Fleiri fréttir

Darri fer til Parísar eftir tímabilið

Handboltamaðurinn Darri Aronsson hleypir heimdraganum í sumar þegar hann gengur í raðir franska liðsins Ivry. Hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við Ivry.

Valsmenn unnu fyrstu bikartvennuna á öldinni

Valur varð um síðustu helgi bikarmeistari í bæði karla- og kvennaflokki í handbolta eftir sigra í úrslitaleikjunum á Ásvöllum. Það er langt frá því að vera árlegur viðburður að sama félag vinni bikarinn hjá báðum kynjum.

Búinn að sjá medalíu með landsliðinu fyrir sér í mörg ár

Bjarki Már Elísson er markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar. Hann er ánægður með hvernig honum hefur vegnað að undanförnu og hlakkar til að fara til ungverska stórliðsins Veszprém. Bjarki ætlar að vinna til verðlauna með íslenska landsliðinu.

Örvhentu skytturnar áfram hjá meisturunum

Eftir að hafa tryggt sér annan bikarmeistaratitil sinn í röð um helgina tilkynntu Íslands- og bikarmeistarar Vals í handbolta karla um að samningar hefðu verið framlengdir við helstu örhventu skyttur liðsins.

FH staðfestir komu Einars Braga

Skyttan efnilega Einar Bragi Aðalsteinsson mun ganga til liðs við FH í sumar og hefur skrifað undir samning til tveggja ára við félagið.

Hafþór til Þýskalands eftir tímabilið

Handboltamaðurinn Hafþór Már Vignisson gengur í raðir þýska B-deildarliðsins Empor Rostock frá Stjörnunni í sumar. Hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við Empor Rostock.

Snorri Steinn: Svakalega glaður og stoltur af liðinu

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var að vonum ánægður eftir sigurinn á KA, 36-32, í úrslitaleik Coca Cola bikar karla í handbolta í dag. Þetta var fjórði stóri titilinn sem Valur vinnur undir stjórn Snorra og sá þriðji á síðustu níu mánuðum. Þeir hafa allir unnist á Ásvöllum.

GOG styrkir stöðu sína á toppnum

Það var mikið spilað í danska handboltanum í dag. Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í GOG eru í góðum málum á toppi úrvalsdeildar karla á meðan að Kolding, með Ágúst Elí innanborðs, eru í slæmri stöðu á hinum enda deildarinnar. Steinun Hansdóttir gerði eitt mark fyrir Skanderborg í úrvalsdeild kvenna. 

Ágúst Þór Jóhannsson: Við áttum þennan sigur skilið

Valur er bikarmeistari kvenna í Coca Cola bikarnum eftir sex marka sigur á Fram. Jafnræði var stærstan hluta leiks en Valskonur náðu góðu forskoti rétt undir lok leiks og sigruðu að lokum 25-19. Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, var að vonum virkilega ánægður með titillinn.

Aron með tvö mörk í stórsigri

Álaborg vann 12 marka stórsigur á Skanderborg, 38-26, í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk í leiknum.

Lærisveinar Guðjóns Vals áfram á sigurbraut

Það virðist einungis tímaspursmál hvenær Gummersbach tryggir sér sæti í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Liðið vann Emsdetten með þremur mörgum í Íslendingaslag í kvöld, lokatölur 32-29.

Bjarni skoraði sjö í naumu tapi gegn toppliðinu

Bjarni Ófeigur Valdimarsson og félagar hans í Skövde þurftu að sætta sig við tveggja marka tap er liðið heimsótti topplið Sävehof í sænsku deildinni í handbolta í kvöld, 30-28.

Teitur og félagar enduðu riðlakeppnina á tapi

Teitur Örn Einarsson og félagar hans í Flensburg máttu þola sjö marka tap, 29-22, er liðið heimsótti Barcelona í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld.

„Að deyja úr spenningi“ en í hefndarhug

„Þetta eru skemmtilegustu leikirnir og þeir draga fram það besta hjá öllum,“ segir Morgan Marie Þorkelsdóttir, leikmaður Vals, fyrir undanúrslitaleikinn við ÍBV í dag í Coca Cola-bikarnum í handbolta.

„Við viljum bara hefna fyrir þann leik“

Hildur Þorgeirsdóttir og félagar í Fram ætla að reyna að stöðva sigurgöngu Íslands- og bikarmeistara KA/Þórs í undanúrslitum Coca Cola bikars kvenna í handbolta í kvöld.

„Í draumaheimi myndi það gerast“

Birna Berg Haraldsdóttir, leikmaður ÍBV, vonar að veðrið trufli ekki þá Eyjamenn sem ætla upp á land til að styðja við Eyjakonur í undanúrslitum Coca Cola-bikars kvenna í handbolta í kvöld.

Bjarki markahæstur í Íslendingaslag Evrópudeildarinnar

Bjarki Már Elísson var markahæsti maður vallarins með tíu mörk er Lemgo hafði betur 39-35 gegn Viktori Gísla Hallgrímssyni og félögum hans í toppliði GOG í B-riðili Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir