Ævintýri líkast 15. júní 2004 00:01 Smári Jósepsson fjallar um hljómsveitina Shai Hulud Ég fagnaði gríðarlega þegar ég heyrði að Shai Hulud ætlaði að heiðra okkur Íslendinga með návist sinni á 17.júní. Það var fyrir tveimur árum að Shai Hulud varð á vegi mínum á tónlistarhátíð í Fargo í Bandaríkjunum. Félagi minn hafði lengi haft á orði hversu öflugt band væri hér á ferð en það eitt og sér hafði ekki verið nægileg sannfæring fyrir mig. Ég átti þó eftir að sannfærast svo um munaði. Tónleikar Shai Hulud voru með kraftmesta móti, orkan í sviðframkomu sveitarinnar var með ólíkindum. That Within Blood Ill-Tempered er fjórða breiðskífa Shai Hulud og heldur hljómsveitin uppteknum hætti frá fyrri verkum. Orð mega sín lítils þegar lýsa skal tónlistinni, mæli frekar með að fólk leyfi sér þessa upplifun. Sviptingarnar eru slíkar að maður stendur á öndinni. Hljómsveitin keyrir upp kraftinn milli þess að fara úr ljúfum laglínum í öflug niðurföll. Taktbreytingarnar eru einnig mjög áhugaverðar og fannst mér þær sérstaklega tilkomumiklar í laginu Whether To Cry Or Destroy. Ofan á þetta allt saman fer söngvarinn, Geert Van Der Velde, á kostum þar sem hann syngur beitta texta sem leiða hugann í margar áttir. Oft hafa aðrar hljómsveitir þreytt sams konar stíl og útkoman oftar en ekki orðið frekar grautkennd. Shai Hulud nær hins vegar að bjóða upp á breiða flóru í lagasmíðum sínum án þess að þreyta hlustandann, eitthvað sem er greinilega ekki á allra færi. Tónlist Shai Hulud er ævintýri líkast. Tónlist Mest lesið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Smári Jósepsson fjallar um hljómsveitina Shai Hulud Ég fagnaði gríðarlega þegar ég heyrði að Shai Hulud ætlaði að heiðra okkur Íslendinga með návist sinni á 17.júní. Það var fyrir tveimur árum að Shai Hulud varð á vegi mínum á tónlistarhátíð í Fargo í Bandaríkjunum. Félagi minn hafði lengi haft á orði hversu öflugt band væri hér á ferð en það eitt og sér hafði ekki verið nægileg sannfæring fyrir mig. Ég átti þó eftir að sannfærast svo um munaði. Tónleikar Shai Hulud voru með kraftmesta móti, orkan í sviðframkomu sveitarinnar var með ólíkindum. That Within Blood Ill-Tempered er fjórða breiðskífa Shai Hulud og heldur hljómsveitin uppteknum hætti frá fyrri verkum. Orð mega sín lítils þegar lýsa skal tónlistinni, mæli frekar með að fólk leyfi sér þessa upplifun. Sviptingarnar eru slíkar að maður stendur á öndinni. Hljómsveitin keyrir upp kraftinn milli þess að fara úr ljúfum laglínum í öflug niðurföll. Taktbreytingarnar eru einnig mjög áhugaverðar og fannst mér þær sérstaklega tilkomumiklar í laginu Whether To Cry Or Destroy. Ofan á þetta allt saman fer söngvarinn, Geert Van Der Velde, á kostum þar sem hann syngur beitta texta sem leiða hugann í margar áttir. Oft hafa aðrar hljómsveitir þreytt sams konar stíl og útkoman oftar en ekki orðið frekar grautkennd. Shai Hulud nær hins vegar að bjóða upp á breiða flóru í lagasmíðum sínum án þess að þreyta hlustandann, eitthvað sem er greinilega ekki á allra færi. Tónlist Shai Hulud er ævintýri líkast.
Tónlist Mest lesið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira