Fleiri fréttir Veiðisögur Bubba koma út í haust „Ekki er einu sinni kominn titill á bókina. Svo skammt er þetta á veg komið. En vinnuheitið er Veiðisögur Bubba,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri JPV útgáfu. 16.2.2007 05:45 Völundarhús Pans - fimm stjörnur Strax í sinni fyrstu mynd, Cronos frá árinu 1993, sýndi mexíkóski leikstjórinn Guillermo del Toro að hann er kvikmyndagerðarmaður með sérstaka og áhugaverða sýn. Þrátt fyrir glappaskotið Mimic árið 1997 hefur honum gengið ágætlega í Hollywood en nýtur sín þó óneitanlega betur á móðurmálinu, eins og Hornsteinn djöfulsins (El Espinazo del diablo) frá 2001 og nú Völundarhús Pans ber glögglega vitni um. 16.2.2007 00:01 Pink á sýrutrippi á McDonald’s Það virðist ótrúlegt en satt, að 10% af bandarísku þjóðinni hefur starfað fyrir hamborgarakeðjuna McDonalds’s, samkvæmt heimildum America Online. Fréttasíðan hefur tekið saman tíu frægustu starfsmenn keðjunnar fyrr og síðar en meðal þeirra eru leikkonan Sharon Stone, skemmtikrafturinn Jay Leno og söngkonurnar Shania Twain og Pink. 15.2.2007 20:00 Eminem hvatti Kim til sjálfsmorðstilraunar Rapparinn Eminem hefur í mörg ár átt í stormasömu sambandi við æskuást sína, Kim Mathers. Eru þau tvígift og -skilin og hafa því gengið í gegn um súrt og sætt saman. Nú hefur Kim viðurkennt að hún hafi reynt að fyrirfara sér vegna framferðis Eminem í hennar garð. 15.2.2007 18:02 Dalton í Pakkhúsinu á Selfossi Hljómsveitin Dalton mun spila í Pakkhúsinu, Selfossi, föstudags- og laugardagskvöld. Hljómsveitin spilar fjölbreytta og skemmtilega tónlist sem er blanda af funk, soul, rokki og róli í bland við íslenska tónlist. 15.2.2007 17:38 Dauðhrædd við fangelsi 15.2.2007 11:41 Ég fékk mitt OJ Simpson segir að hann hafi fengið borgað, jafnvel þótt umdeild bók hans um morðin á fyrrverandi eiginkonu hans og kærasta hennar, hafi aldrei komið út. Bókin hét: "Eg ég hefði gert það, hefði ég gert það svona." Simpson segir í viðtali við dagblað í Flórída að hann hefði sagt útgefandanum að hann vonaði að bókin yrði aldrei gefin út. 15.2.2007 10:39 Dóttir Trumps lítt hrifin af París Hilton Ivanka Trump, dóttir mógúlsins, Dónalds, brást reið við þegar reynt var að líkja henni við París Hilton. Hún sagði, ákveðið, að þær væru ekki um neitt líkar. Hún hefði alltaf þurft að vinna fyrir þeim peningum sem hún hefði fengið, og væri orðin hundleið á að verið væri að bera þær saman. 15.2.2007 10:20 Air spilar á Íslandi Franski poppdúettinn Air er á meðal þeirra sem munu spila á frönsku menningarhátíðinni Pourquoi Pas? sem verður haldin hérlendis frá 22. febrúar til 12. maí. 15.2.2007 10:00 Beyonce á baðfötum Myndir af söngkonunni BeyoncéKnowles prýða baðfataútgáfu tímaritsins Sports Illustratied fyrir árið 2007. Einnig eru í tímaritinu myndir af þekktum nöfnum úr tónlistarheiminum á borð við Kanye West, Aerosmith og Gnarls Barkley við hlið léttklæddra fegurðardísa. 15.2.2007 10:00 Bollur í bílförmum Bolludagurinn gengur í garð á mánudag og eru margir eflaust farnir að huga að bollubakstri. Þeir sem ekki baka þurfa þó ekki að sitja uppi bollulausir, því bakarar landsins hafa brett upp ermarnar og framleiða kræsingarnar á færibandi. 15.2.2007 09:45 Hattur og Fattsdóttir Þóra Karitas Árnadóttir stígur fyrstu skref sín á leiklistarbrautinni hjá Leikfélagi Akureyrar, en sporin þau liggja ansi nálægt fótsporum föður hennar, Árna Blandon. Þóra er aðstoðarmaður leikstjórans Kjartans Ragnarssonar, en hann og Árni gerðu garðinn frægan sem Hattur og Fattur hér á árum áður. 15.2.2007 09:45 Hin hliðin á sögunni Myndin Letters from Iwo Jima í leikstjórn Clint Eastwood verður frumsýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi á föstudagskvöld. Um er að ræða systurmynd Flags of our Fathers og voru þær báðar teknar hér á landi eins og þekkt er orðið. 15.2.2007 09:30 Hneyksli skekur grunnskóla Græna ljósið frumsýnir spennutryllinn Notes on a Scandal, með Cate Blanchett og Judi Dench í aðalhlutverki, annað kvöld. Dench fer með hlutverk Barböru Covett, einmana kennslukonu sem stjórnar nemendum sínum með járnaga. 15.2.2007 09:15 Kristján Þorvalds og Tommi ríða á vaðið „Það kom mér stórkostlega á óvart hversu margir vildu vera með. Þeir virðast miklu fleiri trúbadorarnir sem vilja koma út úr skápnum en við þorðum að vona,“ segir Friðrik Indriðason, blaðamaður og einn helsti skipuleggjandi Stóru trúbadorkeppninnar, sem hefst á Sportbarnum við Hverfisgötu í kvöld. 15.2.2007 09:15 Lecter finnur til lystar sinnar Siðfágaðasta mannæta fyrr og síðar, dr. Hannibal Lecter, mætir í kvikmyndahús hér á landi annað kvöld þegar Hannibal Rising verður frumsýnd. 15.2.2007 09:00 Melaband á meginlandi Sinfóníuhljómsveit Íslands er á ferðalagi um meginland Evrópu og hefur vakið stormandi lukku í tónleikahúsum í Þýskalandi á síðustu dögum. Hljómsveitin mun leika á átta tónleikum á tveimur vikum og hefur þegar haldið tvenna tónleika í Þýskalandi. 15.2.2007 08:45 Múlinn steðjar af stað Vetrardagskrá djassklúbbsins Múlans hefst á ný á Domo Bar í kvöld en sextán tónleikar eru fyrirhugaðir þar á næstunni. Múlinn er samstarfsverkefni Félags íslenskra hljómlistarmanna og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á helsta djassgeggjara þjóðarinnar, Jóni Múla Árnasyni, sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans. 15.2.2007 08:30 Skrattakollur á mótorfáki Hasarmyndin Ghost Rider, með Nicholas Cage í aðalhlutverki verður frumsýnd hér á landi annað kvöld – á sama tíma og í Bandaríkjunum. Myndin byggir á samnefndum teiknimyndasögum um mótorhjólakappann Johnny Blaze, sem getur orðið býsna heitt í hamsi. 15.2.2007 08:00 Terem-kvartettinn snýr aftur Hinn eftirsótti Terem-kvartett heldur tónleika í Salnum í kvöld en þeir rússnesku snillingar hafa hlotið nafnbótina þjóðargersemi Rússlands hjá gagnrýnendum auk þess að fá blessun frá páfa og móður Theresu. Uppselt er á tónleikana í kvöld en vegna frábærrar aðsóknar hefur aukatónleikum verið bætt við á sama tíma annað kvöld. 15.2.2007 08:00 Notalegt reggíkvöld Reggíkvöld verður haldið á Café Kulture við Hverfisgötu í kvöld í tilefni þess að hinn 6. febrúar síðastliðinn voru 62 ár liðin síðan goðsögnin Bob Marley fæddist. 15.2.2007 07:45 Ólögleg Siv er ekkert sár „Ég er rífandi stolt af nafni mínu, er fædd og skírð upp á norska vísu í Nordstrandkyrkje,“ segir Björg Siv Juhlin Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, þegar hún er spurð um nýlegan úrskurð mannanafnanefndar um að nafnið Siv samræmist ekki íslenskri hefð. „Ég fæ vonandi að komast aftur inn í landið,“ bætti Siv við en ráðherra var staddur í Brussel þegar Fréttablaðið ræddi við hana. 15.2.2007 07:30 Ummæli safnstjóra metin á tvær milljónir króna „Þetta verður það sama og með geirfuglinn sem var boðinn upp úti í London á sínum tíma. Það fór fram söfnun og uppboðshaldarinn úti vissi upp á krónu hvað safnaðist og fuglinn fór á það,“ segir Tryggvi Páll Friðriksson í Gallerí Fold og einn helsti uppboðshaldari Íslands. 15.2.2007 07:00 Dæmdur sekur Leikarinn Omar Sharif hefur fengið skilorðsbundinn dóm og verið gert að sækja reiðistjórnunarnámskeið eftir að hann játaði sig sekan um að hafa ráðist á bílastæðavörð. 15.2.2007 06:45 Tengdasonur forsetans keppir við varaformann Vinstri grænna Illugi Jökulsson spurningaljón verður í þéttum hópi 16 gáfumenna sem keppa í Meistaranum sem hefst fyrir alvöru í kvöld. Meðal keppenda er Karl Pétur Jónsson, tengdasonur forsetans. 15.2.2007 06:45 Fyrsta platan á vegum Múgíbúgí Plata með tónlist Mugison við kvikmyndina geysivinsælu Mýrina kemur í búðir á morgun. Þetta er fyrsta plata Mugison sem er gefin út hjá nýju útgáfufyrirtæki hans og föður hans, sem kallast Múgíbúgí. Platan átti upphaflega að koma út fyrir síðustu jól en einhverjar tafir urðu á útgáfunni. 15.2.2007 05:45 Abdul neitar drykkjusögum Idoldómarinn Paula Abdul segist aldrei hafa verið drukkin, hvorki í raunveruleikaþáttunum American Idol né nokkurn tíman, fyrr né síðar. Að auki segist hún aldrei hafa tekið lyf af neinu tagi sér til dægrastyttingar. 14.2.2007 17:30 Argentískur tangó á Borginni Hver vill ekki læra að dansa argentískan tangó og upplifa ekta milongu stemningu? Milongu er tangódansleikur, en slíkur dansleikur verður haldinn á Borginni á fimmtudagskvöldið. 14.2.2007 17:00 Tara bregst við bólferðasögum Leikkonan Tara Reid er brjáluð út í klámkónginn Joe Francis fyrir að ljóstra því upp að hann hafi sængað hjá henni. Ekki er ljóst hvort hún er reiðust yfir því, eða þeirri yfirlýsingu Francis að hún sé álíka spennandi og hveitisekkur, í bólinu. "Hún bara liggur þarna," sagði dóninn. 14.2.2007 16:26 Villtar nætur Britney Spears Það fer ekki fáum sögum af tjúttinu hjá henni Britney Speras. Á meðan kollegar hennar í tónlistarbransanum fóru á Grammy tónlistarverðlaunahátíðina síðustu helgi var Britney á djamminu í New York. Hún virðist nær því að hampa verðlaunum fyrir mesta djammið þessa dagana frekar en Grammy verðlaunum. 14.2.2007 16:00 Hvaða rakspíra notar Justin Timberlake ? Sambandið milli söngvarans Justins Timberlake og leikkonunnar Scarlett Johansson, virðist hitna með hverjum deginum sem líður. Þau sáust saman í samkvæmi í Miami um síðustu helgi, og fór að sögn vel á með þeim. Timberlake er sagður vera óðum að jafna sig eftir tveggja ára samband við Cameron Diaz og á eftir henni Jessicu Biel. 14.2.2007 11:46 Leo ennþá með ísra-elskunni sinni Heimildarmaður sem er sagður í innsta hring hjartaknúsarans Leonardo DiCaprio, segir að hann sé alls ekki hættur sambandi sínu við ísraelsku fyrirsætuna Bar Rafaelli. Frá því var skýrt nýlega að hann hefði heyrst tala við hana í síma og þá öskrað; "Ég er búinn að fá nóg af þessu." 14.2.2007 11:19 Hún er svo góð Indverska leikkona Shilpa Shetty er á leiðinni til Bretlands á nýjan leik, til þess að hugga þáttakanda í raunveruleikaþættinum Big Brother, sem úthúðaði henni sem mest þegar hún tók þar þátt. Jo O´Mera er sögð sokkin í hyldýpi örvæntingar og er undir sérstöku eftirliti 14.2.2007 10:34 Holdafar fær mesta athygli Tískuvikan í London hófst í gær, mánudag. Athyglin hefur þó ekki beinst að tískufötunum sjálfum, eins og venja er, heldur eru það fyrirsæturnar og holdafar þeirra sem fær mesta athygli. Tískumógular og annað frægt og fallegt fólk hefur streymt til London síðustu daga til að vera viðstatt tískuvikuna. Skipleggjendur tískuvikunnar eru þó að lenda í því sem þeir hafa ekki lent í áður, að þurfa að verja þá ákvörðun sína að hafa ekki sérstakt þyngarlágmark sem fyrirsæturnar verða að uppfylla. 13.2.2007 18:00 Nýtt tímarit um Íslands- og mannkynssögu SAGAN ÖLL er nýtt tímarit á Íslandi og mun koma út í fyrsta sinn fimmtudaginn 22. febrúar næstkomandi, síðan mánaðarlega. Umfjöllunarefnið er Íslandssagan og mannkynssagan í máli og myndum. 13.2.2007 17:07 Police í tónleikaferðalag Meðlimir hljómsveitarinnar The Police komu saman og opnuðu Grammy tónlistarverðlaunahátíðina síðasta sunnudag. Þeir höfðu ekki spilað saman síðan árið 1984. Hljómsveitina skipa Sting, Andy Summers og Stewart Copeland en þeir fóru allir að einbeita sér að sólóferli sínum eftir daga Police. 13.2.2007 17:00 Anna Nicole vildi ekki læknishjálp Howard K. Stern, kærasti Önnu Nicole Smith heitinnar, var nýfarinn af hóteli hennar þegar hún lést. Hún var þá orðin mjög veik. Systir Howards, Bonnie Stern, segir frá þessu í viðtali við fréttastofu Yahoo. Howard sagði systur sinni, rétt fyrir andlát Önnu, að hún væri með mikinn hita og hjúkrunarkona gætti hennar. Hafði hjúkrunarkonan verið að reyna að kæla Önnu Nicole niður sökum hitans. 13.2.2007 15:15 Sigur Rós spila á styrktartónleikum Lifi Álafoss! er yfirskrift tónleika sem haldnir verða til styrktar Varmársamtökunum, íbúasamtökum í Mosfellsbæ sem vilja standa vörð um framtíð Varmársvæðisins. Tónleikarnir verða haldnir sunnudaginn 18. febrúar í BaseCamp verinu. Fram koma meðal annara Sigur Rós, Bogomil Font og Pétur Ben. 13.2.2007 15:00 Safnaramarkaður Safnaramarkaður með frímerki, mynt, seðla, barmmerki og margt fleira verður haldinn sunnudaginn 18. febrúar næstkomandi. Verður safnaramarkaðurinn til húsa að Síðumúla 17, á annarri hæð. 13.2.2007 14:40 Sigríður Thorlacius og Babar Á morgun, miðvikudaginn 14. febrúar, mun Sigríður Thorlacius ásamt djasstríóinu Babar flytja tónlist eftir sig og aðra á veitingastaðnum DOMO við Þingholtsstræti 5 í Reykjavík. 13.2.2007 14:29 Robbie í afvötnun Söngvarinn Robbie Williams er kominn í afvötnun vegna ofnotkunar lyfja. Robbie, sem á 33 ára afmæli í dag, skráði sig inn á hæli í Bandaríkjunum. Fjölmiðlafulltrúi hans segir að frekari upplýsingar verði ekki gefnar. 13.2.2007 11:13 Hamingjusöm í afvötnun Móðir leikkonnunar ungu Lindsey Lohan segir að hún sé alsæl í afvötnuninni í Wonderland Center í Los Angeles. Lohan, sem er 20 ára gömul, innritaði sig á hælið í síðasta mánuði. Í desember síðastliðnum staðfesti fjölmiðlafulltrúi hennar að hún væri farin að sækja fundi hjá AA samtökunum. 13.2.2007 10:14 Jude Law á Íslandi Samkvæmt heimildum Vísis.is var Jude Law að lenda á Keflavíkurflugvelli. Hann kom með síðdegisvél Icelandair frá London. Með honum í för voru þrjú börn hans og barnfóstra. 12.2.2007 17:01 Vinningshafar Grammy Grammy tónlistarverðlaunin voru afhent í 49. sinn í L.A. gærkvöldi og var athöfnin glæsileg að vanda. Ýmsir tónlistarmenn komu fram og skemmtu áhorfendum á milli atriða. Þar má nefna hljómsveitina Police, með Sting í broddi fylkingar, en hún opnaði hátíðina. Hafði hljómsveitin ekki komið saman í yfir 20 ár. 12.2.2007 16:45 Dressin á Grammy Heitustu Hollywood dívurnar létu sig ekki vanta á Grammy tónlistarverðlaunaafhendinguna sem fram fór Vestanhafs í gærkvöldi. Það skiptir stjörnurnar miklu máli að líta sem best út á atburðum sem þessum því tískupressan er með arnarauga á klæðnaði fræga fólksins. Grammy verðlaunin eru öðruvísi en til dæmis Óskarinn, því stjörnurnar leyfa sér oft að vera aðeins djarfari í klæðaburði en við þá verðlaunaafhendingu. 12.2.2007 16:00 Sjá næstu 50 fréttir
Veiðisögur Bubba koma út í haust „Ekki er einu sinni kominn titill á bókina. Svo skammt er þetta á veg komið. En vinnuheitið er Veiðisögur Bubba,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri JPV útgáfu. 16.2.2007 05:45
Völundarhús Pans - fimm stjörnur Strax í sinni fyrstu mynd, Cronos frá árinu 1993, sýndi mexíkóski leikstjórinn Guillermo del Toro að hann er kvikmyndagerðarmaður með sérstaka og áhugaverða sýn. Þrátt fyrir glappaskotið Mimic árið 1997 hefur honum gengið ágætlega í Hollywood en nýtur sín þó óneitanlega betur á móðurmálinu, eins og Hornsteinn djöfulsins (El Espinazo del diablo) frá 2001 og nú Völundarhús Pans ber glögglega vitni um. 16.2.2007 00:01
Pink á sýrutrippi á McDonald’s Það virðist ótrúlegt en satt, að 10% af bandarísku þjóðinni hefur starfað fyrir hamborgarakeðjuna McDonalds’s, samkvæmt heimildum America Online. Fréttasíðan hefur tekið saman tíu frægustu starfsmenn keðjunnar fyrr og síðar en meðal þeirra eru leikkonan Sharon Stone, skemmtikrafturinn Jay Leno og söngkonurnar Shania Twain og Pink. 15.2.2007 20:00
Eminem hvatti Kim til sjálfsmorðstilraunar Rapparinn Eminem hefur í mörg ár átt í stormasömu sambandi við æskuást sína, Kim Mathers. Eru þau tvígift og -skilin og hafa því gengið í gegn um súrt og sætt saman. Nú hefur Kim viðurkennt að hún hafi reynt að fyrirfara sér vegna framferðis Eminem í hennar garð. 15.2.2007 18:02
Dalton í Pakkhúsinu á Selfossi Hljómsveitin Dalton mun spila í Pakkhúsinu, Selfossi, föstudags- og laugardagskvöld. Hljómsveitin spilar fjölbreytta og skemmtilega tónlist sem er blanda af funk, soul, rokki og róli í bland við íslenska tónlist. 15.2.2007 17:38
Ég fékk mitt OJ Simpson segir að hann hafi fengið borgað, jafnvel þótt umdeild bók hans um morðin á fyrrverandi eiginkonu hans og kærasta hennar, hafi aldrei komið út. Bókin hét: "Eg ég hefði gert það, hefði ég gert það svona." Simpson segir í viðtali við dagblað í Flórída að hann hefði sagt útgefandanum að hann vonaði að bókin yrði aldrei gefin út. 15.2.2007 10:39
Dóttir Trumps lítt hrifin af París Hilton Ivanka Trump, dóttir mógúlsins, Dónalds, brást reið við þegar reynt var að líkja henni við París Hilton. Hún sagði, ákveðið, að þær væru ekki um neitt líkar. Hún hefði alltaf þurft að vinna fyrir þeim peningum sem hún hefði fengið, og væri orðin hundleið á að verið væri að bera þær saman. 15.2.2007 10:20
Air spilar á Íslandi Franski poppdúettinn Air er á meðal þeirra sem munu spila á frönsku menningarhátíðinni Pourquoi Pas? sem verður haldin hérlendis frá 22. febrúar til 12. maí. 15.2.2007 10:00
Beyonce á baðfötum Myndir af söngkonunni BeyoncéKnowles prýða baðfataútgáfu tímaritsins Sports Illustratied fyrir árið 2007. Einnig eru í tímaritinu myndir af þekktum nöfnum úr tónlistarheiminum á borð við Kanye West, Aerosmith og Gnarls Barkley við hlið léttklæddra fegurðardísa. 15.2.2007 10:00
Bollur í bílförmum Bolludagurinn gengur í garð á mánudag og eru margir eflaust farnir að huga að bollubakstri. Þeir sem ekki baka þurfa þó ekki að sitja uppi bollulausir, því bakarar landsins hafa brett upp ermarnar og framleiða kræsingarnar á færibandi. 15.2.2007 09:45
Hattur og Fattsdóttir Þóra Karitas Árnadóttir stígur fyrstu skref sín á leiklistarbrautinni hjá Leikfélagi Akureyrar, en sporin þau liggja ansi nálægt fótsporum föður hennar, Árna Blandon. Þóra er aðstoðarmaður leikstjórans Kjartans Ragnarssonar, en hann og Árni gerðu garðinn frægan sem Hattur og Fattur hér á árum áður. 15.2.2007 09:45
Hin hliðin á sögunni Myndin Letters from Iwo Jima í leikstjórn Clint Eastwood verður frumsýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi á föstudagskvöld. Um er að ræða systurmynd Flags of our Fathers og voru þær báðar teknar hér á landi eins og þekkt er orðið. 15.2.2007 09:30
Hneyksli skekur grunnskóla Græna ljósið frumsýnir spennutryllinn Notes on a Scandal, með Cate Blanchett og Judi Dench í aðalhlutverki, annað kvöld. Dench fer með hlutverk Barböru Covett, einmana kennslukonu sem stjórnar nemendum sínum með járnaga. 15.2.2007 09:15
Kristján Þorvalds og Tommi ríða á vaðið „Það kom mér stórkostlega á óvart hversu margir vildu vera með. Þeir virðast miklu fleiri trúbadorarnir sem vilja koma út úr skápnum en við þorðum að vona,“ segir Friðrik Indriðason, blaðamaður og einn helsti skipuleggjandi Stóru trúbadorkeppninnar, sem hefst á Sportbarnum við Hverfisgötu í kvöld. 15.2.2007 09:15
Lecter finnur til lystar sinnar Siðfágaðasta mannæta fyrr og síðar, dr. Hannibal Lecter, mætir í kvikmyndahús hér á landi annað kvöld þegar Hannibal Rising verður frumsýnd. 15.2.2007 09:00
Melaband á meginlandi Sinfóníuhljómsveit Íslands er á ferðalagi um meginland Evrópu og hefur vakið stormandi lukku í tónleikahúsum í Þýskalandi á síðustu dögum. Hljómsveitin mun leika á átta tónleikum á tveimur vikum og hefur þegar haldið tvenna tónleika í Þýskalandi. 15.2.2007 08:45
Múlinn steðjar af stað Vetrardagskrá djassklúbbsins Múlans hefst á ný á Domo Bar í kvöld en sextán tónleikar eru fyrirhugaðir þar á næstunni. Múlinn er samstarfsverkefni Félags íslenskra hljómlistarmanna og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á helsta djassgeggjara þjóðarinnar, Jóni Múla Árnasyni, sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans. 15.2.2007 08:30
Skrattakollur á mótorfáki Hasarmyndin Ghost Rider, með Nicholas Cage í aðalhlutverki verður frumsýnd hér á landi annað kvöld – á sama tíma og í Bandaríkjunum. Myndin byggir á samnefndum teiknimyndasögum um mótorhjólakappann Johnny Blaze, sem getur orðið býsna heitt í hamsi. 15.2.2007 08:00
Terem-kvartettinn snýr aftur Hinn eftirsótti Terem-kvartett heldur tónleika í Salnum í kvöld en þeir rússnesku snillingar hafa hlotið nafnbótina þjóðargersemi Rússlands hjá gagnrýnendum auk þess að fá blessun frá páfa og móður Theresu. Uppselt er á tónleikana í kvöld en vegna frábærrar aðsóknar hefur aukatónleikum verið bætt við á sama tíma annað kvöld. 15.2.2007 08:00
Notalegt reggíkvöld Reggíkvöld verður haldið á Café Kulture við Hverfisgötu í kvöld í tilefni þess að hinn 6. febrúar síðastliðinn voru 62 ár liðin síðan goðsögnin Bob Marley fæddist. 15.2.2007 07:45
Ólögleg Siv er ekkert sár „Ég er rífandi stolt af nafni mínu, er fædd og skírð upp á norska vísu í Nordstrandkyrkje,“ segir Björg Siv Juhlin Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, þegar hún er spurð um nýlegan úrskurð mannanafnanefndar um að nafnið Siv samræmist ekki íslenskri hefð. „Ég fæ vonandi að komast aftur inn í landið,“ bætti Siv við en ráðherra var staddur í Brussel þegar Fréttablaðið ræddi við hana. 15.2.2007 07:30
Ummæli safnstjóra metin á tvær milljónir króna „Þetta verður það sama og með geirfuglinn sem var boðinn upp úti í London á sínum tíma. Það fór fram söfnun og uppboðshaldarinn úti vissi upp á krónu hvað safnaðist og fuglinn fór á það,“ segir Tryggvi Páll Friðriksson í Gallerí Fold og einn helsti uppboðshaldari Íslands. 15.2.2007 07:00
Dæmdur sekur Leikarinn Omar Sharif hefur fengið skilorðsbundinn dóm og verið gert að sækja reiðistjórnunarnámskeið eftir að hann játaði sig sekan um að hafa ráðist á bílastæðavörð. 15.2.2007 06:45
Tengdasonur forsetans keppir við varaformann Vinstri grænna Illugi Jökulsson spurningaljón verður í þéttum hópi 16 gáfumenna sem keppa í Meistaranum sem hefst fyrir alvöru í kvöld. Meðal keppenda er Karl Pétur Jónsson, tengdasonur forsetans. 15.2.2007 06:45
Fyrsta platan á vegum Múgíbúgí Plata með tónlist Mugison við kvikmyndina geysivinsælu Mýrina kemur í búðir á morgun. Þetta er fyrsta plata Mugison sem er gefin út hjá nýju útgáfufyrirtæki hans og föður hans, sem kallast Múgíbúgí. Platan átti upphaflega að koma út fyrir síðustu jól en einhverjar tafir urðu á útgáfunni. 15.2.2007 05:45
Abdul neitar drykkjusögum Idoldómarinn Paula Abdul segist aldrei hafa verið drukkin, hvorki í raunveruleikaþáttunum American Idol né nokkurn tíman, fyrr né síðar. Að auki segist hún aldrei hafa tekið lyf af neinu tagi sér til dægrastyttingar. 14.2.2007 17:30
Argentískur tangó á Borginni Hver vill ekki læra að dansa argentískan tangó og upplifa ekta milongu stemningu? Milongu er tangódansleikur, en slíkur dansleikur verður haldinn á Borginni á fimmtudagskvöldið. 14.2.2007 17:00
Tara bregst við bólferðasögum Leikkonan Tara Reid er brjáluð út í klámkónginn Joe Francis fyrir að ljóstra því upp að hann hafi sængað hjá henni. Ekki er ljóst hvort hún er reiðust yfir því, eða þeirri yfirlýsingu Francis að hún sé álíka spennandi og hveitisekkur, í bólinu. "Hún bara liggur þarna," sagði dóninn. 14.2.2007 16:26
Villtar nætur Britney Spears Það fer ekki fáum sögum af tjúttinu hjá henni Britney Speras. Á meðan kollegar hennar í tónlistarbransanum fóru á Grammy tónlistarverðlaunahátíðina síðustu helgi var Britney á djamminu í New York. Hún virðist nær því að hampa verðlaunum fyrir mesta djammið þessa dagana frekar en Grammy verðlaunum. 14.2.2007 16:00
Hvaða rakspíra notar Justin Timberlake ? Sambandið milli söngvarans Justins Timberlake og leikkonunnar Scarlett Johansson, virðist hitna með hverjum deginum sem líður. Þau sáust saman í samkvæmi í Miami um síðustu helgi, og fór að sögn vel á með þeim. Timberlake er sagður vera óðum að jafna sig eftir tveggja ára samband við Cameron Diaz og á eftir henni Jessicu Biel. 14.2.2007 11:46
Leo ennþá með ísra-elskunni sinni Heimildarmaður sem er sagður í innsta hring hjartaknúsarans Leonardo DiCaprio, segir að hann sé alls ekki hættur sambandi sínu við ísraelsku fyrirsætuna Bar Rafaelli. Frá því var skýrt nýlega að hann hefði heyrst tala við hana í síma og þá öskrað; "Ég er búinn að fá nóg af þessu." 14.2.2007 11:19
Hún er svo góð Indverska leikkona Shilpa Shetty er á leiðinni til Bretlands á nýjan leik, til þess að hugga þáttakanda í raunveruleikaþættinum Big Brother, sem úthúðaði henni sem mest þegar hún tók þar þátt. Jo O´Mera er sögð sokkin í hyldýpi örvæntingar og er undir sérstöku eftirliti 14.2.2007 10:34
Holdafar fær mesta athygli Tískuvikan í London hófst í gær, mánudag. Athyglin hefur þó ekki beinst að tískufötunum sjálfum, eins og venja er, heldur eru það fyrirsæturnar og holdafar þeirra sem fær mesta athygli. Tískumógular og annað frægt og fallegt fólk hefur streymt til London síðustu daga til að vera viðstatt tískuvikuna. Skipleggjendur tískuvikunnar eru þó að lenda í því sem þeir hafa ekki lent í áður, að þurfa að verja þá ákvörðun sína að hafa ekki sérstakt þyngarlágmark sem fyrirsæturnar verða að uppfylla. 13.2.2007 18:00
Nýtt tímarit um Íslands- og mannkynssögu SAGAN ÖLL er nýtt tímarit á Íslandi og mun koma út í fyrsta sinn fimmtudaginn 22. febrúar næstkomandi, síðan mánaðarlega. Umfjöllunarefnið er Íslandssagan og mannkynssagan í máli og myndum. 13.2.2007 17:07
Police í tónleikaferðalag Meðlimir hljómsveitarinnar The Police komu saman og opnuðu Grammy tónlistarverðlaunahátíðina síðasta sunnudag. Þeir höfðu ekki spilað saman síðan árið 1984. Hljómsveitina skipa Sting, Andy Summers og Stewart Copeland en þeir fóru allir að einbeita sér að sólóferli sínum eftir daga Police. 13.2.2007 17:00
Anna Nicole vildi ekki læknishjálp Howard K. Stern, kærasti Önnu Nicole Smith heitinnar, var nýfarinn af hóteli hennar þegar hún lést. Hún var þá orðin mjög veik. Systir Howards, Bonnie Stern, segir frá þessu í viðtali við fréttastofu Yahoo. Howard sagði systur sinni, rétt fyrir andlát Önnu, að hún væri með mikinn hita og hjúkrunarkona gætti hennar. Hafði hjúkrunarkonan verið að reyna að kæla Önnu Nicole niður sökum hitans. 13.2.2007 15:15
Sigur Rós spila á styrktartónleikum Lifi Álafoss! er yfirskrift tónleika sem haldnir verða til styrktar Varmársamtökunum, íbúasamtökum í Mosfellsbæ sem vilja standa vörð um framtíð Varmársvæðisins. Tónleikarnir verða haldnir sunnudaginn 18. febrúar í BaseCamp verinu. Fram koma meðal annara Sigur Rós, Bogomil Font og Pétur Ben. 13.2.2007 15:00
Safnaramarkaður Safnaramarkaður með frímerki, mynt, seðla, barmmerki og margt fleira verður haldinn sunnudaginn 18. febrúar næstkomandi. Verður safnaramarkaðurinn til húsa að Síðumúla 17, á annarri hæð. 13.2.2007 14:40
Sigríður Thorlacius og Babar Á morgun, miðvikudaginn 14. febrúar, mun Sigríður Thorlacius ásamt djasstríóinu Babar flytja tónlist eftir sig og aðra á veitingastaðnum DOMO við Þingholtsstræti 5 í Reykjavík. 13.2.2007 14:29
Robbie í afvötnun Söngvarinn Robbie Williams er kominn í afvötnun vegna ofnotkunar lyfja. Robbie, sem á 33 ára afmæli í dag, skráði sig inn á hæli í Bandaríkjunum. Fjölmiðlafulltrúi hans segir að frekari upplýsingar verði ekki gefnar. 13.2.2007 11:13
Hamingjusöm í afvötnun Móðir leikkonnunar ungu Lindsey Lohan segir að hún sé alsæl í afvötnuninni í Wonderland Center í Los Angeles. Lohan, sem er 20 ára gömul, innritaði sig á hælið í síðasta mánuði. Í desember síðastliðnum staðfesti fjölmiðlafulltrúi hennar að hún væri farin að sækja fundi hjá AA samtökunum. 13.2.2007 10:14
Jude Law á Íslandi Samkvæmt heimildum Vísis.is var Jude Law að lenda á Keflavíkurflugvelli. Hann kom með síðdegisvél Icelandair frá London. Með honum í för voru þrjú börn hans og barnfóstra. 12.2.2007 17:01
Vinningshafar Grammy Grammy tónlistarverðlaunin voru afhent í 49. sinn í L.A. gærkvöldi og var athöfnin glæsileg að vanda. Ýmsir tónlistarmenn komu fram og skemmtu áhorfendum á milli atriða. Þar má nefna hljómsveitina Police, með Sting í broddi fylkingar, en hún opnaði hátíðina. Hafði hljómsveitin ekki komið saman í yfir 20 ár. 12.2.2007 16:45
Dressin á Grammy Heitustu Hollywood dívurnar létu sig ekki vanta á Grammy tónlistarverðlaunaafhendinguna sem fram fór Vestanhafs í gærkvöldi. Það skiptir stjörnurnar miklu máli að líta sem best út á atburðum sem þessum því tískupressan er með arnarauga á klæðnaði fræga fólksins. Grammy verðlaunin eru öðruvísi en til dæmis Óskarinn, því stjörnurnar leyfa sér oft að vera aðeins djarfari í klæðaburði en við þá verðlaunaafhendingu. 12.2.2007 16:00