Handbolti

GOG styrkir stöðu sína á toppnum

Atli Arason skrifar
Viktor Gísli Hallgrímsson.jfif

Það var mikið spilað í danska handboltanum í dag. Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í GOG eru í góðum málum á toppi úrvalsdeildar karla á meðan að Kolding, með Ágúst Elí innanborðs, eru í slæmri stöðu á hinum enda deildarinnar. Steinun Hansdóttir gerði eitt mark fyrir Skanderborg í úrvalsdeild kvenna. 

Viktor Gísli spilaði allan leikinn fyrir GOG í tveggja marka sigri á Mors-Thy, 31-29.Viktor Gísli varði 11 af 40 skotum eða 27,5% markvarsla. Sigur GOG þýðir að liðið styrkir stöðu sína á toppi deildarinnar. GOG er nú með 46 stig í efsta sætinu, fimm stigum meira en Aron Pálmarsson og félagar í Álaborg.

Ágúst Elí Björgvinsson spilaði einnig allan leikinn í marki Kolding. Kolding tapaði með tíu marka mun, 30-20, á útivelli gegn Skjern. Ágúst varði 14 skot af 42 sem hann fékk á sig, 33,33% markvarsla. Kolding er í 14. sæti deildarinnar með 13 stig eftir 24 leiki.

Steinunn Hansdóttir skoraði eitt mark fyrir Skanderborg í þriggja mark tapi gegn Horsens í úrvalsdeild kvenna, 21-24. Skanderborg er í 12. sæti deildarinnar með 13 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×