Fleiri fréttir

Magdeburg áfram á sigurbraut

SC Magdeburg, lið Gísla Þorgeirs Kristjánssonar og Ómars Inga Magnússonar heldur áfram hraðbyri að þýska deildarmeistartitinum í handbolta. Liðið hefur nú 7 stiga forystu á toppnum eftir sigur á HSG Wetzlar í dag, 26-29.

Seinni bylgjan með alla leiki kvöldsins í beinni

Stefán Árni Pálsson og félagar hans í Seinni bylgjunni munu bjóða upp á svokallaða redzone stemmningu á meðan lokaumferð Olísdeildar karla stendur. Útsendingin hefst klukkan 17:40 og verður á Stöð 2 Sport 4.

Elliði skoraði fjögur í öruggum sigri Gummersbach

Elliði Snær Viðarsson skoraði fjögur mörk úr jafn mörgum skotum er Gummersbach vann öruggan átta marka sigur gegn Hamm-Westfalen í toppslag þýsku B-deildarinnar í handbolta í kvöld, 37-29.

„Lélegasta liðið í deildinni“

„Það er algjört andleysi yfir þessu,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson um leik Aftureldingar að undanförnu í Olís-deild karla í handbolta. Mosfellingar fengu sinn skerf af gagnrýni í nýjasta þætti Seinni bylgjunnar.

Ummælum Arnars Daða vísað til aganefndar

Framkvæmdastjóri HSÍ hefur vísað ummælum Arnars Daða Arnarssonar, þjálfara Gróttu, til aganefndar þar sem hann telur þau óíþróttamannsleg og skaða ímynd handknattleiksíþróttarinnar.

Vonast til að vera klár fyrir leikina mikil­vægu gegn Austur­­ríki

Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson lék ekki með Valsmönnum er þeir unnu Hauka í Olís-deild karla í handbolta. Hann fékk skot í höfuðið á æfingu og verður frá næstu daga. Markvörðurinn knái gerir sér þó vonir um að ná landsleikjunum gegn Austurríki í næstu viku.

Sjáðu lokasekúndurnar í Eyjum sem Arnar Daði var æfur yfir

Það sauð á Arnari Daða Arnarssyni, þjálfara Gróttu, eftir tapið nauma fyrir ÍBV sem gerði út um vonir Seltirninga á að komast í úrslitakeppnina í Olís-deild karla. Arnar Daði var afar ósáttur við dómara leiksins og vandaði þeim ekki kveðjurnar.

Umfjöllun og viðtöl: KA 25-30 Selfoss | Selfoss sótti sigur á Akureyri

Næst síðasta umferð Olís deildar karla fór fram í kvöld. Mikið var undir í KA heimilinu þar sem heimamenn gátu tryggt sér sæti í úrslitakeppninni sem og þeir gerðu þrátt fyrir fimm marka tap á móti Selfoss 25 - 30, þar sem Grótta tapaði með einu í eyjum er KA öruggt í úrslitakeppnina. 

HK og Fram með sigra í Olís-deildinni

Það var nóg um líf og fjör í Olís-deild karla í kvöld. Fram fór létt með Stjörnuna, 37-27, á meðan HK vann botnslagin gegn Víkingum en HK vann tveggja marka sigur í Kórnum í Kópavogi, 28-26.

Ómar dró vagninn í dramatískum sigri Magdeburg

Selfyssingurinn Ómar Ingi Magnússon var allt í öllu er Magdeburg tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. Liðið vann dramatískan eins marks sigur á Sporting, 36-35, en Ómar kom með beinum hætti að 15 mörkum heimamanna.

Viktor Gísli stóð vaktina er GOG fór áfram | Átta mörk Bjarka dugðu ekki til

Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar hans í danska liðinu GOG eru komnir í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar í handbolta eftir samanlagðan tveggja marka sigur gegn Bidasoa Irun í kvöld, 33-31. Bjarki Már Elísson og félagar hans í Lemgo féllu hins vegar úr leik eftir jafntefli gegn Wisla Plick frá Póllandi.

Viggó vongóður um að geta beitt sér gegn Austurríki

Viggó Kristjánsson meiddist í ökkla þegar íslenska landsliðið kom saman til æfinga hér á landi í síðasta mánuði en reiknar með því að geta látið til sín taka í landsleikjunum mikilvægu gegn Austurríki.

Dæmdi hjá systur sinni

Sú sérstaka staða kom upp í viðureign KA/Þórs og HK í Olís-deild kvenna í handbolta að annar dómara leiksins dæmdi hjá systur sinni.

Skandall ef Afturelding kemst ekki í úrslitakeppnina

Jóhanni Gunnari Einarssyni þykir leiðinlegt að sjá hvernig komið er fyrir Aftureldingu, hans gamla liði. Theodór Ingi Pálmason segir það skandal ef Mosfellingar komast ekki í úrslitakeppnina.

Orri Freyr og Aron Dagur einum sigri frá fullkomnu tímabili

Arri Freyr Þorkelsson, Aron Dagur Pálsson og félagar þeirra í Elverum eru enn með fullt hús stiga þegar aðeins ein umferð er eftir af norsku deildinni í handbolta, en liðið vann fimm marka sigur gegn Kristiansand fyrr í dag, 38-33.

Sjá næstu 50 fréttir