Fleiri fréttir

Mótshaldarar rugluðu saman sýnum og Mandic er með

Króatar fengu að vita rétt fyrir leik sinn við Svartfjallaland, sem nú stendur yfir á EM í handbolta, að David Mandic mætti spila þrátt fyrir að hafa misst af síðasta leik vegna kórónuveirusmits.

Björgvin: Þetta var mikið sjokk

„Heilsan á mér góð og ég held að hinir séu í þokkalegum málum líka,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson í samtali við Vísi í dag en hann er í einangrun á herberginu sinu í Búdapest eftir að hafa fengið Covid.

Segir ekkert vit í að halda EM áfram

Nú þegar yfir hundrað leikmenn sem spila áttu á Evrópumótinu í handbolta hafa frá áramótum smitast af kórónuveirunni telur sérfræðingur TV 2 í Danmörku að ekkert vit sé í að halda mótinu áfram.

Strákarnir sem þurfa að fylla í stóru skörðin

Líf, ertu að grínast? Einmitt þegar íslenska karlalandsliðið í handbolta var á uppleið og með gríðarlega mikinn meðbyr duttu fimm leikmenn út vegna veiruskrattans. En hverjir koma til með að fylla í skörð fimmmenninganna.

Íslensku dómararnir úr leik á EM vegna smits

Kórónuveiran hefur ekki aðeins hrellt íslenska landsliðsmenn á Evrópumótinu í handbolta, því íslenska dómaraparið á mótinu hefur einnig stimplað sig út vegna smits.

Aron og Bjarki líka með Covid

Strákarnir okkar fengu annan skell í morgun þegar í ljós kom að Aron Pálmarsson og Bjarki Már Elísson séu með Covid. Fimm leikmenn liðsins eru því orðnir smitaðir.

Fram fór illa með botnliðið

Fram og Afturelding mættust í eina leik kvöldsins í Olís-deild kvenna í handbolta. Heimakonur unnu sannkallaðan stórsigur en leiknum lauk með sextán marka sigri Fram, lokatölur 38-22.

Þrír smitaðir í íslenska liðinu

Það berast ekki góð tíðindi úr herbúðum strákanna okkar kvöldið fyrir fyrsta leik í milliriðli. Þrír leikmenn liðsins eru komnir með Covid.

Sveinar Erlings „reru“ sér vart fyrir kæti

Hollendingar komust með dramatískum hætti áfram með Íslendingum í milliriðlakeppnina á EM í handbolta í gær, í fyrsta sinn í sögunni, og fögnuður þeirra var ósvikin.

Alfreð Gísla um öll smitin: Þetta er búið að vera mjög skrautlegt

Alfreð Gíslason, þjálfari þýska landsliðsins í handbolta, þurfti að vera með stórt leikmanna útkall í miðri riðlakeppni EM eftir að fjöldi leikmanna hans höfðu smitast af kórónuveirunni. Þrátt fyrir það tókst þýska liðinu að spila frábæran leik og vinna stóran sigur á Pólverjum.

Aron: Þetta er geggjað lið

Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var himinlifandi með eins marks sigur liðsins gegn Ungverjum í lokaumferð riðlakeppni EM í gær. Hann segir það auðvelt að spila svona góðan sóknarleik með liðinu sem Ísland teflir fram í ár.

Skýrsla Henrys: Guttarnir hans Gumma orðnir fullorðnir

Maður hefur upplifað margt á mörgum stórmótum með landsliðinu en að rota Ungverja fyrir framan 20 þúsund manns og senda þá í frí á meðan Ísland fer með tvö stig í milliriðil er með því skemmtilegra. Þvílíkt kvöld í Búdapest!

Ómar Ingi: Ég reyndi bara að vera kúl

Ómar Ingi Magnússon skoraði átta mörk þegar Ísland vann Ungverjaland, 31-30, í lokaleik sínum í B-riðli Evrópumótsins í handbolta. Með sigrinum tryggðu Íslendingar sér sæti í milliriðli og þeir fara þangað með tvö stig.

Twitter bregst við sigrinum: „Haltu kjafti hvað þetta var geggjað!“

Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu unnu gríðarlega mikilvægan eins marks sigur gegn Ungverjum í lokaleik riðlakeppninnar á EM í handbolta í kvöld og taka því tvö stig með sér í milliriðil. Stuðningsmenn liðsins létu vel í sér heyra á samfélagsmiðlinum Twitter.

Dagskrá Íslands í milliriðlinum: Byrja gegn heimsmeisturunum

Eins og flestir ættu að vita tryggði íslenska karlalandsliðið í handbolta sér sæti í millirðili með eins marks sigri gegn Ungverjum fyrr í kvöld. Ísland mætir Dönum í fyrsta leik í milliriðlinum, en Danir eru ríkjandi hemsmeistarar.

Lærisveinar Alfreðs tryggðu sér sigur í D-riðli

Á sama tíma og strákarnir okkar glímdu við Ungverja á EM í handbolta áttust Pólverjar og Þjóðverjar við í D-riðli. Þýsku strákarnir hans Alfreðs Gíslasonar tryggðu sér sigur í riðlinum með því að leggja Pólverja 30-23.

Guðmundur gerir eina breytingu

Teitur Örn Einarsson verður í íslenska landsliðshópnum sem mætir Ungverjalandi á EM í handbolta klukkan 17, í leik sem nánast er upp á líf og dauða.

Ómar Ingi: Held við séum tilbúnir

Ómar Ingi Magnússon verður væntanlega í lykilhlutverki hjá íslenska landsliðinu í kvöld gegn Ungverjum og hann ætlar sér stóra hluti.

Sjá næstu 50 fréttir