„Þú ert bara ekki að dekka neinn“ Smári Jökull Jónsson skrifar 12. mars 2023 11:00 Umræða fór fram um gengi Keflavíkur í Subway Körfuboltakvöldi á föstudaginn. Vísir Keflvíkingar hafa verið í brekku undanfarið í Subway-deildinni og tapað fjórum leikjum í röð. Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar í Subway Körfuboltakvöldi ræddu gengi Keflavíkur í þætti vikunnar. Keflavík tapaði stórt fyrir Val á föstudaginn þegar liðin mættust í Subway-deildinni í Keflavík á föstudagskvöldið. Þetta var fjórða tap Keflavíkur í röð og annað í röð á heimavelli en báðir heimaleikirnir hafa tapast stórt. Þeir Kjartan Atli, Jón Halldór Eðvaldsson og Darri Freyr Atlason ræddu málefni Keflavíkur í þættinum Subway Körfuboltakvöld á föstudag. Jón Halldór er Keflvíkingur í húð og hár og hann hefur áhyggjur af gangi mála. „Menn eru væntanlega búnir að hafa áhyggjur af þessu í langan tíma. Þetta er búið að vera helvíti dapurt í góðan mánuð þegar Keflavík tapaði fyrir Stjörnunni í bikarnum. Það virðist allur botn hafa dottið úr þessu þá.“ „Það er eitthvað stórkostlegt að. Við erum með frábært lið, eða frábæran mannskap. Ég veit að Hörður er ekki þarna en það er engin afsökun,“ bætti Jón Halldór við en þar á hann við landsliðsmanninn Hörð Axel Vilhjálmsson sem hefur verið frá vegna meiðsla í síðustu leikjum. Klippa: Umræða í Subway Körfuboltakvöldi um Keflavík „Það fylgir rosalega mikil orka Herði þegar hann leiðir liðið varnarlega. En ef maður horfir á tölfræðiblaðið og sér að Keflavík fær á sig 50 stig inn í teig en samt skýtur Valur 40% fyrir utan þriggja stiga línuna. Þannig að þú ert ekki bara að dekka neinn,“ bætti Darri Freyr við. „Það er ekki þannig að það er verið að gefa eftir skot fyrir utan vegna þess að það er verið að múra fyrir inní eða að það sé verið að hlaupa menn af línunni sem leiðir til opinna skota inni í teig. Valur vinnur frákastabaráttuna sömuleiðis. Þarna var þetta gamla góða áræðnin og eljan sem sveik Keflvíkinga.“ Alla umræðu þeirra Kjartans Atla, Jóns Halldórs og Darra Freys má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Leik lokið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Keflavík tapaði stórt fyrir Val á föstudaginn þegar liðin mættust í Subway-deildinni í Keflavík á föstudagskvöldið. Þetta var fjórða tap Keflavíkur í röð og annað í röð á heimavelli en báðir heimaleikirnir hafa tapast stórt. Þeir Kjartan Atli, Jón Halldór Eðvaldsson og Darri Freyr Atlason ræddu málefni Keflavíkur í þættinum Subway Körfuboltakvöld á föstudag. Jón Halldór er Keflvíkingur í húð og hár og hann hefur áhyggjur af gangi mála. „Menn eru væntanlega búnir að hafa áhyggjur af þessu í langan tíma. Þetta er búið að vera helvíti dapurt í góðan mánuð þegar Keflavík tapaði fyrir Stjörnunni í bikarnum. Það virðist allur botn hafa dottið úr þessu þá.“ „Það er eitthvað stórkostlegt að. Við erum með frábært lið, eða frábæran mannskap. Ég veit að Hörður er ekki þarna en það er engin afsökun,“ bætti Jón Halldór við en þar á hann við landsliðsmanninn Hörð Axel Vilhjálmsson sem hefur verið frá vegna meiðsla í síðustu leikjum. Klippa: Umræða í Subway Körfuboltakvöldi um Keflavík „Það fylgir rosalega mikil orka Herði þegar hann leiðir liðið varnarlega. En ef maður horfir á tölfræðiblaðið og sér að Keflavík fær á sig 50 stig inn í teig en samt skýtur Valur 40% fyrir utan þriggja stiga línuna. Þannig að þú ert ekki bara að dekka neinn,“ bætti Darri Freyr við. „Það er ekki þannig að það er verið að gefa eftir skot fyrir utan vegna þess að það er verið að múra fyrir inní eða að það sé verið að hlaupa menn af línunni sem leiðir til opinna skota inni í teig. Valur vinnur frákastabaráttuna sömuleiðis. Þarna var þetta gamla góða áræðnin og eljan sem sveik Keflvíkinga.“ Alla umræðu þeirra Kjartans Atla, Jóns Halldórs og Darra Freys má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Subway-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Leik lokið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira