Klinkið

Kastrup opnar að nýju en No Concept skellir í lás

Ritstjórn Innherja skrifar
Jón Mýrdal og Stefán Melsted.
Jón Mýrdal og Stefán Melsted.

Veitingamennirnir Stefán Melsted og Jón Mýrdal stefna á að enduropna hinn vinsæla veitingastað Kastrup í stærri og breyttri mynd við Hverfisgötu 6 eftir nokkrar vikur.

Staðurinn var áður rekinn við Hverfisgötu 12 við góðan orðstír og ljóst að nú lyftist brúnin á nautnaseggjum sem saknað hafa eldamennsku Stefáns af sviðinu. 

Stefán er ef til vill best þekktur fyrir að vera annar tveggja stofnenda og fyrrverandi eigandi veitingastaðarins Snaps við Óðinsgötu en auk þess er hann á meðal eigenda pítsustaðarins Plútó Pizza í Vesturbænum.

Veitingastaðurinn No Concept sem fyrir er við Hverfisgötu 6 mun á sama tíma skella í lás en fyrir honum fór Michelin-kokkurinn Agnar Sverrisson. Hann hefur ráðið sig til Bláa Lónsins.


Klinkið er vettvangur Innherja þar sem dregin er upp mynd og veitt innsýn í bakherbergi viðskipta, stjórnmála og atvinnulífs á landinu.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.



×