Ekki bara hestar og lopapeysur 15. júní 2004 00:01 Þeir farþegar Iceland Express sem hafa gleymt að taka með sér bókina í vélina og svo gripið í tómt þegar þeir þreifuðu eftir lesefni í sætisvasanum á móti sér eiga von á bragabót. Í ágúst verður þar nefnilega að finna nýtt tímarit, Iceland Express Inflight Magazine, sem svipar til Atlantica og Ský sem er að finna í vélum Icelandair og Flugfélagi Íslands. Snæfríður Ingadóttir, fyrrum ritstjórnarfulltrúi Mannlífs, hefur verið ráðin til þess að ritstýra því. "Þetta tímarit verður bæði á íslensku og ensku því farþegar flugfélagsins eru bæði Íslendingar og útlendingar," segir Snæfríður. "Þar sem félagið flýgur til London og Kaupmannahafnar verður mikið efni tengt þessum borgum sem og Reykjavík. Það sem hentar fyrir erlendu ferðamennina verður á ensku en efnið fyrir íslensku ferðamennina verður á íslensku." Snæfríður segir það hugsanlegt að einhverjar greinar verði á báðum tungumálum, séu þar um viðtöl eða annað efni að ræða sem höfði jafnt til Íslendinga sem erlendra ferðamanna. Blaðið á svo að vera bæði fræðandi og skemmtilegt. "Þetta verður ekki bara hestar og lopapeysur," segir Snæfríður. Vinnsla fyrsta blaðsins er að hefjast og er Snæfríður því búin að pakka niður í ferðatösku, þar sem hún flýgur út á næstunni í "rannsóknarleiðangur" til Kaupmannahafnar og London. "Nú verður sumarið ekkert smá skemmtilegt hjá mér. Ég verð mikið á ferðinni, bæði innanlands og utan, í leit að skemmtilegu efni í blaðið. Þetta er örugglega með skemmtilegri vinnum sem maður getur komist í," segir Snæfríður að lokum og það er auðséð að hún er spennt fyrir þeim ævintýrum sem bíða. Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
Þeir farþegar Iceland Express sem hafa gleymt að taka með sér bókina í vélina og svo gripið í tómt þegar þeir þreifuðu eftir lesefni í sætisvasanum á móti sér eiga von á bragabót. Í ágúst verður þar nefnilega að finna nýtt tímarit, Iceland Express Inflight Magazine, sem svipar til Atlantica og Ský sem er að finna í vélum Icelandair og Flugfélagi Íslands. Snæfríður Ingadóttir, fyrrum ritstjórnarfulltrúi Mannlífs, hefur verið ráðin til þess að ritstýra því. "Þetta tímarit verður bæði á íslensku og ensku því farþegar flugfélagsins eru bæði Íslendingar og útlendingar," segir Snæfríður. "Þar sem félagið flýgur til London og Kaupmannahafnar verður mikið efni tengt þessum borgum sem og Reykjavík. Það sem hentar fyrir erlendu ferðamennina verður á ensku en efnið fyrir íslensku ferðamennina verður á íslensku." Snæfríður segir það hugsanlegt að einhverjar greinar verði á báðum tungumálum, séu þar um viðtöl eða annað efni að ræða sem höfði jafnt til Íslendinga sem erlendra ferðamanna. Blaðið á svo að vera bæði fræðandi og skemmtilegt. "Þetta verður ekki bara hestar og lopapeysur," segir Snæfríður. Vinnsla fyrsta blaðsins er að hefjast og er Snæfríður því búin að pakka niður í ferðatösku, þar sem hún flýgur út á næstunni í "rannsóknarleiðangur" til Kaupmannahafnar og London. "Nú verður sumarið ekkert smá skemmtilegt hjá mér. Ég verð mikið á ferðinni, bæði innanlands og utan, í leit að skemmtilegu efni í blaðið. Þetta er örugglega með skemmtilegri vinnum sem maður getur komist í," segir Snæfríður að lokum og það er auðséð að hún er spennt fyrir þeim ævintýrum sem bíða.
Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira