Fleiri fréttir

Ritstýrt yfir landfjórðung

Guðný Jóhannesdóttir býr á Ísafirði en ritstýrir tímariti um mannlíf á Akureyri. "Ég kom til Ísafjarðar í afslöppunarferð um páskana og var þá leidd fram fyrir karlmann og mér tilkynnt að hann væri mannsefni mitt," segir Guðný Jóhannesdóttir, alsæl með lífið og tilveruna fyrir vestan.

Leikfélag Akureyrar býður krökkum

Leikfélag Akureyrar býður grunnskólanemum á Eyjafjarðasvæðinu að koma í leikhús með kennurum sínum. Leikfélagið stefnir að því að reglulegar leikhúsheimsóknir verði fastur hluti af menntun barna og að allir sem útskrifist úr grunnskóla hafi að minnsta kosti einu sinni farið í leikhús.

Opið hús hjá Sjónarhóli

Almenningi er boðið að skoða húsnæði Sjónarhóls ráðgjafarmiðstöðvar að Háaleitisbraut 13 í dag til klukkan fimm. Ár er um þessar mundir liðið frá landssöfnuninni Fyrir sérstök börn til betra lífs.

Kaldaljós kom sá og sigraði

Kvikmyndin Kaldaljós eftir Hilmar Oddsson krækti í fimm verðlaun á Edduverðlaunahátíðinni sem haldin var á Hótel Nordica. Kaldaljós var valin mynd ársins, Ingvar E. Sigurðsson var valinn besti leikarinn og Kristbjörg Kjeld besta leikkonan í aukahlutverki. Hilmar Oddsson fékk einnig verðlaun fyrir leikstjórn Kaldaljóss og Sigurður Sverrir Pálsson fyrir besta hljóð og mynd.

Palestínumenn- Þjóð í þrengingum

Vegna fráfalls Jassers Arafat gengst félagið Ísland-Palestína fyrir samkomu í Borgarleikhúsinu í kvöld. Samkoman ber yfirskriftina Þjóð í þrengingum en í dag eru 16 ár liðin frá því Arafat var kjörinn forseti af þjóðþingi Palestínu um leið og lýst var yfir sjálfstæði.

Tilnefndur til verðlauna

Höll minninganna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson hefur verið tilnefnd til IMPAC-verðlaunanna, virtra alþjóðlegra bókmenntaverðlauna sem veitt eru árlega fyrir skáldverk á ensku.

Eignast tvíbura 59 ára

59 ára gömul langamma í Bandaríkjunum er ólétt af tvíburum, sem eiga að líta dagsins ljós í næsta mánuði. Ef allt gengur að óskum er um heimsmet að ræða, því elsta kona sem eignast hefur tvíbura hingað til, var 56 ára gömul. Það ótrúlegasta við þetta allt saman er að konan, sem á fimm börn, 14 barnabörn og 6 barna-barnabörn, fór í ófrjósemisaðgerð fyrir 33 árum síðan.

Framhald á Farenheit 9-11

Kvikmyndagerðarmaðurinn Michael Moore hyggst gera framhald á mynd sinnin Fahrenheit 9-11. Moore segir að myndin eigi að heita Fahrenheit 9-11 og hálfur, og vera tilbúin innan tveggja til þriggja ára.

Fókus býður á The Grudge

Í Fókus í dag er fjöldi viðtala og skemmtilegheita. Tekið er hús á <strong>Mugison</strong> og kærustu hans, <strong>Mugimama</strong>. Hip hopið er þrjátíu ára og saga þess því rakin ítarlega. <strong>Aggi Agzilla</strong> býr í NY, er að fara að hanna næturklúbb og gefa út tónlist hjá Goldie. Forsíðuna prýðir Kristín Eiríksdóttir ljóðskáld. Þá býður Fókus á hrollvekju ársins, <strong>The Grudge</strong>.

Þetta gerist allt í hausnum á mér

<strong>Kristín Eiríksdóttir</strong> vakti athygli margra þegar hún vann ljóðasamkeppni Fréttablaðsins og Eddu í vor. Nú er komin út hennar fyrsta ljóðabók, <strong>Kjötbærinn</strong>. Kristín prýðir <strong>forsíðu Fókus</strong> í dag, þar sem m.a. að finna próf um <strong>þekkingu á bókunum</strong> sem koma út þessa dagana, <strong>ítarlega úttekt</strong> á 30 ára sögu <strong>hip hops</strong>, viðtal við <strong>Agga Agzilla</strong> og margt fleira. </font />

Johnny býr hjá dansaranum

Í <strong>Fókus í dag</strong> er enn fjallað um hið víðfræga myndband PoppTíví-strákanna og Quarashi við lagið <strong>Crazy Bastard</strong>. Nú heyrast þær fregnir að annar tónlistarmaður, nefninlega <strong>Þröstur í Mínus</strong>, einnig nefndur <strong>Johnny</strong> eða <strong>Bassafanturinn</strong>, hafi gert sér <strong>dælt við eina stúlknanna</strong>, sem þvo bílinn hans Sveppa.

Madonna með enn eina bókina

Poppstjarnan Madonna er á góðri leið með að verða metsöluhöfundur. Hún kynnti í gær fjórðu bókina í röð barnabóka sem hún hefur ritað, og kallast hún ævintýri Abdi. Bókin fjallar um lítinn dreng sem fær það verkefni að færa drottningunni dýrasta hálsmen heims.

Skífuskank og taktkjaftur

Á morgun, laugardag, klukkan 20 lýkur <strong>Unglist</strong> með stórviðburði í <strong>Tjarnarbíó</strong>. Þá mæta hörðustu hip hop-hausar landsins á svæðið og spreyta sig í hinum fræknu greinum <strong>skífuskanki og taktkjafti</strong>. Skipuleggjandi keppninnar er <strong>Ómar Ómar</strong> en hann er einn af forsprökkum samtakanna <strong>TFA</strong> (tími fyrir aðgerðir). Hann sagði <strong>Fókus</strong> allt um viðburðinn, <strong>keppendurna</strong> og íslenskun rappmálfarsins

Jagúar með galdranúmeri

Szymon Kuran, fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands, vekur hvarvetna athygli á ferð í bílnum sínum.

Frumsýning hjá Brimborg

Citroën C5 er nýkomin í umboðið hjá Brimborg og að því tilefni verður efnt til franskrar stemningar í húsakynnum Brimborgar að Bíldshöfða 6.

Fyrir stórfjölskylduna

Mitsubishi Grandis er flottur bíll fyrir stórar fjölskyldur. Hann er þægilegur í akstri og kraftmikill.

Skipt um dekk

Að skipta um dekk á bíl er ekki flókið mál og ætti ekki að vefjast fyrir neinum. Þeir eru þó margir sem kunna ekki þessa list og sumir sem nenna ekki einu sinni að læra það.

Ostakaka með piparmyntubrjóstsykri

Oskakökur eru alltaf lystugar og gott er að grípa til þeirra, hvort heldur sem eftirréttar eða á kaffiborð. Þessi er dálítið sérstök.

Dreymir um sólóplötu

Margt bendir til að söngferill Önnu Vilhjálms sé á enda. Hún hélt upp á 40 ára söngafmæli fyrir þremur árum og telur það um leið endalokin á annars glæstum ferli. Þrátt fyrir lungnaþembu, gigt, brjósklos og veilu í brisi dreymir hana um að gefa út sólóplötu. </font /></b />

Harmleikurinn í Hamraborg

Foreldrar Sæunnar Pálsdóttur, sem lést af völdum eiginmanns síns fyrir um tveimur vikum, segjast í viðtali í helgarblaði DV ætla að fara fram á forræði yfir börnum Sæunnar og segjast ekki kvíða því að taka að sér uppeldi þeirra. Foreldrarnir segja að það sem tengdasonurinn gerði sé ófyrirgefanlegt.

F2, nýtt vikurit með Fréttablaðinu

Nýtt ókeypis vikurit, F2, fylgir Fréttablaðinu í dag. F2 hefur að geyma styttri og lengri greinar sem fjalla um allt frá tísku til stjórnmála með viðkomu í matargerð, tónlist og viðburðum framundan.

Vetrarúlpan í uppáhaldi

"Ég á eina svarta Carhart-úlpu með loðkraga sem ég held mikið upp á. Hún heldur mér hlýjum á köldum vetrarkvöldum. Ég keypti hana í fyrravetur og hún hefur dugað síðan þá enda mjög venjuleg," segir Róbert Aron Magnússon plötusnúður en flestir þekkja hann eflaust betur undir listamannsnafninu Robbi Chronic.

Lýsing í skammdeginu

Ef einhvern tíma er lampatími þá er það nú í skammdeginu. Lampar eru víða til í miklu úrvali en fyrir þá sem vilja eiga lampa sem eru öðruvísi eru lamparnir hennar Steinunnar Óskar Óskarsdóttur skemmtilegur kostur.

Hugleiðsluhorn Guðmundar Ólafs

Þegar Guðmundur Ólafsson leikari og leikskáld þarf að hreinsa til fyrir nýjum hugmyndum sest hann í gamla stólinn í horninu á þétt skipuðu vinnuherberginu og grípur í gítarinn.

Fjallafatnaður á götum stórborga

Fyrirtækið The North Face, sem framleiðir útivistarföt í hæsta gæðaflokki, er dæmi um fyrirtæki sem þróast úr því að vera með mjög sérhæfða framleiðslu fyrir þröngan hóp í að verða að eins konar lífsstílsmerki fyrir tískumeðvitað fólk.

Roberto Cavalli

Það er við hæfi þegar vetur er genginn í garð og skinn og feldir eru jafn vinsæl og raun ber vitni að minna á ítalska fatahönnuðinn Roberto Cavalli sem hefur farið ótroðnar slóðnir með notkun á ýmiss konar feldum í hönnun sinni.

Glanstímarit á Íslandi

Base Camp er ungt og framsækið framleiðslufyrirtæki sem tekur að sér að skipuleggja alls kyns viðburði. Helgina 22.-24. október kemur Base Camp upp grunnbúðum við rætur Sólheimajökuls. Ástæða þessarar uppákomu var að breska glanstímaritið In Style ferðaðist hingað til lands til að taka tískuljósmyndir.

Skoðanir um íslenska búninginn

"Íslenskir þjóðbúningar eru allt of dýrir. Ég tel að það verði að hanna nýjan, fallegan búning sem auðveldara verði fyrir nútímakonur að eignast. Þjóðbúningarnir hafa þróast í gegnum aldirnar og við eigum alveg rétt á því að koma með eitthvað nýtt á 21. öldinni." Þetta segir Vigdís Ágústsdóttir,

Ný íslensk gullsmíði

Þrjátíu og fjórir íslenskir gullsmiðir eiga verk á sýningunni Ný íslensk gullsmíði sem opnuð verður á morgun í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni.

Brúðarkjólaleiga Dóru

Brúðarkjólaleiga Dóru að Suðurlandsbraut 50 í Reykjavík er flestum kunn og mörgum jafnvel góðkunn. Verslunin hefur verið starfrækt ansi lengi en í apríl á þessu ári skipti hún um eigendur.

Marianne Faithfull í kvöld

Í Fréttablaðinu í dag var ranglega sagt að tónleikar Marianne Faitfull væru á morgun. Hið rétta er að tónleikarnir verða á Broadway í kvöld.

Skór ganga alltaf aftur

Magdalena Margrét Kjartansdóttir myndlistarkona er mikið fyrir skó og lítur á skó sem fjárfestingu.

Á skytteríi saman

Hjónin Sigurður Magnússon matreiðslumaður og Margrét Pétursdóttir tanntæknir, alltaf kölluð Diddi og Magga, eru samhent og með sameiginleg áhugamál. Fyrir utan að vera leiðbeinendur í hundaskóla Hundaræktarfélagsins og með réttindi til að dæma hundaveiðipróf eru þau á kafi í veiðimennsku, hvort sem er með stöng eða byssu.

Kakó, kúrerí og kertaljós

Ef einhvern tíma er kakótími þá er það núna. Kakó er ekki bara gott heldur líka róandi og nýlega voru birtar rannsóknir sem leiddu í ljós að kakóbolli fyrir svefninn er meinhollur fyrir hjartað og fullur af vítamínum og andoxunarefnum.

Pestókartöflur með kjöti og fiski

Kartöflur hafa lengi verið fastur punktur í mataræði okkar og lítið lát virðist vera á vinsældum þeirra. Kartöflur má matbúa á ótal vegu, sjóða, baka, steikja og stappa.

Ástarpungar

Þegar okkur bráðvantar eitthvað gott með kaffinu í hvelli er upplagt að steikja ástarpunga.

Skringilegir gosdrykkir

Bandaríski gosdrykkjaframleiðandinn Jones Soda í Seattle í Bandaríkjunum er ekki einn af gosrisunum, Coke eða Pepsi, en fyrirtækið hefur þó vaxið og dafnað á síðustu árum.

Selaveisla árið 2004

Veislan hefur verið haldin í þó nokkur ár og er nú enn og aftur komið að henni. Veislan verður haldin í nýja Haukahúsinu að Ásvöllum í Hafnarfirði.

Stærsti hamborgari í heimi

Denny´s Beer Barrel, krá í Clearfield í Pennsylvaníuríki í Bandaríkjunum, er heimili stærsta hamborgara í heimi.

Hrafnhildur og hárfetisminn

Hrafnhildur Arnardóttir hefur undafarin ár búið í New York þar sem hún starfar sem myndlistarkona. Hún setur upp verk á Kjarvalstöðum en svo heldur hún út þar sem fjöldi verkefna bíður. Hrafnhildur hefur m.a. verið að fást við fatahönnun og nú síðast sá hún um allt útlit Bjarkar fyrir gerð koversins á Medúllu. Í Fókus í dag er viðtal við hana.

Tilnefnd og ótilnefndur

Stórleikkonan Helga Braga og sjónvarpsmaðurinn Kristján Kristjánsson úr Kastljósinu eru kynnar Edduverðlaunanna sem afhent verða á Nordica Hóteli sunnudagskvöldið 14. nóvember.

Sjá næstu 50 fréttir