Lífið

Dóp og nauðganir í Stundinni okkar

Bálreiðir foreldrar hafa sent inn kvartanir til Ríkissjónvarpsins vegna Stundarinnar okkar sem sýnd var á sunnudag síðastliðinn. Þar komu fram krakkar úr söng- og leiklistarskólanum Sönglist og sungu tvö lög úr leiksýningunni Fame, sem sýnd var við miklar vinsældir í Smáralindinni í sumar.

Lögin tvo sem flutt voru heita "Erpur rappar" og "Bæn Guddu" og þykir efnislegt innihald laganna ekki boðleg yngstu kynslóðinni. Í fyrra laginu er meðal annars rappað um "dóp og brotnar rúður", "nauðganir", "morð" og "freka litla gæru" sem er með "nefið upp í skýjunum / það rignir ofan í kok". Síðara lagið er hugljúfur sálmur þar sem ung stúlka syngur um hvað hún þráir að verða ekki feit.

Lestu um málið í DV í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.