Fleiri fréttir

Skýin eru skemmtileg

Andri Hafliðason sýnir ljósmyndir og kvikmyndir í einn sólarhring að Þingholtsstræti 27

Notaði innsæið í Medulla

"Hljóðfæri eru búin að vera," segir Björk Guðmundsdóttir um nýjustu plötu sína, Medulla, sem kemur út í lok ágúst eða byrjun september. Platan er eingöngu unnin með röddum og engin hljóðfæri fá að njóta sín.

Sukiyaki í sumarblíðu

Hjónin Dúna og Tómas Boonchang reka veitingastaðina Ban Thai á Hverfisgötu og NaNa Thai í Skeifunni. Veitingastaðurinn Ban Thai (sem þýðir Taíhúsið) hefur verið starfræktur í þrettán ár við góðan orðstír.

Þægileg föt sem passa

"Mér finnst bara langbest að vera í mjög þægilegum fötum sem passa," segir Þórey Edda Elísdóttir stangarstökkvari. "Ég á einar þröngar, léttar og venjulegar æfingabuxur sem ég er mjög oft í og eru svona í uppáhaldi.

Réttur klæðnaður í unglingavinnuna

Fyrir þá svartsýnu (sumir segja raunsæju) er rétt að líta í Húsasmiðjuna fyrir helgina þar sem regnföt eru á tilboði þessa dagana."Regnfatatilboðinu er ekkert sérstaklega beint gegn sautjánda júní enda eru þessir gallar alls ekki nógu sparilegir fyrir það tilefni "segir Sonja Viðarsdóttir, innkaupastjóri hjá Húsasmiðjunni.

Framkallar múgæsing

Breski plötusnúðurinn John Digweed fær það hlutverk að skemmta gestum Nasa í kvöld. Þeir sem fylgjast grannt með teknótónlist þekkja kappann enda heimsfrægur plötusnúður.

Beastie Boys breika

Birgir Örn Steinarsson fjallar um nýjustu breiðskífu Beastie Boys: To the 5 Boroughs

Rómantísku borgirnar í Evrópu

Þegar Andrea Gylfadóttir söngkona er beðin að nefna uppáhaldsborgina sína á hún erfitt með að gera upp á milli borganna í Norður-Evrópu. "Ég hef farið til ýmissa borga í Bandaríkjunum og þó þær séu spennandi og öðruvísi þá heilla evrópskar borgir mig meira," segir hún.

Draga úr skaðlegum áhrifum sólar

Verslunin Pílugluggatjöld er nú með til sölu Polyscreen gluggatjöld úr polyester efni sem draga úr skaðlegum áhrifum sólargeisla. Þessi gluggatjöld eru með birtusíu sem verndar augun fyrir óþægindum og kemur í veg fyrir að húsgögn skemmist. Af svona gardínum er einnig mikill orkusparnaður þar sem notkun þeirra dregur úr orkunotkun.

Einyrki ársins 2004

"Ég er búinn að vera sjómaður í 27 ár og hef kynnst því áður að vinna allan sólarhringinn. Sú reynsla hefur nýst vel síðustu vikurnar því salan á kartöflukökunum hefur gengið ævintýralega," segir Auðunn Helgi Herlufsen hjá Drangabakstri en hann var valinn "einyrki ársins"

Humar í sérstöku uppáhaldi

Elvu Ósk Ólafsdóttur leikkonu, finnst gaman að elda góðan mat og eru sjávarréttir í sérstöku uppáhaldi hjá henni. "Uppáhaldsmaturinn minn er að sjálfsögðu humar. Ég matreiði hann þannig að ég sker hann endilangan, fletti út og set á hann mikið af hvítlauks og paprikusalti.

Öðruvísi myndlistarnámskeið

"Við unnum síðasta sumar á leikjanámskeiðum ÍTR þar sem við ferðuðumst á milli og kenndum myndlist, en nú höfum við ákveðið að setja á fót sérstök myndlistarnámskeið fyrir krakka" segir Sólveig Einarsdóttir en hún hefur skipulagt námskeiðin í sumar ásamt Guðnýju Rúnarsdóttur.

Ekki bara hestar og lopapeysur

Þeir farþegar Iceland Express sem hafa gleymt að taka með sér bókina í vélina og svo gripið í tómt þegar þeir þreifuðu eftir lesefni í sætisvasanum á móti sér eiga von á bragabót. Í ágúst verður þar nefnilega að finna nýtt tímarit, Iceland Express Inflight Magazine.

Lækkar ekki tryggingagjald

Dómarinn í máli Michael Jackson hefur neitað að lækka tryggingargjald popparans. Til þess að öðlast frelsi fram að réttarhöldunum verður Jackson því að borga 3 milljónir dollara. Dómarinn sagði að upphæðin væri vel viðráðanleg fyrir popparann.

Nýja kærastan er þjófur

Leikarinn Ben Affleck var nýbúinn að ná sér eftir sjokkið sem hann fékk þegar hann frétti að J.Lo væri gengin í það heilaga. Nú hefur hann hins vegar fengið að vita að nýja kærastan hans, Enza Sambataro, er dæmdur búðarþjófur.

Grímukosning í hámarki

Grímukosningin í flokknum "vinsælasta sýning ársins" stendur nú sem hæst og lýkur í beinni útsendingu í Sjónvarpinu kl. 22 16. júní. Kosningarupplýsingar færðu með því að smella á meira.

Ætla að hrista Skólavörðustíginn

Valgarður Bragason, Hulda Vilhjálmsdóttir og Karen Ósk Sigurðardóttur stofnuðu Passion Gallery Anjelicu Smith við Skólavörðustíginn.

Dansa berfætt úti í garði

Björn Thors er tilnefndur til Grímuverðlaunanna í ár en hann kemur til með að spreyta sig á aðalhlutverkinu í Hárinu í Austurbæ í sumar.

Tilboð á hljóðfærum

Nú stendur yfir tilboð á hljóðfærum í versluninni Gítarnum að Stórhöfða 27. Í versluninni er yfirleitt reynt að vera með tilboð sem þessi reglulega og rík áhersla er lögð á gott verð á hljóðfærum.

Gott verð á sláttuvélum

Sláttuvélamarkaðurinn í Faxafeni 14 er með sláttuvélar á hagstæðu verði um þessar mundir. Í versluninni er að finna fjölbreytt úrval sláttuvéla, bæði handvirkra, bensín- og rafmagnsvéla auk sláttutraktora, keðjusaga, greinakurlara, laufsuga, reiðhjóla og fleira.

Tilboð á símaþjónustu

Hjá Símanum er nú hægt að nýta sér tilboð sem heitir Allt saman. Þar hefur þú heimasíma, ADSL-sítengingu og farsíma hjá Símanum og færð að launum ýmis frábær tilboð.

Lifað í limbói

Heimildarmyndin Alive in Limbo, Lifandi í limbói, var frumsýnd á Heimildar- og stuttmyndahátíðinni í Reykjavík í gærkvöldi. Myndina gerðu Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Tina Nacceche og Ericu Marcus og tók framleiðsla hennar tæpan áratug.

Bestu kaupin í kassavínum

Í nýjasta hefti Gestgjafans fjallar Þorri Hreinsson vínrýnir um kassavín og er niðurstaðan af úttekt hans að hvítvínið Gruntrum Riesling séu bestu kaupin í kassavínum í Vínbúðum hérlendis. Þorri mælir með víninu einu og sér, með léttum fiskréttum og austurlenskum mat.

Mortensen í næstu mynd Cronenbergs

Viggo Mortensen, sem lék Aragorn í Hringadróttinssögu, hefur tekið að sér aðalhlutverkið í myndinni A History of Violence í leikstjórn Davids Cronenberg.

Madonna í söngvamynd

Söngkonan Madonna hefur landað hlutverki í söngvamyndinni Hello Sucker! sem verður framleidd af hinum virta leikstjóra Martin Scorsese.

Rice syngur gegn stríði

Íslandsvinurinn Damien Rice hefur hljóðritað nýtt smáskífulag með landa sínum frá Írlandi, Christy Moore. Um er að ræða áróðurslag gegn stríðinu í Írak og kallast það Lonely Soldier.

Tvær plötur á sama deginum

Bandaríkjamaðurinn Nelly ætlar að verða fyrsti rapparinn til að gefa út tvær plötur á sama deginum. Um er að ræða plöturnar Sweat og Suit sem koma út þann 14. september.

Sjálfstæðisyfirlýsing The Flavors

Léttirinn fyrir Sigurjón Brink, söngvara og lagasmið The Flavors, hlýtur að vera mikill. Hann hefur gengið með plötu í maganum frá því að sveitin In Bloom hætti. Þar trommaði Sjonni en í honum blundaði lagahöfundur.

Kennir Íslendingum rokkið

Gítarleikarar og aðdáendur rokksveitarinnar Deep Purple fá óvæntan glaðning með komu sveitarinnar hingað til lands. Steve Morse, gítarleikari sveitarinnar, ætlar nefnilega að halda sýnikennslu í húsakynnum FÍH þann 24. júní.

Love ákærð fyrir líkamsárás

Rokkekkjan Courtney Love á yfir höfði sér ákæru fyrir að hafa ráðist á konu með flösku og vasaljósi í teiti í Los Angeles þann 25. apríl.

Plata og barnabók frá Carey

Söngkonan Mariah Carey er að vinna að nýrri plötu. Verður það önnur platan sem hún gefur út hjá fyrirtækinu Island Def Jam. Fyrsta plata, Charmbracelet, hefur selst í 1,1 milljón eintaka í Bandaríkjunum og vonast söngkonan til að gera enn betur með þeirri næstu.

Dansinn dunar á leiksviðinu

"Dansleikhús er tiltölulega ung listgrein sem hefur átt auknum vinsældum að fagna úti í hinum stóra heimi, en hefur minna verið sinnt hérna þar sem leikhús og dans hafa meira verið sitt í hvoru lagi," segir Guðrún Vilmundardóttir, dramatúrg í Borgarleikhúsinu.

Vorblót í Vesturbænum

Síðustu tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á þessu starfsári verða í Háskólabíói í kvöld. Vladimir Ashkenazy stjórnar hljómsveitinni, sem ætlar að flytja þrjú verk eftir Igor Stravinskí - Pulcinellu, Eldfuglinn og Vorblót.

Zeta er milljón dollara kona

Breska leikkonan Catherine Zeta Jones segist tvímælalaust vera milljón dollara kona. Hún hefur verið gagnrýnd fyrir að segja að milljón dollarar, um sjötíu milljónir króna, sé ekki mikið fyrir stjörnur eins og hana.

Draugur í Morgunblaðshúsinu

Ein af þeim sex nýju íslensku stuttmyndum sem sýndar eru á heimilda- og stuttmyndahátíðinni í ár er Síðustu orð Hreggviðs eftir Grím Hákonarson. Hann gerði síðast hina frábæru heimildamynd, Varði Goes Europe, um Evrópureisu gítarleikara sem ákvað að lifa af spilamennsku sinni einni með því að spila fyrir klink á götum borga Evrópu.

Kennsla í trúðslátum

Trúðurinn Julien Cottereau er á leið til landsins. Tilefnið er trúðanámskeið sem Hrókur alls fagnaðar mun halda. Julien er heimsfrægur trúður og hefur meðal annars starfað í Sólarsirkusnum og með "Trúðum án landamæra" sem er ekki ósvipuð hreyfing og "Læknar án landamæra".

Stíla inn á húmor í þáttunum

"Þetta er svolítið öðruvísi sumarvinna en að liggja í beði og reyta arfa," segir Karl Sigurðsson en hann er einn af fjórum fræknum krökkum sem sjá um útvarpsþáttinn Ungmennafélagið á Rás 2.

Aðeins kristnir menn borða mýs

Tumi Tómasson, skólastjóri Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, hefur ferðast um allan heim í leit að efnilegum nemendum í skólann. Á ferðum sínum hefur hann komist í tæri við alls konar matargerð og er löngu hættur að kalla allt ömmu sína í þeim efnum.

Hluti af þjóðarsálinni

Tapas er eitt af því sem einkennir spænska matargerð og hefur gert það í mörg hundruð ár. Orðið tapas þýðir í raun og veru að hylja en þetta eru smáréttir sem eru borðaðir á krám og veitingahúsum fyrir hádegismat og kvöldmat til að seðja sárasta hungrið.

Skór sem vekja athygli

Uppáhaldsskórnir mínir þessa dagana eru eldrauðir og kafloðnir skór frá X18," segir Guðný María Jónsdóttir leikstjóri um uppáhaldsskóna sína.

Sjá næstu 50 fréttir