Handbolti

Aron með tvö mörk í stórsigri

Atli Arason skrifar
Aron Pálmarsson ásamt Felix Claar.
Aron Pálmarsson ásamt Felix Claar. Getty

Álaborg vann 12 marka stórsigur á Skanderborg, 38-26, í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk í leiknum.

Með sigrinum minnkar Álaborg forskot GOG á toppi deildarinnar niður í þrjú stig. GOG á þó einn leik til góða á Álaborg sem er í öðru sæti með 41 stig. Skanderborg er áfram í fjórða sætinu með 32 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.