunum. Allir leikararnir vildu ólmir fá sinn hliðarþátt og eru sagðir mjög afbrýðisamir út í Walsh.

Wulfgang í tónleikaferð til Kína

Íslenska hljómsveitin Wulfgang hefur verið boðið að spila á einni stærstu tónlistarhátíðinni í Kína sem ber nafnið Midi Festival. Hátíðin fer fram dagana 1. – 4. maí á þessu ári en hún er haldin í Haidian Park í Peking. Wulfgang mun leika á aðalsviði hátíðarinnar fyrir a.m.k. 15 þúsund áhorfendur.

Deilt um meint fermingarklám

„Hún hlýtur að hafa séð að sér. Hún er búin að taka færsluna niður. Það segir allt sem segja þarf," segir Eva Dögg Sigurgeirsdóttir markaðsstjóri Smáralindar.

33 atriði staðfest

Alls hafa 33 atriði verið staðfest á tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður sem verður haldin á Ísafirði um páskana. „Við ætluðum að fækka atriðum í ár en þau voru öll svo geðveik sem sóttu um þannig að það var ekki hægt að segja nei,“ segir Mugison sem hefur skipulagt hátíðina undanfarin ár. „Við höfum fengið 80 til 90 umsóknir og þær eru ennþá að berast, þótt við séum eiginlega búin að fylla í öll „slott“.

Á leiðinni til Texas

Hljómsveitirnar Lada Sport og Mammút munu spila á tónleikahátíðinni South by South West í Texas á næstunni. Til að hita upp fyrir ferðina og til að fá hjálp við fjármögnun ætla sveitirnar að halda tónleika á Grandrokki í kvöld.

Tom og Katie sögð eiga von á öðru barni

Hjónakornin Katie Holmes og Tom Cruise sáust á dögunum kaupa barnahúsgögn fyrir tugþúsundir dollara í West Hollywood. Húsögnin voru þó varla ætluð Suri, dóttur hjónanna, því þau voru greinilega ætluð strákum.

Fáðu þér bara sæti

Myndlistarmaðurinn Hlynur Hallsson opnar sýninguna LJÓS - LICHT - LIGHT í galleriBOXi á Akureyri kl. 16 á morgun. Verkið sem Hlynur setur upp í galleriBOXi samanstendur af borði og sætum sem gerð eru á afar einfaldan hátt úr froðuplastplötum og gæruskinni.

Árangurslítil meðferð

Lindsay Lohan, sem er nýkomin úr meðferð, hefur snúið aftur til fyrri starfa. Leikkonan hefur lítið dregið úr ferðum sínum á skemmtistaðina í Englaborginni og þykir mörgum nóg um.

Galdrakarlar, tröll og krakkar

Á morgun kl. 15 er komið að árlegum fjölskyldutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói en þá verður lokið upp dyrum að ævintýralegum heimi trölla, galdrakarla og annarra kynjavera.

Hugvísindaþing hefst í dag

Hugvísindaþing hefst síðdegis í dag í Aðalbyggingu Háskólans og stendur í tvo daga. Að því standa, eins og undanfarin ár, Hugvísindastofnun, ReykjavíkurAkademían og guðfræðideild. Þinginu er ætlað að bregða ljósi á ýmis viðfangsefni sem unnið er að á skika hugvísinda í landinu, bæði lítil álitaefni og stór.

Gler- og ljósmyndir Drafnar

Myndlistarkonan Dröfn Guðmundsdóttir opnar á morgun sýningu á glerverkum og ljósmyndainnsetningu í Grafíksafni Íslands – sal íslenskrar grafíkur í Hafnarhúsinu, hafnarmegin.

Illugi sigraði Bryndísi

Bryndís Sveinsdóttir, blaðamaður og nemi, var Illuga Jökulssyni, hinu þekkta spurningaljóni, engin fyrirstaða í fjórða þætti Meistarans á Stöð 2 sem var í gærkvöldi. Illugi náði forystu snemma í þættinum og hélt henni allt til enda. Og sigraði með miklum yfirburðum eða 25 gegn 8 stigum Bryndísar.

Robbie heim til mömmu

Söngvarinnar Robbie Williams skráði sjálfan sig af meðferðarheimili þrátt fyrir að eiga enn eftir viku af fjögurra vikna dagskrá. Hundsaði söngvarinn ráð lækna um að halda áfram og flaug rakleiðis heim til Englands þar sem hann vildi vera með móður sinni, Jan. Robbie Williams skráði sig í meðferð hinn 13. febrúar, á afmælisdaginn sinn, en hann var orðinn háður svefn- og þunglyndislyfjum, auk þess sem koffínneysla hans var komin úr böndunum.

Rætt um Lindgren

Ráðstefna um barnabókmenntir og barnamenningu verður haldin í menningarmiðstöðinni Gerðubergi á morgun. Ráðstefnan er að þessu sinni tileinkuð Astrid Lindgren og framlagi hennar til barnamenningar fyrr og nú.

Samheldni og stolt

Mikið verður um dýrðir í Breiðholtinu um helgina þegar Íþróttafélag Reykjavíkur, ÍR, fagnar aldarafmæli sínu með pomp og prakt. Hörður Heiðar Guðbjörnsson, framkvæmdastjóri félagins, hvetur núverandi og framtíðar ÍR-inga til þess að fjölmenna og samfagna á þessum miklu tímamótum.

Spila í Danmörku

Hljómsveitin Nilfisk frá Stokkseyri er á leiðinni í afmælis- og tónleikaferð um Danmörk í apríl. Næstkomandi laugardag verða fjögur ár liðin síðan sveitin var formlega stofnuð og af því tilefni heldur hún tónleika á Draugabarnum á Stokkseyri í kvöld. Mun allur ágóðinn renna í reisuna til Danmerkur.

Tónleikar í Stokkhólmi

Tónleikaferð bresku hljómsveitarinnar The Police um Evrópu hefst í Stokkhólmi 29. ágúst. Sveitin mun ferðast um Bretland, Tékkland, Austurríki, Holland, Þýskaland og Spán á tónleikaferð sinni, sem er sú fyrsta síðan hún lagði upp laupana fyrir 23 árum.Líklegt er að The Police spili einnig í Belgíu, Danmörku, Ítalíu og Sviss á tónleikaferðinni.

Undrablanda frá Japan

Japanskar stelpur í indí-heiminum virðast bera með sér óendanlegan persónusjarma og hæfileika. Steinþór Helgi Arnsteinsson er að minnsta kosti agndofa.

Valentino þeytir skífum í afmæli

Slóvenski plötusnúðurinn Valentino Kanzyani þeytir skífum á Nasa í kvöld í tilefni af tveggja ára afmæli techno.is. Valentino kemur fram með þrjá plötuspilara og spilar það ferskasta í danstónlistinni um þessar mundir. Einnig koma fram Exos og Plugged, sem áttu toppsæti árslista techno.is árið 2006 með endurhljóðblöndun sinni af laginu Kokaloca með Dr. Mister and Mr. Handsome.

X-Faktor sýndur í Færeyjum

Færeyingurinn Jógvan Hansen hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í X-Faktor og eins og Fréttablaðið hefur áður sagt frá ríkir sannkallað Jógvans-æði í Færeyjum. Vinsældir hans í heimalandinu hafa nú náð nýjum hæðum því færeyska ríkisjónvarpið hefur keypt sýningarréttinn á þeim sex þáttum sem eftir eru.

Þorvaldur leitar að nýrri Sódómu

„Ég er eiginlega að biðja hljómsveitir og tónlistarmenn um að senda mér lagasmíðar sínar, helst tilbúnar til útgáfu sem gætu þá heyrst í kvikmyndinni,“ útskýrir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, höfundur og stjórnandi tónlistarinnar í kvikmyndinni Astrópíu, sem leitar nú logandi ljósi að nýjum smellum fyrir myndina.

Þórir ferðast um Ítalíu

Tónlistarmaðurinn Þórir ætlar í tónleikaferð um Ítalíu í apríl. Þar mun hann spila einsamall á níu tónleikum á níu dögum. „Það verður mjög gaman enda hef ég aldrei komið til Ítalíu,“ segir Þórir, sem er að vinna að sinni þriðju plötu sem er væntanleg í sumar. „Þetta gengur hægt og bítandi,“ segir hann um plötuna, sem hann tekur upp sjálfur.

Mills vill milljón á dag

Heather Mills hefur sett fram kröfur um háar greiðslur úr búi fyrrum eiginmanns síns, Pauls McCartney. Málið er í hnút því Paul neitar öllum slíkum tilboðum.

Illugi snýr aftur og tekur enga sénsa

IIllugi Jökulsson byrjaði keppni í Meistaranum fyrr í kvöld með viðlíka krafti og í fyrra þegar hann tók einnig þátt í þessum vinsæla spurningaþætti sem sýndur er á Stöð 2 á fimmtudagskvöldum.

Pierce Brosnan sannur Bond?

Leikarinn Pierce Brosnan, sem hvað þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem njósnarinn James Bond, er ekki jafn mikill Bond í raunveruleikanum og á hvíta tjaldinu. Hann var á leið frá Kauai til Los Angeles með United Airlines þegar vélin þurfti skyndilega að millilenda í Honolulu vegna veikinda eins farþegans. NY Post greinir frá þessu.

Rachael Ray bitin af hundi

Sjónvarpskonan geðþekka, Rachael Ray, varð fyrir árás hunds í Union Square garðinum á laugardag þar sem hún varð að reyna að verja litla hundinn sinn, Isaboo.

Sært stollt Jareds Letos

Leikarinn og rokkarinn Jared Leto slasaði sig á tónleikum sem hljómsveitin hans 30 Seconds to Mars hélt í Texas á fimmtudagskvöld. Hann slasaðist á andliti og fæti en það var ekki bara líkaminn sem særðist, heldur stoltið líka.

Tom Cruise fylgir Katie á tökustað

Leikkonan Katie Holmes, sem gift er leikaranum fræga Tom Cruise, hefur tekið að sér hlutverk í kvikmyndinni Mad Money. Er um að ræða gamanmynd sem fjallar um þrjár konur sem skipuleggja milljóna dollara rán. Queen Latifah og Diane Keaton munu leika á móti Katie í myndinni.

Hassið átti ekki við Ingibjörgu Sólrúnu

Formenn stjórnmálaflokkana eru teknir í yfirheyrslu í nýju Mannlífi. Þar kemur meðal annars fram að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur prófað að reykja hass og þrír formannanna segjast ekki vita hvað BDSM er. „Ég prófaði hass fyrir meira en 30 árum og ákvað að láta það alveg eiga sig. Það er mun skaðlegra en margir vilja vera láta,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir aðspurð hvort hún hafi prófað fíkniefni.

Frú Kolbeins klagar Smáralind fyrir klám

„Undirrituð og eiginmaður hennar hafa sent Umboðsmanni barna erindi vegna forsíðunnar á fermingabæklingi Smáralindar," segir Guðbjörg Hildur Kolbeins, doktor í fjölmiðlafræði og lektor í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands á póstlista Femínistafélagsins. Og vill fá fram viðbrögð femínista við forsíðu bæklingsins.

Nýtt barn á mettíma

Félagsmálayfirvöld í Vietnam segja að það ætti ekki að taka meira en þrjá mánuði að ganga frá ættleiðingu hjónanna Brads Pitt og Angelinu Jolie, á vietnömskum dreng. Brad og Angelina hafa þegar ættleitt tvö börn, og eignast eitt sjálf.

Britney að brotna í meðferðinni

Veröld Britney Spears virðist að hruni komin. Tilraun poppprinsessunnar til að koma röð og reglu á líf sitt á meðferðarheimilinu Promises í Malibu virðist vera að fara út um þúfur og fjölskylda hennar hefur miklar áhyggjur af líðan hennar. Þetta upplýsir bandaríska glanstímaritið Us Weekly og hefur eftir nánum vinum Spears-fjölskyldunnar að hún óttist að Britney muni ekki halda út meðferðartímann.

Afmeyjun fjallkonunnar

Það er ekkert grín að vera óléttur unglingur í lélegu andlegu jafnvægi. Þjóðleikhúsið frumsýnir í kvöld meinfyndna könnun á afleiðingum þess að nota ekki getnaðarvarnir. Og framtíð jarðarinnar er í húfi.

Aftur með Wahlberg

Leikstjórinn og Óskarsverðlaunahafinn Martin Scorsese ætlar að leikstýra sjónvarpsmynd um borgina Atlantic City í New Jersey, sem er þekkt fyrir skemmtanaiðnað sinn og fjárhættuspil. Gerðist mynd Scorsese, The Color of Money, einmitt í sömu borg.

Allir í stuði á Evróputúr

Hljómsveitin Benni Hemm Hemm er á tónleikaferðalagi um Evrópu sem stendur yfir til 15. mars. Sveitin hélt á dögunum tvenna tónleika í París og tvenna í Köln og Frankfurt við góðar undirtektir. Í fyrrakvöld spilaði hún síðan í St. Gallen í Sviss og í Vín í gærkvöldi.

Þokkafullur drykkjurútur

Eftir nokkurra missera fjarveru dúkkar írski leikarinn Peter O‘Toole upp aftur á verðlaunapöllum fyrir frammistöðu sína í Venus, sem Græna ljósið frumsýnir annað kvöld. Nafnið hringir ef til vill ekki bjöllum í eyrum ungra en fyrir eldri kynslóðir þarfnast O‘Toole lítillar kynningar, enda einn virtasti leikari Breta sem á að baki yfir 80 hlutverk í kvikmyndum og sjónvarpi.

Ágeng sveifla á Domo

Hljómsveitin „Jónsson/Gröndal kvintett“ leikur í djasstónleikaröð Múlans á skemmtistaðnum Domo bar í Þingholtsstræti í kvöld.

Baudrillard látinn

Franski heimspekingurinn og menningarfræðingurinn Jean Baudrillard lést í París síðastliðinn þriðjudag. Hann var 77 ára að aldri og hafði glímt við langvarandi veikindi.

Glíma við orð

Rúnar Helgi Vignisson heldur erindi á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í fyrirlestraröðinni „Þýðing öndvegisverka“ í dag. Rúnar ræðir um glímuna við bókmenntaverk frá fjarlægum og framandi menningarheimi í tengslum við þýðingar sínar á verkum suður-afríska Nóbelsverðlaunahafans J.M. Coetzee.

Hempa á háu verði

Hempa sem Sir Alec Guinness klæddist í fyrstu Star Wars-myndinni seldist á um sjö milljónir króna á uppboði sem var haldið á hinum ýmsu fötum sem hafa verið notuð í kvikmyndum og sjónvarpi.

Jóhann Briem

Jóhann Briem (1907 - 1991) stundaði listnám hjá Jóni Jónssyni málara, bróður Ásgríms Jónssonar, Eyjólfi Eyfells og Ríkarði Jónssyni myndhöggvara í Reykjavík.

Svefndrukkinn Ari Matt klessti bílinn

„Ég var búinn að vera vakandi alla nóttina og var á leiðinni í vinnuna. Kom út af mölinni og á malbik en gerði mér enga grein fyrir hálkunni og keyrði út af,“ segir Ari Matthíasson, framkvæmdastjóri SÁÁ. En hann varð fyrir því óláni að keyra Renault-bifreið út af skammt frá Kaldárseli. Bíllinn var allur beyglaður og brotinn en Ara varð ekki meint af. Hann gat keyrt bifreiðina í bæinn þar sem hún bíður nú viðgerðar.

Vill stjörnum prýtt blúsband

Blúsarinn Halldór Bragason hefur í hyggju að stofna norræna blúshljómsveit sem myndi ferðast á milli tónlistarhátíða á Norðurlöndunum og jafnvel víðar um heim. Sveitin yrði ekki alltaf skipuð sama fólkinu heldur yrði meðlimum skipt út frá ári til árs.

Ferðast um Indland

Breska leikkonan Elizabeth Hurley og eiginmaður hennar, Arun Naya, eru um þessar mundir stödd í Mumbai á Indlandi í brúðkaupsferð sinni. Hurley og Naya giftu sig í kastala í Englandi síðastliðinn föstudag og var fjöldi stjarna viðstaddur.

Sjá næstu 50 fréttir