Handbolti

Handbolti í Heiðursstúkunni: „Mjög hræddur um líf mitt ef ég myndi slysast til að vinna þig“

Sindri Sverrisson skrifar
Svava Kristín og Stefán Árni háðu spennandi keppni.
Svava Kristín og Stefán Árni háðu spennandi keppni. vísir

Í tilefni þess að úrslitin eru um það bil að ráðast í Olís-deildum karla og kvenna var handboltinn allsráðandi í þætti vikunnar af spurningaþættinum Heiðursstúkunni.

Jóhann Fjalar fékk umsjónarmenn Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport, þau Svövu Kristínu Gretarsdóttur og Stefán Árna Pálsson, til að keppa. Þáttinn má sjá hér að neðan.

Klippa: Heiðursstúkan - Handboltaþema

Stefán var fljótur að taka fram að spurningakeppnir væru ekki hans ær og kýr en Svava gaf lítið fyrir slíkt tal.

„Kviss-drottningin hérna við hliðina á mér er með ákveðið forskot, og svo er ég hræddur við að vinna hana líka. Bara mjög hræddur um líf mitt ef ég myndi slysast til að vinna þig,“ sagði Stefán Árni léttur en Svava skapaði sér ákveðið orðspor sem mikil, eða mjög mikil, keppnismanneskja í síðustu þáttaröð af Kviss á Stöð 2:

„Það má segja það. Ég hef ekki fengið neinn til að spila við mig síðan,“ sagði Svava sposk og bætti við: „Fjölskyldan, vinir… það vill enginn spila við mig lengur. Þetta gæti orðið mjög erfitt. Spurningarnar verða að vera í lagi og þú mátt alls ekki vinna.“

Hér að ofan má sjá þáttinn og hvernig keppendur tóku tapi og sigri að þessu sinni.


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×