Fleiri fréttir

Setti Seðlabankinn nýjar reglur til höfuðs indó?

Sparisjóðurinn indó hefur vakið þónokkra athygli upp á síðkastið og ekki síst þau metnaðarfullu áform um að bjóða mun betri kjör á veltureikningum einstaklinga heldur en rótgrónu viðskiptabankarnir bjóða í dag.

Birna Ósk í stjórn vísisjóðsins Eyris Vaxtar

Birna Ósk Einarsdóttir, sem tók í ársbyrjun við starfi í framkvæmdastjórn hjá APM í Hollandi, dótturfélagi flutningafyrirtækisins Maersk, hefur verið kjörin ný í stjórn Eyris Vaxtar sem er sex milljarða vísisjóður sem var komið á fót í fyrra.

Hlutafjárútboð Nova og þegar partýið í Kauphöllinni klárast

Markaðsaðstæður hafa sjaldan verið eins krefjandi frá því eftir fjármálahrunið 2008. Úrvalsvísitalan er niður um meira en 22 prósent frá áramótum – skilgreining á því sem er gjarnan nefnt bjarnarmarkaður – og útlit er fyrir enn frekari skarpar vaxtahækkanir Seðlabankans á næstu mánuðum eigi að takast að ná böndum á verðbólgu og hækkandi verðbólguvæntingum.

Stokkað upp í markaðsviðskiptum hjá Kviku

Tilkynnt var um talsverðar mannabreytingar innan Kviku í dag en á meðal þeirra sem hefur ákveðið að láta af störfum er Stefán Eiríks Stefánsson sem hefur verið forstöðumaður gjaldeyrismiðlunar bankans frá árinu 2015.

Sigríður og Arnar Þór taka sæti í stjórn Íslandshótela

Tveir nýir stjórnarmenn, Sigríður Olgeirsdóttir og Arnar Þór Másson, koma ný inn í stjórn Íslandshótela, stærstu hótelkeðju landsins, en uppstokkun stjórnarinnar kann að renna stoðum undir fréttaflutning þess efnis að fyrirtækið verði skráð á markað næsta vetur.

Stefán Broddi ráðinn sveitarstjóri Borgarbyggðar

Stefán Broddi Guðjónsson, sem hefur starfað hjá Arion banka undanfarin tíu ár, hefur verið ráðinn í starf sveitarstjóra í Borgarbyggð af nýjum meirihluta. Áætlað er hann taki við starfinu 1. júlí næstkomandi.

Andri Fannar til ADVEL lögmanna

Andri Fannar Bergþórsson, lögmaður og dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, hefur gengið til liðs við ADVEL lögmenn. Þar mun hann starfa sem ráðgjafi samhliða áframhaldandi störfum sínum við HR.

Sænska netverslunin Boozt fjárfestir í Dropp á Íslandi

Boozt, stærsta netverslunin á Norðurlöndunum, hefur bæst við hluthafahóp íslenska fyrirtækisins Dropp, sem býður upp á afhendingu á vörum netverslana, eftir að hafa tekið þátt í nýlegri hlutafjáraukningu. Eftir fjárfestinguna tók Hermann Haraldsson, forstjóri Boozt, sæti í stjórn Dropp.

Leggur til að Sigríður komi inn í stjórn Haga í stað Katrínar Olgu

Tilnefningarnefnd Haga hefur lagt til að Sigríður Olgeirsdóttir, stjórnarmaður í Opnum kerfum og varamaður í bankaráði Landsbankans, verði kjörin ný inn í stjórn smásölurisans á aðalfundi félagsins sem fer fram 1. júní næstkomandi. Að öðru leyti mælir nefndin með því að stjórn Haga verði óbreytt.

Upplýsingaóreiða í Efstaleiti

Á fréttastofu Ríkisútvarpsins hvíla ríkari skyldur en á öðrum fjölmiðlum. Ástæðan er sú að tilvist stofnunarinnar, sem starfar í samkeppni við aðra miðla og er rekin með skattfé, er byggð á því að hún hafi eitthvað fram að færa, til dæmis hvað varðar gæði og fagleg vinnubrögð, umfram einkamarkaðinn.

Benedikt Egill ráðinn framkvæmdastjóri LOGOS

Benedikt Egill Árnason, lögmaður og einn eigenda LOGOS lögmannsþjónustu, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri félagsins. Tekur hann við af Þórólfi Jónssyni, lögmanni, sem hefur gegnt starfinu síðastliðin þrjú ár en mun nú einbeita sér alfarið að lögmannsstörfum hjá félaginu.

Sjá næstu 50 fréttir