Handbolti

Ómar Ingi: Held við séum tilbúnir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ómar Ingi á ferðinni gegn Portúgal.
Ómar Ingi á ferðinni gegn Portúgal. vísir/epa

Ómar Ingi Magnússon verður væntanlega í lykilhlutverki hjá íslenska landsliðinu í kvöld gegn Ungverjum og hann ætlar sér stóra hluti.

„Við erum búnir að gera okkar í fyrstu leikjum og erum því í fínni stöðu. Þetta er hörkulið. Full höll og úrslitaleikur. Þetta verður alvöru,“ segir Ómar Ingi yfirvegaður.

„Okkur hlakkar til og þetta verður gaman. Við vitum að við verðum að spila okkar besta leik til þess að vinna.“

Það er búið að bíða eftir því að þetta lið springi út og sýni þjóðinni hvað í það er spunnið. Tækifærið til að sýna það er núna.

„Ég held að við séum tilbúnir. Það er góður andi og höfum lært af reynslunni og vitum hvað við þurfum að gera. Vonandi tekst okkur að ná því fram.“

Klippa: Ómar Ingi brattur fyrir kvöldið

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×