Fleiri fréttir

Hundruðum barna gert að víkja úr Höllinni

Mikil bikarhátíð í handbolta er að hefjast í Laugardalshöll á morgun og stendur hún yfir fram á sunnudag. Á þeim tíma falla niður æfingar hjá hundruðum barna í Laugardal.

Forsetinn fagnaði með Álftnesingum: „Nú er um að gera að njóta“

„Þetta er mikið afrek fyrir ekki stærra sveitarfélag leyfi ég mér að segja þótt að við auðvitað tilheyrum nú Garðabæ við Álftnesingar,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og stuðningsmaður Álftaness, eftir að liðið tryggði sér sæti í efstu deild karla í körfubolta í fyrsta sinn í sögunni fyrr í kvöld.

„Ég vil bara sjá Álftanes mæta með læti“

Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, var eðlilega stoltur eftir að hafa stýrt liðinu upp í Subway-deild karla í körfubolta í fyrstu tilraun í kvöld þegar liðið vann 13 stiga sigur gegn Skallagrími, 96-83.

Ellert: Núna þurfa allir í KR að fara í naflaskoðun

KR er fallið úr Subway-deildinni þrátt fyrir að enn sé eftir þrjár umferðir af deildinni. Í fyrsta sinn í 62 ár mun KR ekki vera í efstu deild körfuboltans og það aðeins fjórum árum eftir að KR varð Íslandsmeistari sjötta árið í röð.

„Hann elskar Krýsuvíkurleiðina“

Sigtryggur Arnar Björnsson átti frábæran leik með Tindastól í sigri í spennuleik á móti Haukum í síðustu umferð Subway deildar karla í körfubolta. Körfuboltakvöld ræddi frammistöðu landsliðsmannsins.

„KR þarf að viðurkenna mistökin sem voru gerð“

Eitt sigursælasta lið íslenskrar íþróttasögu er fallið úr efstu deild en það varð ljóst í nítjándu umferð Subway deildarinnar í körfubolta í síðustu viku þegar KR féll úr deildinni.

Sara Rún næststigahæst í tapi

Sara Rún Hinriksdóttir og stöllur hennar í Faenza sóttu ekki gull í greipar San Martino di Lupari í ítölsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

„Þú ert bara ekki að dekka neinn“

Keflvíkingar hafa verið í brekku undanfarið í Subway-deildinni og tapað fjórum leikjum í röð. Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar í Subway Körfuboltakvöldi ræddu gengi Keflavíkur í þætti vikunnar.

Grátlegt tap hjá Tryggva og félögum

Tryggvi Snær Hlinason og leikmenn Zaragoza máttu þola grátlegt tap gegn Monbus Obra í spænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í kvöld.

Jón Axel stigalaus í tapi Pesaro

Jón Axel Guðmundsson og félagar hans í Pesaro töpuðu mikilvægum leik í ítölsku deildinni í körfuknattleik nú í kvöld.

Hilmar með 9 stig í sigri

Hilmar Pétursson og félagar hans í Munster unnu fimm stiga heimasigur á Nurnberg Falcons í kvöld.

„Finnur vill að ég skjóti“

Kristófer Acox, leikmaður Vals, gat leyft sér að brosa eftir 31 stiga stórsigur liðsins á Keflavík í Keflavík, 80-111. Kirstófer skoraði sína fyrstu þriggja stiga körfu á tímabilinu í leiknum.

Shawn Kemp sleppt úr fangelsi

Shawn Kemp, sem var ein skærasta stjarna NBA-deildarinnar á sínum tíma, hefur verið sleppt úr fangelsi og allar ákærur á hendur honum felldar niður.

Gamli skólinn rak Ewing

Gamla New York Knicks hetjan Patrick Ewing hefur verið rekinn úr starfi þjálfara Georgetown háskólans.

NBA hetja handtekin vegna skotárásar

Fyrrum NBA-stjarnan Shawn Kemp, sem lék lengst af með Seattle SuperSonics, var handtekinn í gær í tengslum við skotárás í Tacoma í Washington-fylki.

Sjá næstu 50 fréttir