Körfubolti

„Hann elskar Krýsuvíkurleiðina“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigtryggur Arnar Björnsson var frábær í síðasta leik með Tindastólsliðinu.
Sigtryggur Arnar Björnsson var frábær í síðasta leik með Tindastólsliðinu. Vísir/Hulda Margrét

Sigtryggur Arnar Björnsson átti frábæran leik með Tindastól í sigri í spennuleik á móti Haukum í síðustu umferð Subway deildar karla í körfubolta. Körfuboltakvöld ræddi frammistöðu landsliðsmannsins.

„Hann varð þrítugur í vikunni og henti í þrjátíu stig, Sigtryggur Arnar Björnsson,“ hóf Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds, sérumfjöllunina um stórleik kappans.

„Hann elskar Krýsuvíkurleiðina eins og þarna. Hann er bara að taka boltann upp úr gólfinu,“ sagði Kjartan Atli.

„Er eitthvað að því að fara þessa Krýsurvíkurleið? Hún er bara mjög falleg. Að horfa á þennan gæja spila körfubolta er bara eitthvað svo huggulegt,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds.

„Það má gagnrýna alls konar ákvarðanir sem hann er að taka en þegar á öllu er á botninn hvolft þá er ógeðslega gaman að horfa á hann. Það er það sem við viljum. Við viljum horfa á flottan körfubolta og flott tilþrif. Hann gerir helling að því,“ sagði Jón Halldór.

„Þegar skotin hans eru að fara ofan í þá eru þetta eiginlega óstöðvandi hreyfingar. Við höfum séð hann vera í þessum gír í úrslitakeppninni og þá er nánast kominn einn leikur í plús fyrir Stólana,“ sagði Kjartan Atli.

„Hann er endakarl, svona gaur sem getur unnið fjórða leikhluta þegar mest er undir. Mér finnst eins og það skipti hann engu máli hvort að hann er opinn eða að skotið sé svona,“ sagði Darri Freyr Atlason, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi.

Það má sjá umfjöllunina um Sigtrygg Arnar hér fyrir neðan þar sem er fullt af tilþrifum hjá honum úr Haukaleiknum.

Klippa: Körfuboltakvöld: Hélt upp á þrítugsafmælið með þrjátíu stiga leik



Fleiri fréttir

Sjá meira


×