Körfubolti

Jón Axel stigalaus í tapi Pesaro

Smári Jökull Jónsson skrifar
Jón Axel mun leika með Pesaro út tímabiilið.
Jón Axel mun leika með Pesaro út tímabiilið. Vísir/Getty

Jón Axel Guðmundsson og félagar hans í Pesaro töpuðu mikilvægum leik í ítölsku deildinni í körfuknattleik nú í kvöld.

Pesaro var í heimsókn hjá Varese en liðin voru fyrir leikinn með jafnmörg stig í töflunni en fimm lið voru jöfn að stigum í 4.-8.sæti deildarinnar með 22 stig.

Heimamenn voru sterkara liðið í byrjun og leiddu með níu stigum eftir fyrsta leikhluta en í öðrum leikhluta náðu liðsmenn Pesaro vopnum sínum og staðan í hálfleik var 62-59, mikið skorað í leiknum.

Varese hélt frumkvæðinu og komst þrettán stigum yfir í þriðja leikhluta. Liði Pesaro gekk illa að minnka muninn að ráði og munaði yfirleitt um tíu stigum á liðunum í síðasta leikhlutanum.

Að lokum var það heimaliðið Varese sem fagnaði 110-99 sigri og er því komið tveimur stigum á undan Pesaro í töflunni. Jón Axel lék í tólf mínútur í dag. Hann skoraði ekki stig, klikkaði á tveimur þriggja stiga skotum en tók þrjú fráköst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×