Fleiri fréttir

Góður svefn bætir minni

Tvær nýlegar svefnrannsóknir benda til þess að góður svefn bæti minni umtalsvert og auki hæfni til þess að leysa vandamál. Í rannsóknunum sem læknar og taugasálfræðingar í Bandaríkjunum og Þýskalandi gerðu voru þátttakendur ýmist látnir glíma við talnaþrautir eða rifja upp hluti, annars vegar eftir tólf tíma vöku og hins vegar eftir góðan nætursvefn.

Bjargaði Rottweilerhundi

Paris Hilton hefur fengið sér nýjan hund af Rottweilerkyni sem hún bjargaði úr hundaskýli. 

Fengu lögfræðinga í málið

Hljómsveitin Coldplay kallaði nýlega til lögfræðinga þegar fréttir bárust af því að lög af væntanlegri plötu hljómsveitarinnar hefðu lekið á internetið

Madonna hafnar Gervais

Madonna hafnaði nýlega boði Ricky Gervais um að koma fram í nýjum sjónvarpsþætti hans

Moss sparkar Doherty

Kate Moss hefur sparkað villingnum og eiturlyfjafíklinum Pete Doherty eftir aðeins tveggja vikna samband.

P. Diddy í Pepsi auglýsingu

Rapparinn P. Diddy er nýjasta stjarnan sem hefur fengist til að leika í auglýsingu fyrir Pepsi. Einnig leika fyrirsætan Cindy Crawford og leikkonan Eva Longoria í auglýsingunni.

Styrktartónleikar í MH

Menntaskólinn í Hamrahlíð í samvinnu við DB hljóðkerfi stendur fyrir stórtónleikum í hátíðarsal sínum í kvöld. Á meðal þeirra sem koma fram eru Ensími, Raggi Bjarna, Ampop, Dáðadrengir og Coral.

Gaman að dúlla við góðan mat: Fiskisúpa Gurrýjar

"Með árunum hefur mér þótt matargerð æ skemmtilegri," segir Guðríður Helgadóttir líffræðingur sem er nýtekin við starfi deildarstjóra við hinn nýja Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri auk þess að vera staðarhaldari Garðyrkjuskólans á Reykjum.

Þorramatur er dýrðarinnar dásemd

"Þorrinn er það besta sem yfir þessa þjóð gengur," segir Eggert með áherslu og mælir með súrsuðum hrútspungum, hval og harðfiski og hákarlinum alveg sérstaklega því hann sé svo hollur.

Marokkóskur lambaréttur

Þótt frjósi í æðum blóð hér á Fróni getum við alltaf horfið á vit þúsundar og einnar nætur. Angan og bragð þessa marokkóska lambaréttar seiða fram hita í beinin og sólskin í sinnið. Saffron, kanill, hunang og pistasíuhnetur, keimur af roðagullinni sól sem sest í túrkisblátt haf. Lengi.

Besta náttúrulega heilsulind heims

Bláa Lónið varð fyrir valinu sem besta náttúrulega heilsulind í heimi af lesendum breska ferðatímaritsins Condé Nast Traveller. Þetta er í annað skipti sem verðlaunin eru veitt en í fyrra varð Bláa Lónið í áttunda sæti. Í öðru sæti varð hið virta og fræga spa-hótel, Perme Di Saturnia Spa Resort, í Toscana héraði á Ítalíu.

Sigurjón fær óskarstilnefningu

Íslendingur er meðal þeirra sem hlutu tilnefningu til Óskarsverðlauna í gær, en það er kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson. Hann er framleiðandi stuttmyndarinnar <em>Everything in this Country Must</em> sem fjallar um átök Breta og Norður-Íra á dramatískan hátt.

Ég sá þarna fallega sópran

Íslendingum finnst alltaf talsvert til þess koma þegar útlendingar, búsettir í útlöndum, tala íslensku. Það vakti athygli þegar norski læknirinn Thorstein Egeland sagði frá Íslensku stofnfrumugjafaskránni í fréttunum á dögunum og það á nánast lýtalausri íslensku. Thorstein nam læknisfræði á Íslandi og kynntist hér íslenskri konu sinni. </font /></b />

Dóp og nauðganir í Stundinni okkar

Bálreiðir foreldrar hafa sent inn kvartanir til Ríkissjónvarpsins vegna Stundarinnar okkar sem sýnd var á sunnudag síðastliðinn. Þar voru flutt tvö lög úr söngleiknum Fame sem þykja ekki boðleg yngstu kynslóðinni.

Dagbjört í Virku býður í heimsókn

"Við opnuðum í lok október og viðtökurnar hafa verið vægast sagt frábærar," segir Dagbjört Helgadóttir sem starfar sem skrifstofustjóri í húsgagnaversluninni Virku en foreldrar hennar, Guðfinna Helgadóttir og Helgi Axelsson, eru eigendur verslunarinnar. Tímaritið <strong>Magasín</strong> fylgir <strong>DV</strong> á fimmtudögum.

Erfði áhugann frá pabba

"Ég útskrifaðist sem iðnhönnuður úr Danmark Design Skole árið 1993. Pabbi er húsgagnameistari og hafði þetta því fyrir mér. Ætli fagið hafi ekki síast inn frá honum," segir Erla Sólveig Óskarsdóttir húsgagna- og iðnhönnuður. Tímaritið <strong>Magasín</strong> fylgir <strong>DV</strong> á fimmtudögum.

Ítalskt gler og krystalvara

"Við höfum starfað í yfir 25 ár og þá aðallega í stórverkefnum," segir Holgeir Gíslason hönnuður hjá GH Ljósum. GH ljós hannaði meðal annars lýsinguna fyrir Bláa Lónið, Marel og Íslenska Erfðagreiningu. Tímaritið <strong>Magasín</strong> fylgir <strong>DV</strong> á fimmtudögum.

Feng Shui er lífstíll

"Feng Shui er 3000 ára gömul kínversk fræði og í rauninni mun víðtækari en margir halda," segir Sigrún Vala Valgeirsdóttir hjá Feng Shui húsinu á Laugaveginum. Tímaritið <strong>Magasín</strong> fylgir <strong>DV</strong> á fimmtudögum.

Fólk í 101 vill ömmulegt eldhús

"Yngsta fólkið fylgir meira tískustraumum sem í dag er minimalisminn og léttari viðartegundir," segir Erlingur Friðriksson eigandi Eldaskálans. Tímaritið <strong>Magasín</strong> fylgir <strong>DV</strong> á fimmtudögum.

Einfaldleikinn alsráðandi

"Í dag fær einfaldleikinn oftast að ráða þar sem stálið og glerið er vinsælast," segir Kjartan Óskarsson innanhússarkitekt og lýsingarhönnuður og bætir við að kristallinn hafi einnig verið vinsæll í vetur sem og ljós frá sixties tímabilinu. Tímaritið <strong>Magasín</strong> fylgir <strong>DV</strong> á fimmtudögum.

Hagar seglum eftir vindi

 "Á vélbát tekur maður ákveðna stefnu og keyrir bara þangað en á skútu er það allt öðruvísi því ferðin fer alveg eftir vindinum, og maður hagar seglum eftir vindi," segir Benedikt H. Alfonsson, skólastjóri Siglingaskólans

Nálgumst það sem við viljum

"Þetta námskeið er fyrir alla aldurshópa. Þessi spurning hefur fylgt manni síðan í barndómi og hún fylgir manni eiginlega alla ævina þótt maður finni sér sinn stað í lífinu ef svo má segja. Það eru margir sem eru ekki alveg vissir um hvað þeir vilji gera og langar ef til vill að gera eitthvað allt annað í lífinu. 

Sjálfstæð hugsun lykilatriði

"Nýja námsskráin sem kom út árið 1999 var lögð til grundvallar þessu námsefni, þar sem mikil áhersla er lögð á að nemendur skilji þau viðfangsefni sem þeir fást við og noti sína eigin hugsun," segir Jónína Vala.

Meistarar í reikningshaldi

Meistaranám í reikningshaldi og endurskoðun hefur göngu sína í Háskólanum í Reykjavík í haust á vegum þess skóla og Tækniháskóla Íslands. Það er til undirbúnings undir löggildingu endurskoðenda og hentar einnig þeim sem vilja sérfræðiþekkingu á sviði reikningshalds í fyrirtækjum, að sögn Þorláks Karlssonar,

Hafa allir migið í saltan sjó

Stýrimannaskólinn keppti í Gettu betur í fyrsta skipti í ár. Hann er elsti skólinn í keppninni, 113 ára og þótt hann dytti út í fyrstu umferð þá kom ferskur blær inn í keppnina með hinum verðandi sjómönnum

Meira en skór

"Það sem mér finnst ómissandi í fataskápnum mínum eru gullskórnir mínir. Þetta eru balletskór sem ég fékk í afmælisgjöf frá foreldrum mínum en þau keyptu þá í Kron á Laugaveginum. Mig var búið að langa í þessa skó mjög lengi og ég fékk þá rétt áður en ég ferðaðist til Belgíu. 

Skransala með sál

"Ég sel hluti sem fólk hefur gefið mér og það eru aldeilis margir sem hafa styrkt mig. Maðurinn minn, hann Viggó Guðmundsson, vill til dæmis losa sig við dót sem hann á svo börnin hans þurfi ekki að rífast um það eftir hans tíma," segir Guðrún og skellihlær enda lífsglöð og hress.

Er ætlað að elska hvort annað

Þótt þau séu mjög ólík þá er þeim ætlað að elska hvort annað. Þetta er meðal þess sem segir um Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, og Dorrit Moussaieff, eiginkonu hans, í nýjasta tölublaði breska tímaritsins Hello.

Hinn vælandi Alexander

Samt finnst manni að Oliver Stone hafi haldið að hann væri að gera listaverk - honum er svo mikið í mun að sýna hvað er að brjótast um í huga Alexanders að herkonungurinn mikli er háfkjökrandi allan tímann...

Veðbankinn opnaður

Landsbankinn, Icelandair og Vísir eru styrktaraðilar Íslensku tónlistarverðlaunanna sem verða afhent í Þjóðleikhúsinu 2. febrúar 2005. Þessi fyrirtæki standa nú fyrir þeirri nýjung að bjóða almenningi að giska á hver vinnur í hverjum flokki og eru vegleg verðlaun í boði fyrir þann sem nær flestum réttum. Einnig er hægt að taka þátt í kosningu á vinsælasta flytjanda íslands með netkosningu á visir.is og verða sérstök verðlaun veitt í þessum flokki á hátíðinni.

Franskt snilldarverk

Þegar Trúlofunin langa á í hlut flýgur maður beint upp á hástig lýsingarorða. Það er ekki annað hægt - þetta er snildarlegt bíó, mikil kvikmyndaupplifun, frábærlega góð saga sögð á skemmtilega sérviskulegan hátt...

Trúir ekki á megrunarkúra

"Ég er reyndar ekki í ræktinni núna þó að ég myndi glöð vilja segjast fara alla daga. En ég er að safna mér fyrir korti í Nordica. Ég prófaði það í tvo mánuði og fannst það æðislegt. Ég þarf að hafa dekur með ef ég fer í ræktina - annars fer ég ekki.

Mikilvægt að ná góðri þáttöku

"Þessir spurningalistar eru liður í geysilega umfangsmikilli norrænni könnun sem fer þannig fram að 80.000 konur á fjórum Norðurlöndum fá senda spurningalista um lífshætti og heilsufar. Ísland er með jafnfjölmennt úrtak og hin Norðurlöndin," segir Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Íslands.

Skrekkur er hafinn

Skrekkur, hæfileikakeppni ÍTR og mikil hátíð grunnskólanema, hófst í gærkvöldi og heldur áfram í kvöld og á morgun. Óhætt er að segja að Skrekkur sé fyrsta tækifæri fyrir listamenn framtíðarinnar að koma fram og þarna hafa menn eins og Sveppi stigið sín fyrstu skref.

Downs-börn eru oft vanmetin

Lára Magnea Jónsdóttir átti fyrir tvö börn þegar hún eignaðist dótturina Glódísi Erlu sem er með Downs-heilkennið. Lára segir að vissulega felist erfiðleikar í því að ala upp barn með þessa fötlun en ánægjan sé líka mikil.

Kattarkonan með sjö tilnefningar

Kvikmyndin Catwoman hefur verið tilnefnd til sjö Razzie-verðlauna, þar á meðal sem versta myndin og fyrir verstu leikkonu í aðalhlutverki; Halle Berry.

The Aviator með 11 tilnefningar

Tilnefningar til sjötugustu og sjöundu Óskarsverðlaunahátíðarinnar voru gerðar heyrinkunnar í dag. Kvikmyndin <em>The Aviator</em>, sem byggð er á ævi Howards Hughes, er tilnefnd til flestra verðlauna eða ellefu.

Í fréttum er þetta helst

Starf fréttastjóra Útvarps hefur verið auglýst. Útvarpsráð greiðir atkvæði um umsækjendur en útvarpsstjóri ræður í starfið. Aðeins fjórir fréttastjórar hafa starfað hjá Útvarpinu í 75 ára sögu þess. Sigríður Árnadóttir fyrrum fréttastjóri Stöðvar 2 er sögð líkleg til að hreppa hnossið. Framsóknarflokkurinn er sagður "eiga" stöðuna.

Verri vegna testósterónskorts

Oft og einatt heyrist það viðhorf að hæfni kvenbílstjóra jafnist ekki á við karlkynsbílstjóra; þær geti til dæmis ekki lagt í stæði. Samkvæmt niðurstöðu nýrrar rannsóknar sem gerð var við þýskan háskóla gæti eitthvað verið til í þessu.

Opnar gistiheimili á Egilsstöðum

Olga Óla Bjarnadóttir, eigandi Café Nielsen á Egilsstöðum, er að gera upp gamalt hús við Tjarnarbraut 3 og opnar þar gistiheimili með fimm vel búnum herbergjum í vor.

Hollywood-kúrinn tekinn úr umferð

Innflytjendum Hollywood-kúrsins hefur verið synjað um leyfi til að markaðssetja hann af Umhverfisstofnun. Innflytjandinn hefur samkvæmt Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis fjarlægt drykkinn af sölustöðum.

Varð af hlutverki í Baywatch

Leikarinn Leonardo DiCaprio fór í áheyrnarpróf fyrir sjónvarpsþáttinn Baywatch en var ekki sá sem David Hasselhoff var að leitast eftir. Þótti hann ekki taka sig nógu vel út ber að ofan í rauðu stuttbuxunum.

Vill búa í Notting Hill

Leikkonan Scarlett Johansson vill eignast heimili í hverfinu Notting Hill í London. Johansson, sem er tvítugt, hefur tekið ástfóstri við borgina eftir að hafa starfað þar í nokkurn tíma og telur að núna sé rétti tíminn til að kaupa sér hús.

Kemur fram í tölvuleik

Hljómsveitin The Beastie Boys kemur við sögu í nýjum NBA-tölvuleik sem nefnist NBA Street V3. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi vinsæla sveit kemur nálægt tölvuleikjagerð.

Sjá næstu 50 fréttir