Lífið

Zeta er milljón dollara kona

Breska leikkonan Catherine Zeta Jones segist tvímælalaust vera milljón dollara kona. Hún hefur verið gagnrýnd fyrir að segja að milljón dollarar, um sjötíu milljónir króna, sé ekki mikið fyrir stjörnur eins og hana. Jones stendur hins vegar fast á sínu. "Milljón dollarar er ekki mikill peningur fyrir ákveðið nafn og útlit," sagði Zeta. "Ég lifi í veröld þar sem ég fæ borgað fyrir nafnið mitt og útlit og fæ vel borgað fyrir það. Spyrjið bara Juliu Roberts, Tom Cruise, Meryl Streep eða hvern sem er í þessum bransa. Allir vita að við fáum borgaðan mikinn pening og hvers vegna að láta sem það sé ekki rétt? Til þess að fólki líki betur við mig? Það er bara fáránlegt." Orðrómur hefur verið uppi um að Zeta, sem bráðum verður 35 ára, sé eldri en hún láti uppi. "Ævi mín hefur verið skrásett vel og vandlega síðan ég var ellefu ára. Ef ég lít út fyrir að vera eldri verður bara að hafa það. Ég er ekki klaufaleg, vitlaus kona og það er bara merki um þroska." Zeta finnst að fólk eigi að samgleðjast sér meira í stað þess að reyna að gera lítið úr sér. "Ég er mjög heppin. Ég á tvö heilbrigð börn, frábæran eiginmann og hef átt góðan kvikmyndaferil. Ég á peninga sem ég hef unnið vel fyrir. Ég fæddist ekki með silfurskeið í munni. Ég hef lagt mjög hart að mér og ég skil ekki hvers vegna fólk samgleðst mér ekki."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.