Fleiri fréttir

Lárus Welding orðinn stjórnarformaður Þingvangs
Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, hefur tekið sæti í stjórn Þingvangs, sem er eitt stærsta byggingarfélag landsins, og gegnir þar stöðu stjórnarformanns.

Kastrup opnar að nýju en No Concept skellir í lás
Veitingamennirnir Stefán Melsted og Jón Mýrdal stefna á að enduropna hinn vinsæla veitingastað Kastrup í stærri og breyttri mynd við Hverfisgötu 6 eftir nokkrar vikur.

Miklar breytingar hjá Motus
Fjórir nýir stjórnendur hafi komið til starfa hjá Motus á sviði upplýsingatækni, innheimtu, samskipta og viðskiptastýringar. Þau eru Bjarki Snær Bragason, Eva Dögg Guðmundsdóttir, Magnea Árnadóttir og Sigríður Laufey Jónsdóttir.

Stokkað upp hjá Sjálfstæðismönnum í Kópavogi
Útlit er fyrir talsverða endurnýjun á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi fyrir bæjar- og sveitarstjórnarkosningarnar næsta vor.

Halldór Benjamín ætlar sér ekki í borgarmálin
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur undanfarin misseri verið orðaður við framboð í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins og meðal annars verið skrifaðar fréttir þess efnis.

Andstaða oddvitans mælist illa fyrir í Valhöll
Marga rak í rogastans á fundi borgarstjórnar í gærkvöld þegar Eyþór Arnalds, fráfarandi oddviti Sjálfstæðisflokks, flutti tillögu um að fallið yrði frá þéttingaráformum við Háaleitisbraut og Bústaðaveg.

Hættir hjá Landsbankanum og fer til Arctica Finance
Sveinn Þórarinsson, sem hefur verið helsti hlutabréfagreinandi Landsbankans á undanförnum árum, hefur hætt störfum hjá bankanum og ráðið sig til Arctica Finance.

Ólafur Teitur til Carbfix
Ólafur Teitur Guðnason, fyrrverandi aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, mun hefja störf hjá fyrirtækinu Carbfix í mars.

Ásdís sögð hafa augastað á bæjarstjórastólnum í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson tilkynnti nokkuð óvænt í dag um að hann hyggðist ekki gefa kost á sér í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, en hann hefur verið bæjarstjóri síðastliðin þrjú kjörtímabil.

Þórdís Anna komin í stjórn Arctic Adventures
Þórdís Anna Oddsdóttir hefur tekið sæti í stjórn Arctic Adventures en hún kemur í stað Grétu Maríu Grétarsdóttur sem var nýlega ráðin forstjóri ferðaþjónustufyrirtækisins.

Unnur Brá og Steinar Ingi til Guðlaugs Þórs
Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti Alþingis, og Steinar Ingi Kolbeins varaformaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna eru sögð munu aðstoða Guðlaug Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra á kjörtímabilinu.

Benedikt gæti blandað sér í toppslaginn í Reykjavík
Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi formaður Viðreisnar, er sagður liggja undir feldi eftir að samþykkt var að prófkjör yrði haldið við uppröðun á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningum í vor, fyrr í vikunni.

Viðreisn ákveður prófkjör í fyrsta sinn
Á félagsfundi Viðreisnar í Reykjavík sem lauk rétt í þessu var samþykkt, nær samhljóða, að prófkjör yrði haldið við uppröðun á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningum í vor. Allir sitjandi borgarfulltrúar kusu með prófkjöri.

Þórdís Kolbrún eina konan með titil
Nokkurs titrings gætir innan Sjálfstæðisflokksins með kynjahlutföll stjórnenda eftir að tilkynnt var um ráðningar í tvær þungavigtarstöður innan flokksins í gær. Varaformaðurinn er eina konan með titil í stjórnkerfi flokksins.

Tryggvi Másson verður framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokkins
Tryggvi Másson verður nýr framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðismanna, samkvæmt heimildum Innherja. Hann tekur við starfinu af Sigurbirni Ingimundarsyni.

Færeyska samkeppniseftirlitið tók ákvörðun á aðeins einum mánuði
Það er margt áhugavert við sölu Skeljungs á færeyska eldsneytisfyrirtækinu p/f Magni, ekki síst það hversu umfangsmikil hún er á færeyskum skala. Eftir því sem Innherji kemst næst er um að ræða ein stærstu viðskipti með færeyskt fyrirtæki í fimmtán ár. Hefði því ekki komið á óvart ef samkeppnisyfirvöld þar í landi hefðu varið drjúgum tíma í að rannsaka áhrif viðskiptanna.

Sigríður tekur við af Baldri sem mannauðsstjóri Landsbankans
Sigríður Guðmundsdóttir, sem hefur meðal annars starfað um árabil sem fræðslu- og mannauðsstóri hjá Eimskip, hefur verið ráðin mannauðsstjóri Landsbankans.

Slagur um oddvitasæti Viðreisnar í borginni?
Stjórn Reykjavíkurráðs Viðreisnar hefur boðað til félagsfundar á mánudaginn, þann 10. janúar, þar sem ákveðið verður hvort farin verði leið prófkjörs eða uppstillingar við uppröðun á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara í vor.

Fyrrum liðsmenn Samtaka iðnaðarins á þingi tókust á
Áhugavert var að sjá í atkvæðagreiðslu á Alþingi milli jóla og nýárs að fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Jón Steindór Valdimarsson varaþingmaður Viðreisnar kaus gegn áframhaldi á Allir vinna, eins stærsta hagsmunamáls iðnaðarins þessi dægrin.