Steinunn vildi fara fyrr af stað en sjúkraþjálfarinn hélt aftur af henni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. apríl 2022 15:30 Steinunn Björnsdóttir hefur verið einn allra besta leikmaður Olís-deildarinnar undanfarin ár og endurkoma hennar eflir Framliðið til muna. stöð 2 sport Fram fékk heldur betur búbót fyrir lokasprett tímabilsins þegar Steinunn Björnsdóttir sneri aftur á völlinn í stórsigri liðsins á Aftureldingu, 20-39. Steinunn hefur ekkert spilað í tæpt ár eftir að hafa slitið krossband í hné. Lítið ryð var í henni í fyrsta leiknum eftir þetta langa hlé og hún skoraði sex mörk gegn Aftureldingu. „Þetta var æðisleg tilfinning og ég trúi því eiginlega ekki að það sé komið ár síðan ég sleit. Ég ótrúlega þakklát hvað þetta gekk vel. Mér líður ótrúlega vel og líkaminn svaraði vel,“ sagði Steinunn í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Þurfti að hlusta á sérfræðingana Hún segir að hún hafi getað snúið aftur á völlinn fyrr en engin áhætta hafi verið tekin vegna hættunar á bakslagi. „Það er svolítið síðan en maður þarf að hlusta á sérfræðingana sína. Þannig ég þurfti aðeins að bíða lengur og láta tímann líða því maður er líklegri til að slíta eftir því sem maður fer fyrr af stað. En ég er með mjög góðan sjúkraþjálfara sem hélt aftur af mér. Hann hleypti mér núna af stað og ég held að þetta hafi verið réttur tími,“ sagði Steinunn. Klippa: Seinni bylgjan - Steinunn Björnsdóttir Fram er með eins stigs forskot á Val á toppi Olís-deildarinnar. Liðin mætast í næstu umferð í hálfgerðum úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn næsta laugardaginn. Steinunn verður með í þeim leik. „Ég ætla ekki að stoppa núna,“ sagði Steinunn brosandi. „Ég er ótrúlega spennt fyrir laugardeginum. Það var gott að fá þennan leik í gær [á laugardaginn] til að fá smá sjálfstraust og tilfinningu fyrir þessu. Leikurinn á laugardaginn verður hörkuleikur og ég hlakka hrikalega mikið til.“ Útilokar ekki landsleikina Íslenska landsliðið mætir Svíþjóð og Serbíu í síðustu tveimur leikjum sínum í undankeppni EM síðar í mánuðinum. Steinunn vonast til að vera með í leikjunum enda á Ísland enn möguleika á að komast á EM. „Ég viðurkenni að ég hef hugsað um það og pælt í því. Addi [Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari] hefur sýnt mér smá áhuga en ég ætla ekki að taka neina ákvörðun strax. Ég ætla að sjá hvernig Valsleikurinn fer og hvernig dagarnir á næstunni verða. Ég upplifi mig að einhverju leyti tilbúna en það verður gaman að máta sig við Valsliðið sem er að spila ótrúlega vel,“ sagði Steinunn. „Ég ætla bara sjá hvar styrkurinn manns liggur og nákvæmlega hvernig formi maður er í. Það er kannski ekki hægt að segja neitt til um það fyrr en eftir þann leik.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild kvenna Fram Seinni bylgjan Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ Sjá meira
Steinunn hefur ekkert spilað í tæpt ár eftir að hafa slitið krossband í hné. Lítið ryð var í henni í fyrsta leiknum eftir þetta langa hlé og hún skoraði sex mörk gegn Aftureldingu. „Þetta var æðisleg tilfinning og ég trúi því eiginlega ekki að það sé komið ár síðan ég sleit. Ég ótrúlega þakklát hvað þetta gekk vel. Mér líður ótrúlega vel og líkaminn svaraði vel,“ sagði Steinunn í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Þurfti að hlusta á sérfræðingana Hún segir að hún hafi getað snúið aftur á völlinn fyrr en engin áhætta hafi verið tekin vegna hættunar á bakslagi. „Það er svolítið síðan en maður þarf að hlusta á sérfræðingana sína. Þannig ég þurfti aðeins að bíða lengur og láta tímann líða því maður er líklegri til að slíta eftir því sem maður fer fyrr af stað. En ég er með mjög góðan sjúkraþjálfara sem hélt aftur af mér. Hann hleypti mér núna af stað og ég held að þetta hafi verið réttur tími,“ sagði Steinunn. Klippa: Seinni bylgjan - Steinunn Björnsdóttir Fram er með eins stigs forskot á Val á toppi Olís-deildarinnar. Liðin mætast í næstu umferð í hálfgerðum úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn næsta laugardaginn. Steinunn verður með í þeim leik. „Ég ætla ekki að stoppa núna,“ sagði Steinunn brosandi. „Ég er ótrúlega spennt fyrir laugardeginum. Það var gott að fá þennan leik í gær [á laugardaginn] til að fá smá sjálfstraust og tilfinningu fyrir þessu. Leikurinn á laugardaginn verður hörkuleikur og ég hlakka hrikalega mikið til.“ Útilokar ekki landsleikina Íslenska landsliðið mætir Svíþjóð og Serbíu í síðustu tveimur leikjum sínum í undankeppni EM síðar í mánuðinum. Steinunn vonast til að vera með í leikjunum enda á Ísland enn möguleika á að komast á EM. „Ég viðurkenni að ég hef hugsað um það og pælt í því. Addi [Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari] hefur sýnt mér smá áhuga en ég ætla ekki að taka neina ákvörðun strax. Ég ætla að sjá hvernig Valsleikurinn fer og hvernig dagarnir á næstunni verða. Ég upplifi mig að einhverju leyti tilbúna en það verður gaman að máta sig við Valsliðið sem er að spila ótrúlega vel,“ sagði Steinunn. „Ég ætla bara sjá hvar styrkurinn manns liggur og nákvæmlega hvernig formi maður er í. Það er kannski ekki hægt að segja neitt til um það fyrr en eftir þann leik.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild kvenna Fram Seinni bylgjan Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ Sjá meira