Klinkið

Halldór Benjamín ætlar sér ekki í borgarmálin

Ritstjórn Innherja skrifar
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir framboð í borginni aldrei hafa staðið til.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir framboð í borginni aldrei hafa staðið til.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur undanfarin misseri verið orðaður við framboð í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins og meðal annars verið skrifaðar fréttir þess efnis.

Í samtali við Innherja tekur Halldór af allan vafa. 

„Það hefur aldrei staðið til af minni hálfu og ég hef ekki velt því fyrir mér. Ég hef hins vegar um nóg annað að hugsa, enda kjarasamningsviðræður framundan á árinu,” segir Halldór Benjamín.

Klinkið er vettvangur Innherja þar sem dregin er upp mynd og veitt innsýn í bakherbergi viðskipta, stjórnmála og atvinnulífs á landinu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.