Körfubolti

Álftanes tryggði sér sæti í efstu deild í fyrsta sinn í sögunni: Myndir

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Álftnesingar fögnuðu vel og innilega í leikslok.
Álftnesingar fögnuðu vel og innilega í leikslok. Vísir/Hulda Margrét

Álftanes mun leika í efstu deild karla í körfubolta á næsta tímabili í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir öruggan 13 stiga sigur gegn Skallagrím í kvöld, 96-83.

Þetta er ekki aðeins í fyrsta skipti sem Álftanes mun eiga lið í efstu deild karla í körfubolta, heldur verður þetta í fyrsta skipti sem félagið mun eiga lið í efstu deild í stóru boltaíþróttunum þremur.

Álftnesingar höfðu yfirhöndina gegn Skallagrími strax frá upphafsmínútum leiksins og liðið leiddi með átta stigum þegar fyrsta leikhluta lauk. Heimamenn tóku svo öll völd á vellinum í Forsetahöllinni í öðrum leikhluta og staðan var 57-34 þegar flautað var til hálfleiks.

Gestirnir klóruðu þó í bakkann í seinni hálfleik og náðu góðu áhlaupi í þriðja leikhluta þar sem liðið minnkaði muninn mest niður í 13 stig. Nær komust þeir þó ekki og Álftnesingar sigldu öruggum 13 stiga sigri heim, lokatölur 96-83 og sæti í efstu deild tryggt í fyrsta sinn í sögunni.

Ljósmyndari Vísis, Hulda Margrét, var stödd í Forsetahöllinni og fangaði stemninguna þegar sætið í Subway-deildinni var í höfn.

Vísir/Hulda Margrét

Vísir/Hulda Margrét

Vísir/Hulda Margrét

Vísir/Hulda Margrét

Vísir/Hulda Margrét

Vísir/Hulda Margrét

Vísir/Hulda Margrét

Vísir/Hulda Margrét

Vísir/Hulda Margrét

Vísir/Hulda Margrét



Fleiri fréttir

Sjá meira


×