Ómar Ingi segir að stressið hafi einfaldlega ekki náð til sín á lokakaflanum sem var æsispennandi.
„Ég hugsaði bara ekki. Ég pældi ekki í stöðunni og reyndi bara að vera kúl,“ sagði Ómar Ingi við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn.
„Þetta gekk fínt. Ég er stoltur af liðinu. Þetta var klassaleikur. Við breyttum varnarskipulaginu og ætluðum að tvö- eða þrefalda á línumanninn og gerðum það vel. Svo var Bjöggi flottur í markinu.“
Ómar Ingi sagði tilfinninguna eftir leik góða. „Mér líður mjög vel. Þetta er klassi, klassaframmistaða hjá liðinu, og við höldum áfram.“
Selfyssingurinn segir að þessi dagur gleymist seint. „Þetta var geðveikt. Ég veit ekki hvað ég á að segja. Við vorum bara betri,“ sagði Ómar Ingi að endingu.