Fleiri fréttir

Feðgarnir mættir til starfa

Feðgarnir Reynir Traustaon og Jón Trausti Reynisson eru komnir á fullt í undirbúningi nýs tímarits sem þeir munu ritstýra í sameiningu. Í samtali við Fréttablaðið sagði Reynir að stefnt sé að útgáfu fyrsta tölublaðsins í lok októbermánaðar. Vinnuheiti tímaritsins, sem kemur út mánaðarlega til að byrja með, er Ísafold.

Óheft frelsi möguleikanna

Einn áhrifamesti sviðslistamaður samtímans, þýski danshöfundurinn Pina Bausch, heimsækir Ísland ásamt dansflokki sínum um næstu helgi. Koma hennar er sannur hvalreki fyrir áhugafólk um sviðs- og myndlist .

Lof og prís frá Frakklandi

Spennusagan Grafarþögn hlaut á dögunum bókmenntaverðlaun í Frakklandi sem kennt eru við eyjuna Ouessant en verðlaun þau eru enn ein skrautfjöðurin í hatt Arnaldar Indriðasonar. Þetta eru reyndar þriðju frönsku verðlaunin sem hann hlýtur á árinu.

Drew Barrymore skotin í Diaz

Leikkonan Drew Barrymore sagði í viðtali við tímaritið Elle að hún væri veik fyrir meðleikkonu sinni í kvikmyndinni Charlies Angels, Cameron Diaz. "Ég og Cameron erum mjög góðar vinkonur og ég elska hana. Mér finnst eitthvað mjög heillandi við stelpuástir."

Útgáfu seinkað fram í mars

Útgáfu leikjatölvunnar PlayStation 3 í Evrópu hefur verið frestað fram í mars á næsta ári. Tölvan verður gefin út í Bandaríkjunum og Japan í nóvember, en þá átti hún líka að koma út í Evrópu. Sony kennir vandræðum í fjöldaframleiðslu Blu-Ray geisladrifanna um seinkunina.

Aukatónleikar sunnudaginn 24.september

Vegna gríðarlegrar eftirspurnar, fjölda áskorana og ótrúlegrar pressu hefur verið ákveðið að bæta við aukatónleikum með Björgvini Halldórssyni og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Eins og kunnugt er seldust fyrri tónleikarnir upp á mettíma fyrir skömmu, þegar tæplega 3000 miðar ruku út á aðeins 90 mínútum.

Vandræði í paradís

Stjörnuparið Angelina Jolie og Brad Pitt virðist eiga í einhverjum erfiðleikum þessa dagana, samkvæmt bandarísku slúðurblöðunum, sem keppast um að birta fréttir af parinu þess efnis að vandræði séu í sambandinu. Þar segir að þau tali varla saman lengur því þegar þau tali saman fari rifrildi af stað.

Plata í nóvember

Enski tónlistarmaðurinn Yusuf Islam, sem áður hét Cat Stevens, ætlar að gefa út sína fyrstu poppplötu í 28 ár í nóvember undir merkjum Atlantic Records.

Skímó á NASA í kvöld

Strákarnir í Skítamóral munu spila fyrir dansi á skemmtistaðnum Nasa, í kvöld laugardaginn 9. sept. Peyjarnir eru í miklu stuði þessa dagana því stutt er síðan þeir spiluðu í Reykjanesbæ fyrir gesti Ljósanætur, en talið er að um 40.000 manns hafi lagt leið sína á Ljósanótt þetta árið.

Karnivalísk ádeila í reiðhöll

Einleikhúsið setur upp spunaleikritið Þjóðarsálina nú á haustdögum en ekki dugir minna en stærðarinnar reiðhöll til að rúma þá sál. Hópur fimm atvinnuleikara undir stjórn leikstjórans Sigrúnar Sólar Ólafsdóttur hefur skapað sýninguna út frá spurningunni um þessa meintu þjóðarsál og er þar unnið með viðhorf Íslendinga og tekið á ýmsum sammannlegum löstum og dyggðum.

Karnival á Klapparstíg

"Þetta er gert fyrir fólkið sem vill kreista síðustu dropana úr sumrinu með skemmtilegum hætti," segir Jón Atli Helgason, tónlistar- og hárgreiðslumaður og einn af skipuleggjendum hátíðarhalda á Klapparstíg sem bera nafnið Karnival á Klapparstíg og fara fram í kvöld.

Kynnir óskarinn

Bandaríski spjallþáttastjórnandinn og grínistinn Ellen DeGeneres verður kynnir á næstu óskarsverðlaunahátíð. Tekur hún við starfinu af grínistanum Jon Stewart. Ellen, sem er 48 ára, hefur tvívegis verið kynnir á Emmy-verðlaununum.

Nauthólsvík lokuð vegna veðurs

Já það er rétt við ákváðum að loka í gær vegna veðurs, segir Óttarr Hrafnkelsson forstöðumaður ylstrandarinnar í Nauthólsvík sem var lokuð í gær vegna veðurs enda mikil rigning og rok á Suðurlandi í gær. Óttarr segist ekki vita til þess að þurft hafi að loka ylströndinni áður vegna veðurs en þetta er allaveganna í fyrsta skiptið sem hann lokar síðan hann tók við fyrir tveimur árum.

Elle lærði sína lexíu

Ofurfyrirsætan Elle MacPherson segist þjást af sektarkennd yfir því að hafa ekki verið til staðar fyrir söngkonuna og vinkonu sína Kylie Minogue þegar hún greindist með brjóstakrabbamein. Elle, sem er áströlsk eins og Kylie, segist sjá einna mest eftir þessu af öllu í lífinu.

Letterman áfram

Bandaríski spjallþáttastjórnandinn David Letterman mun verða að minnsta kosti fjögur ár til viðbótar með þátt sinn, The Late Show. Letterman hefur átt í samningaviðræðum við sjónvarpsstöðina CBS að undanförnu og mun að öllum líkindum skrifa undir samninginn innan skamms.

Til bóta ef kílóin fjúka

Guðjón Arnar Kristjánsson alþingismaður hefur stundað sundlaugarnar undanfarin tvö ár af miklum dugnaði. Ég reyni að koma því við eins oft og ég get að skella mér í sund, segir þingmaðurinn, sem syndir að meðaltali tvisvar í hverri viku.

Komin á spítala

Britney Spears fór ásamt maka sínum Kevin Federline upp á spítala í gær þar sem annað barn þeirra verður tekið með keisaraskurði. Það er viðeigandi því aðeins er ein vika í það að fyrsta barn þeirra hjóna, Sean Preston, verði ársgamall.

Leikið til góðs því lífið kallar

Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur tónleika ásamt norsku söngkonunni Solveigu Kringelborn í Háskólabíói kl. 17 í dag. Tónleikarnir eru til stuðnings verkefni barna- og unglingageðdeildar Landspítalans Lífið kallar en verkefnið er unnið í samstarfi við FL Group.

Burton tekur upp fyrir The Killers

Kvikmyndaleikstjórinn virti, Tim Burton, ætlar að leikstýra sínu fyrsta tónlistarmyndbandi. Verður það við lagið Bones með ensku rokksveitinni The Killers.

Talandi fíll

Fílar hafa hingað til ekki verið þekktir fyrir að tala en þar virðist hafa orðið breyting á ef marka má starfsfólk í skemmtigarði í Jongin í Suður-Kóreu. Kosis, sextán ára gamall fíll, er sagður geta gefið frá sér hljóð sem minni á orð í kóresku.

Jakobínarína ein þriggja sveita á hátíðinni

Hafnfirska rokksveitin Jakobínarína er meðal þeirra þriggja hljómsveita sem troða upp á Iceland Airwaves tónleikum í London þann 12. september. Ein helsta von Svía í rokkbransanum um þessar mundir, Love is All, og hinir innfæddu Tilly and the Wall, sem fyrir skemmstu gaf út sina aðra breiðskífu 'Bottoms of Barrales' hjá hinni skemmtilegu Moshi Moshi plötuútgáfu, koma einnig fram á tónleikunum sem haldnir eru undir formerkjunum 'A Taste of Airwaves' og fara fram í London's King's College. Hljómsveitirnar þrjár munu allar koma fram á Iceland Airwaves hátíðinni í ár, sem fer fram í áttunda sinn í miðborg Reykjavíkur daganna 18. - 22. október.

Magni í úrslitaþátt Rock Star

Magni Ásgeirsson komst í úrslitaþátt Rock Star: Supernova eftir að öll atkvæði höfðu verið talin. Magni var um tíma meðal þriggja neðstu eins og allir hinir fimm þátttakendurnir en þegar allt kom til alls var hann ekki í hættu.

Þau tíðkast nú hin breiðu spjótin

Stórtíðindi berast úr herbúðum útgáfuhreyfingarinnar Nýhil sem blæs til upplestrarkvölds í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld. Þór Steinarsson, forvígismaður kynningarmála félagsins, segir þar von á stórkostlegri upplifun sem enginn megi missa af.

Vill ekki umfangsmikla jarðarför

Faðir krókdílafangarans Steve Irwin sem lést fyrr í vikunni vill ekki að sonur sinn verði jarðaður í boði ríkisins með mikilli viðhöfn.

Tattú-hátíð fær frábæra dóma

Tattú-rokkhátíð sem var haldin hér á landi dagana 8. til 11. júní fær góða fimm síðna umfjöllun í nýjasta tölublaði tattú-tímaritsins Prick.

Suri í dagsljósið

Fyrstu ljósmyndirnar af Suri, barni Tom Cruise og Katie Holmes, voru birtar opinberlega í tímaritinu Vanity Fair í gær. Suri fæddist 18. apríl en hafði ekki sést opinberlega fyrr en í gær.

Jazz á Cafe Rósenberg

Jazzkvartett Sunnu Gunnlaugsdóttur heldur tónleika á Café Rósenberg í Lækjargötu kl. 21 í kvöld. Hljómsveitina skipa auk Sunnu sem leikur á wurlitzer rafpíano þeir Jóel Pálsson saxófónleikari, Þorgrímur Jónsson bassaleikari og Scott McLemore á trommur. Á efnisskránni eru tónsmíðar eftir Ornette Coleman, Cörlu Bley auk laga eftir hljómsveitarmeðlimi. Sunna mun leika í góðum félagsskap á Jazzhátíð í Reykjavík í lok mánaðarins en á spilar hún ásamt Tore Brunborg saxófónleikara og kvartett sínum.

Margbrotin myndlist í Reykjanesbæ

Myndlistarmönnum hefur fækkað í Reykjanesbæ eftir Ljósanótt um síðustu helgi en talið er að allt að hundrað myndlistarmenn hafi komið að sýningum í bænum um þá helgi sem hlýtur að vera met miðað við höfðatölu.

Fræðsla og faldir fjársjóðir

Fræðslustarf Listasafns Reykjavíkur verður eflt í vetur en þar er stefnt að aukinni fræðslu fyrir alla aldurshópa.

Forskot á sæluna með Tim Sweeney

Á laugardaginn er hinn virti plötusnúður Tim Sweeney væntanlegur til landsins til að þeyta skífum í Bláa Lóninu og á Barnum. Plötusnúðurinn Margeir Ingólfsson stendur fyrir komu hans hingað og segir hann Tim vera með betri plötusnúðum í heiminum í dag.

Clooney komin með nýja

Leikarinn og hjartaknúsarinn George Clooney er nú komin með nýja dömu upp árminn. Sú heppna mun vera leikkonan Ellen Barkin en hún lék ásamt Clooney í myndinni Oceans Thirteen. Það sem er fréttnæmt við þetta er að Barkin er 52 ára og þar af leiðandi eldri en Clooney en hann er þekktur fyrir að falla ávallt fyrir yngri konum. Clooney hefur margt oft verið valinn kynþokkafyllsti maður heims en hann hefur ekki verið milll sambandsmaður og segist sjálfur vera lítið fyrir kærustupara leik eins og hann kallar það.

Áhugi hjá CNN

Erlendir fjölmiðlar hafa sýnt 20 ára afmæli Höfðafundarins og komu Mikhail Gorbatsjov hingað til lands í október mikinn áhuga, þar á meðal CNN og CBS.

Fólk ársins að mati GQ

Breska tímaritið GQ hélt kosninsgu meðal lesanda sinna um fólk ársins. Þar vann fyrrverandi Bítillinn Sir. Paul McCartney aðalverðlaunin en hann var valinn maður ársins. Paul McCartney er stærsta lifandi goðsögnin sem við höfum í dag og hann nýtur einnig mikillar virðingar í heiminum, segir Dylan Jones ritstjóri GQ. McCartney var valinn vegna nýutkominni plötu hans og velheppnuðu hljómleikaferðalegi hans um Bandaríkjin.

Arctic Monkeys bestir á Mercury

Breska hljómsveitin Arctic Monkeys var valinn besta hljómsveitin á Mercury Awards sem haldin var fyrir stuttu í Bretlandi. Það kom ekki mörgum á óvart að hljómsveitin skyldi hafa hampað verðlaununum en plata þeirra, Whatever People Say I Am, That's What I'm Not, seldist upp í Bretlandi um leið og hún kom út í febrúar á þessu ári.

Hitað upp í Iðnó

Stórtónleikar verða haldnir í Iðnó annað kvöld. Fram koma Apparat Organ Quartet, Flís, Benni Hemm Hemm, Paul Lydon og Kira Kira, ásamt Hilmari Jenssyni.

Búið spil hjá Orlando

Leikaraparið Orlando Bloom og Kate Boshworth eru hætt saman eftir að hafa verið kærustupar í fjögur ár. Samkvæmt sjónvarpstöðinni Entertainment Tonight hætti parið saman í góðu og vegna mikils vinnuálags. Bloom og Bosworth hafa áður hætt saman tvisvar á þessum fjórum árum en alltaf náð sman aftur. Síðustu 12 mánuðuðir hafa verið parinu erfiðir vegna þess að Bloom er að kynna nýjustu mynd sína stórmyndina Pirates of the Caribbean og Bosworth en hin nýja Lois Lane í myndinni Superman returns og því mikið að gera hjá báðum aðilum á þessu ári.

Bíður spenntur eftir viðbrögðum Íslendinga

Aðstandendur kvikmyndarinnar Börn skrifuðu hafa skrifað undir samning við breska fyrirtækið The Works International um alheimssölurétt á myndinni. Fyrirtækið er eitt þekktasta sölufyrirtæki í Evrópu og hefur haft puttana í mörgum þekktum myndum á borð við 24 Hour Party People, Bend it Like Beckham og óskarsverðlaunamyndinni No Man"s Land.

Ánægjulegt sumar í miðasölu

Kvikmyndaverin héldu niðri í sér andanum þegar sumarið gekk í garð. Í fyrra urðu þau fyrir stórum og óþægilegum skellum en virðast hafa veðjað á rétta hesta að þessu sinni.

Klassík í Smáralind

Vetrarstarfi Sinfóníuhljómsveitar Íslands var þjófstartað á hér á síðum Fréttablaðsins í gær og eru lesendur beðnir velvirðingar á því, einkum þeir sem mættu upp í verslunarmiðstöðina Smáralind í gær og komu þar að tómum kofanum. Hið rétta er að óvenjulegir upphafstónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar í Smáralind fara fram kl. 17 í dag.

Magni áfram í lokaþáttinn

Magni Ásgeirsson komst örugglega áfram í lokaþátt Rockstar:Supernova sem verður í næstu viku. Magni og hinn ástralski Toby voru öryggir frá byrjun og lentu aldrei í neðstu þremur sætunum. Þau sæti komu í hlut Lukasar, Dilönu og Storm en Supernova félagar ákváðu að senda Storm heim í gær.

Örfáir miðar eftir á Sálina og gospel

Aðeins örfáir miðar eru eftir á tónleika Sálarinnar hans Jóns míns og Gospelkórs Reykjavíkur sem verða haldnir í Laugardalshöll 15. september.

Ættleiða í Afríku

Söngkonan Madonna og eiginmaður hennar leikstjórinn Guy Richie halda til Afríku í næsta mánuði til að ættleiða barn af barnaheimili í Malawi. Hjónin eru þar með að feta í fótspor Angelinu Jolie og Brad Pitt. Ástæðan fyrir Afríkuferðinni er einnig að safna peningum fyrir afrísk barnaheimili en þau ætla að nota ferðina og taka með sér barn heim til Englands.

Sinfóníuhljómsveitin leikur í Smáralind

Vetrarstarf Sinfóníuhljómsveitarinnar hefst með óvenjulegum hætti þetta árið en fyrirhugaðir útitónleikar sveitarinnar á Austurvelli hafa verið færðir á skjólbetri stað. Það rignir sjaldnar í Smáralindinni og víst er skjólgott í Kópavoginum svo dýrmætum hljóðfærum sveitarinnar er borgið og færri fá kvef.

Sjá næstu 50 fréttir