Lárus: „Þarna voru einhverjir aðrir sem vildu taka í taumana og ákvarða leikinn“ Siggeir Ævarsson skrifar 9. mars 2023 21:16 Lárus Jónsson gaf dómurum leiksins í kvöld ráðleggingar að leik loknum. Vísir/Hulda Margrét Það var boðið upp á alvöru naglbít í Njarðvík í kvöld þar sem heimamenn fóru með sigur af hólmi í tvíframlengdum leik gegn Þórsurum í Subway-deild karla. Lárus Jónsson, þjálfari Þórsara, var nokkuð rólegur eftir leik þrátt fyrir hátt spennustig í leiknum. „Þetta var góður leikur. Þeir voru með yfirhöndina svona framan af en svo var þetta bara stál í stál. Að það hafi verið tvíframlengt segir kannski bara svolítið um það hvernig leikurinn var.“ Þórsarar höfðu fyrir leikinn unnið fimm leiki í röð og ætluðu sér sannarlega að sækja þann sjötta í greipar Njarðvíkinga, en tapaðir boltar og slæmar ákvarðanir færðu Njarðvíkingum ódýrar körfur á silfurfati. „Við ætluðum að koma hérna og ná í sigur. Við vorum með alltof mikið af töpuðum boltum og þeir að fá of mikið af auðveldum körfum uppúr því. Mér fannst við spila góða vörn á hálfum velli en þeir voru að fá of mikið af auðveldum stigum. Svo er það ákvarðanatakan í lok 4. leikhluta. Við verðum að laga þetta. Við brjótum á þeim þrisvar sinnum og þeir fá sex víti. Við gáfum þeim ókeypis stig og það er eiginlega óafsakanlegt.“ Styrmir Snær þurfti að fara af velli með fimm villur í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Þeir bræður Styrmir Snær og Tómas Valur Þrastarsynir fóru báðir útaf með fimm villur áður en venjulegur leiktími var á enda. Það munaði heldur betur um minna fyrir gestina að missa þá útaf, sem þýddi að Vincent Shahid þurfti að bera boltann upp bróðurpartinn úr leiknum. Lárus var ekki sáttur með hvernig dómararnir fóru með Styrmi í kvöld og sendi þeim föðurleg ráð fyrir framtíðina. „Við erum með þrjá leikmenn sem bera upp boltann hjá okkur. Það eru Tómas, Styrmir og Vincent. Vincent þurfti náttúrulega að gera það lungann úr leiknum þegar þeir fóru út. Ég hvet dómarana til að skoða aftur leikinn og hvort þessar villur séu ásættanlegar. Við þurfum samt auðvitað bara að lifa með dómgæslunni eins og hún er, það þýðir ekkert að svekkja sig á henni.“ „Það er samt þumalputtaregla sem ég myndi ráðleggja dómurunum: Að dæma alvöru villu fimmtu villuna á einn af topp leikmönnunum. Leyfum góðum leikmönnum að klára leikinn. Ég hefði ekki viljað fá fimmtu villuna á Hauk þegar hann er að dripla upp boltanum.“ „Hann er reynslulítill og vissi bara ekkert hvað Styrmir var með margar villur“ Mögulega hefur Lárus eitthvað til síns máls, en fimmta villan á Styrmi var af ódýrari gerðinni og má segja að Dedrick Basile hafi kryddað viðbrögð sín vel til að selja snertinguna. „Ég á eftir að skoða þetta aftur en bara ok, áfram gakk! Áfram með leikinn. Leyfum góðum leikmönnum að spila og ákvarða leikinn. En þarna voru einhverjir aðrir sem vildu taka í taumana og ákvarða leikinn. En ég hugsa að dómarinn sem dæmi, hann er reynslulítill og hann vissi bara ekkert hvað Styrmir var með margar villur, en hann lærir af þessu.“ Þórsarar eru enn í góðum séns að ná inn í úrslitakeppnina, en þeir mega ekki misstíga sig mikið ef eitthvað á lokasprettinum. „Fyrir okkur þá munu næstu leikir segja til um það hvar við munum enda og hvort við komumst í úrslitakeppnina. Er það ekki bara gamla góða klisjan? Þú ert að reyna að verða betri. Við vorum svolítið einhæfir í kvöld þegar það fór að líða á leikinn. Þannig að það er fullt sem við getum tekið útúr þessu og bætt okkur í. Vonandi verðum við bara góðir og vonandi verðum við í úrslitakeppninni.“ Subway-deild karla UMF Njarðvík Þór Þorlákshöfn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Sjá meira
„Þetta var góður leikur. Þeir voru með yfirhöndina svona framan af en svo var þetta bara stál í stál. Að það hafi verið tvíframlengt segir kannski bara svolítið um það hvernig leikurinn var.“ Þórsarar höfðu fyrir leikinn unnið fimm leiki í röð og ætluðu sér sannarlega að sækja þann sjötta í greipar Njarðvíkinga, en tapaðir boltar og slæmar ákvarðanir færðu Njarðvíkingum ódýrar körfur á silfurfati. „Við ætluðum að koma hérna og ná í sigur. Við vorum með alltof mikið af töpuðum boltum og þeir að fá of mikið af auðveldum körfum uppúr því. Mér fannst við spila góða vörn á hálfum velli en þeir voru að fá of mikið af auðveldum stigum. Svo er það ákvarðanatakan í lok 4. leikhluta. Við verðum að laga þetta. Við brjótum á þeim þrisvar sinnum og þeir fá sex víti. Við gáfum þeim ókeypis stig og það er eiginlega óafsakanlegt.“ Styrmir Snær þurfti að fara af velli með fimm villur í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Þeir bræður Styrmir Snær og Tómas Valur Þrastarsynir fóru báðir útaf með fimm villur áður en venjulegur leiktími var á enda. Það munaði heldur betur um minna fyrir gestina að missa þá útaf, sem þýddi að Vincent Shahid þurfti að bera boltann upp bróðurpartinn úr leiknum. Lárus var ekki sáttur með hvernig dómararnir fóru með Styrmi í kvöld og sendi þeim föðurleg ráð fyrir framtíðina. „Við erum með þrjá leikmenn sem bera upp boltann hjá okkur. Það eru Tómas, Styrmir og Vincent. Vincent þurfti náttúrulega að gera það lungann úr leiknum þegar þeir fóru út. Ég hvet dómarana til að skoða aftur leikinn og hvort þessar villur séu ásættanlegar. Við þurfum samt auðvitað bara að lifa með dómgæslunni eins og hún er, það þýðir ekkert að svekkja sig á henni.“ „Það er samt þumalputtaregla sem ég myndi ráðleggja dómurunum: Að dæma alvöru villu fimmtu villuna á einn af topp leikmönnunum. Leyfum góðum leikmönnum að klára leikinn. Ég hefði ekki viljað fá fimmtu villuna á Hauk þegar hann er að dripla upp boltanum.“ „Hann er reynslulítill og vissi bara ekkert hvað Styrmir var með margar villur“ Mögulega hefur Lárus eitthvað til síns máls, en fimmta villan á Styrmi var af ódýrari gerðinni og má segja að Dedrick Basile hafi kryddað viðbrögð sín vel til að selja snertinguna. „Ég á eftir að skoða þetta aftur en bara ok, áfram gakk! Áfram með leikinn. Leyfum góðum leikmönnum að spila og ákvarða leikinn. En þarna voru einhverjir aðrir sem vildu taka í taumana og ákvarða leikinn. En ég hugsa að dómarinn sem dæmi, hann er reynslulítill og hann vissi bara ekkert hvað Styrmir var með margar villur, en hann lærir af þessu.“ Þórsarar eru enn í góðum séns að ná inn í úrslitakeppnina, en þeir mega ekki misstíga sig mikið ef eitthvað á lokasprettinum. „Fyrir okkur þá munu næstu leikir segja til um það hvar við munum enda og hvort við komumst í úrslitakeppnina. Er það ekki bara gamla góða klisjan? Þú ert að reyna að verða betri. Við vorum svolítið einhæfir í kvöld þegar það fór að líða á leikinn. Þannig að það er fullt sem við getum tekið útúr þessu og bætt okkur í. Vonandi verðum við bara góðir og vonandi verðum við í úrslitakeppninni.“
Subway-deild karla UMF Njarðvík Þór Þorlákshöfn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti