Einkunnir strákanna á móti Ungverjum: Bjarki og Björgvin bestir en þrír fá sexu Íþróttadeild Vísis skrifar 18. janúar 2022 19:39 Níu marka maðurinn Bjarki Már Elísson fagnar sigri með liðsfélögum okkar í íslenska landsliðinu eftir sigurinn á Ungverjum. EPA-EFE/Tamas Kovacs Það voru margir að spila vel í sigrinum á Ungverjum í kvöld enda þurfti mikið til að vinna heimamenn fyrir framan troðfulla og blóðheita tuttugu þúsund manna höll. Íslenska handboltalandsliðið vann frábæran eins marks sigur á Ungverjum, 31-30, í þriðja og síðasta leik sínum í B-riðli á Evrópumeistaramótinu 2022 í Ungverjalandi og Slóvakíu. Það hefur verið magnað að fylgjast með íslenska landsliðinu á mótinu en uppskeran í riðlinum eru þrír sigrar og fullt hús. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland klárar riðil á EM með fullt hús. Sóknarleikur liðsins hefur verið magnaður og það þótt að línan sé að gefa liðinu lítið sem ekkert. Útilínan sundurspilar mótherjanna og gegn Ungverjunum voru báðir okkar frábæru hornamenn líka í stuði. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Bjarki Már Elísson og Björgvin Páll Gústavsson voru bestu leikmenn íslenska liðsins í kvöld að mati okkar. Bjarki nýtti færin frábærlega og skoraði sjö mörk í seinni hálfleik og Björgvin Páll varði rosalega mikilvæga bolta í lokin. Sigvaldi Guðjónsson fær líka sexu og þá fá þeir Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Guðmundur Guðmundsson þjálfari einnig fimmu. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Ungverjalandi: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Björgvin Páll Gústavsson, mark - 6 (16/1 varin skot- 54:37 mín.) Okkar maður í markinu var í heimsklassa. Ótrúlega yfirvegaður og rólegur allan leikinn. Best var að hann steig fram þegar mest á reyndi í lokin og hefur ekki verið í betra formi síðan á Ólympíuleikunum í Peking. Frábært að sjá íslenskan markvörð gera út leik. Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 6 (9/2 mörk - 59:46 mín.) Lék sinn langbesta landsleik. Eftir náðuga daga í Búdapest fékk hann þá þjónustu sem hann þarf. Það þarf sterk bein til að framkalla leik eins og hann gerði fyrir framan tuttugu þúsund áhorfendur. Það kemur engum á óvart að hann sé markahæstur í Þýskalandi ár eftir ár. Þetta er sá Bjarki sem Ísland þarf. Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 3 (2 mörk - 47:30 mín.) Fyrirliðinn átti afar erfitt uppdráttar í leiknum. Fann engan takt og virkaði ragur og hræddur. Það sást langar leiðir. Margir hafa beðið eftir því að hann nái að hámarka árangur sinn með íslenska landsliðinu leik eftir leik. Nú er tækifærið og rétti tíminn til að sýna að hann sé á meðal bestu handboltamanna heims. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 5 (4 mörk - 27:45 mín.) Leikstjórnandi í fremstu röð. Maður sem íslenska landsliðinu hefur sárvantað í nokkur ár. Árásargjarn og fluglæs á leikinn. Hugsar fyrst og síðast um samherja sína og liðið. Drifkraftur hans smitar út frá sér til annarra leikmanna. Takið eftir: Hann er rétt að hefja ferilinn með íslenska landsliðinu. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 5 (8 mörk - 52:38 mín.) Íþróttamaður ársins var stórkostlegur í fyrri hálfleik. Hefur átt erfitt uppdráttar með íslenska landsliðinu en í þessum þremur leikjum á Evrópumótinu hefur hann sýnt okkur hvers hann er megnugur. Missti aðeins hausinn undir lok leiksins en við eigum án nokkurs vafa eftir að sjá meira frá þessum magnaða leikmanni í framtíðinni. Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 6 (5 mörk - 59:14 mín.) Þvílík búbót fyrir íslenska landsliðið. Leikmaður í algjörum heimsklassa og stendur fyllilega jafnfætis bestu hornamönnum heimsins í sinni stöðu. Fer létt með að feta í fótsport snillinga sem hafa fyllt þessa stöðu í íslenska landsliðinu síðustu áratugi. Ýmir Örn Gíslason, lína - 3 (1 mark, 4 stopp - 46:51 mín.) Varnarjaxlinn sterki átti erfitt uppdráttar eins og í síðasta leik. Þrjár brottvísanir voru afar dýrar og klaufalegar. Nú þarf Ýmir að hreinsa hausinn fyrir komandi átök. Það vita allir hversu mikilvægur hann er íslenska landsliðinu. Hans hlutverk er að toppa sjálfan sig í næstu leikjum. Elvar Örn Jónsson, vörn - 4 (1 mark, 2 stopp - 27:13 mín.) Bregst sjaldan. Varnarleikur upp á tíu hjá honum gegn afar erfiðum andstæðingi í Búdapest. Auðvitað er hægt að týna til hnökra en viljinn og krafturinn geislar af þessum snjalla leikmanni frá Selfossi. Maður sem leggur sig alltaf 110 prósent í verkefnið. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Ólafur Guðmundsson, vinstri skytta - 3 (0 mörk - 11:56 mín.) Kom lítið við sögu í leiknum en allir vita hvað Ólafur getur og hvað Ólafur kann. Nú þarf hann að leggjast á koddann, hugsa næsta leik í stöðunni. Ísland þarf á leikmönnum eins og Ólafi að halda í framhaldinu og það veit hann best sjálfur. Elliði Snær Viðarsson, lína - 3 (1 mark - 24:40 mín.) Reynsluleysi kom Elliða enn og aftur í koll en engum dylst hvað hann kann og hvað hann getur. Það er hrein unun að sjá viljann og keppnisskapið sem geislar af Eyjapeyjanum. Yndislegur viðauki, enn og aftur, við frábæran íslenskan landsliðshóp. Arnar Freyr Arnarsson, lína - 3 (1 stopp - 7:06 mín.) Kom inn á erfiðum tímapunkti og skilaði sínu. Hann þarf hins vegar að vera klár í bátana í næstu leikjum því það er ljóst að bæði Ýmir og Elliði þreytast. Hans tækifæri liggur í þeim leikjum sem eru fram undan í milliriðlinum.Viggó Kristjánsson, hægri skytta - spilaði of lítið (44 sekúndur) Viktor Gísli Hallgrímsson, mark - spilaði ekkert Orri Freyr Þorkelsson, vinstra horn - spilaði ekkert Teitur Örn Einarsson, hægri skytta - spilaði ekkert Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - spilaði ekkertGuðmundur Guðmundsson, þjálfari - 5 Landsliðsþjálfarinn ætlaði sér þrjú ár í að koma liðinu í fremstu röð. Sóknarleikur íslenska liðsins á mótinu hefur verið stórkostlegur. Varnarleikurinn alls ekki slæmur en þessi vörn útheimtir ekki bara orku heldur ótrúlega útsjónarsemi. Undirbúningur íslenska liðsins í öllum leikjum þremur, frá þjálfarans hendi, er upp á tíu. Þegar Guðmundur er í góðum gír fer enginn í hans skó sem sást best á því að hann hafði skynsemi til að bakka með vörnina þegar á þurfti að halda. Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Einkunnir strákanna á móti Hollandi: Sigvaldi bestur en Janus stal senunni Það þurfti ískaldan varamann til að redda málunum á móti Hollandi á EM í kvöld eftir að erfiðar tólf mínútur fóru langt með að klúðra góðum leik fram að því. 16. janúar 2022 22:16 Einkunnir strákanna okkar á móti Portúgal: Gísli bestur en margir góðir Guðmundur Guðmundsson lagði leikinn frábærlega upp og leikstjórnandinn var besti maður íslenska liðsins sem fékk að launum óskabyrjun á Evrópumótinu í handbolta. 14. janúar 2022 22:00 Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið vann frábæran eins marks sigur á Ungverjum, 31-30, í þriðja og síðasta leik sínum í B-riðli á Evrópumeistaramótinu 2022 í Ungverjalandi og Slóvakíu. Það hefur verið magnað að fylgjast með íslenska landsliðinu á mótinu en uppskeran í riðlinum eru þrír sigrar og fullt hús. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland klárar riðil á EM með fullt hús. Sóknarleikur liðsins hefur verið magnaður og það þótt að línan sé að gefa liðinu lítið sem ekkert. Útilínan sundurspilar mótherjanna og gegn Ungverjunum voru báðir okkar frábæru hornamenn líka í stuði. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Bjarki Már Elísson og Björgvin Páll Gústavsson voru bestu leikmenn íslenska liðsins í kvöld að mati okkar. Bjarki nýtti færin frábærlega og skoraði sjö mörk í seinni hálfleik og Björgvin Páll varði rosalega mikilvæga bolta í lokin. Sigvaldi Guðjónsson fær líka sexu og þá fá þeir Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Guðmundur Guðmundsson þjálfari einnig fimmu. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Ungverjalandi: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Björgvin Páll Gústavsson, mark - 6 (16/1 varin skot- 54:37 mín.) Okkar maður í markinu var í heimsklassa. Ótrúlega yfirvegaður og rólegur allan leikinn. Best var að hann steig fram þegar mest á reyndi í lokin og hefur ekki verið í betra formi síðan á Ólympíuleikunum í Peking. Frábært að sjá íslenskan markvörð gera út leik. Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 6 (9/2 mörk - 59:46 mín.) Lék sinn langbesta landsleik. Eftir náðuga daga í Búdapest fékk hann þá þjónustu sem hann þarf. Það þarf sterk bein til að framkalla leik eins og hann gerði fyrir framan tuttugu þúsund áhorfendur. Það kemur engum á óvart að hann sé markahæstur í Þýskalandi ár eftir ár. Þetta er sá Bjarki sem Ísland þarf. Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 3 (2 mörk - 47:30 mín.) Fyrirliðinn átti afar erfitt uppdráttar í leiknum. Fann engan takt og virkaði ragur og hræddur. Það sást langar leiðir. Margir hafa beðið eftir því að hann nái að hámarka árangur sinn með íslenska landsliðinu leik eftir leik. Nú er tækifærið og rétti tíminn til að sýna að hann sé á meðal bestu handboltamanna heims. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 5 (4 mörk - 27:45 mín.) Leikstjórnandi í fremstu röð. Maður sem íslenska landsliðinu hefur sárvantað í nokkur ár. Árásargjarn og fluglæs á leikinn. Hugsar fyrst og síðast um samherja sína og liðið. Drifkraftur hans smitar út frá sér til annarra leikmanna. Takið eftir: Hann er rétt að hefja ferilinn með íslenska landsliðinu. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 5 (8 mörk - 52:38 mín.) Íþróttamaður ársins var stórkostlegur í fyrri hálfleik. Hefur átt erfitt uppdráttar með íslenska landsliðinu en í þessum þremur leikjum á Evrópumótinu hefur hann sýnt okkur hvers hann er megnugur. Missti aðeins hausinn undir lok leiksins en við eigum án nokkurs vafa eftir að sjá meira frá þessum magnaða leikmanni í framtíðinni. Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 6 (5 mörk - 59:14 mín.) Þvílík búbót fyrir íslenska landsliðið. Leikmaður í algjörum heimsklassa og stendur fyllilega jafnfætis bestu hornamönnum heimsins í sinni stöðu. Fer létt með að feta í fótsport snillinga sem hafa fyllt þessa stöðu í íslenska landsliðinu síðustu áratugi. Ýmir Örn Gíslason, lína - 3 (1 mark, 4 stopp - 46:51 mín.) Varnarjaxlinn sterki átti erfitt uppdráttar eins og í síðasta leik. Þrjár brottvísanir voru afar dýrar og klaufalegar. Nú þarf Ýmir að hreinsa hausinn fyrir komandi átök. Það vita allir hversu mikilvægur hann er íslenska landsliðinu. Hans hlutverk er að toppa sjálfan sig í næstu leikjum. Elvar Örn Jónsson, vörn - 4 (1 mark, 2 stopp - 27:13 mín.) Bregst sjaldan. Varnarleikur upp á tíu hjá honum gegn afar erfiðum andstæðingi í Búdapest. Auðvitað er hægt að týna til hnökra en viljinn og krafturinn geislar af þessum snjalla leikmanni frá Selfossi. Maður sem leggur sig alltaf 110 prósent í verkefnið. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Ólafur Guðmundsson, vinstri skytta - 3 (0 mörk - 11:56 mín.) Kom lítið við sögu í leiknum en allir vita hvað Ólafur getur og hvað Ólafur kann. Nú þarf hann að leggjast á koddann, hugsa næsta leik í stöðunni. Ísland þarf á leikmönnum eins og Ólafi að halda í framhaldinu og það veit hann best sjálfur. Elliði Snær Viðarsson, lína - 3 (1 mark - 24:40 mín.) Reynsluleysi kom Elliða enn og aftur í koll en engum dylst hvað hann kann og hvað hann getur. Það er hrein unun að sjá viljann og keppnisskapið sem geislar af Eyjapeyjanum. Yndislegur viðauki, enn og aftur, við frábæran íslenskan landsliðshóp. Arnar Freyr Arnarsson, lína - 3 (1 stopp - 7:06 mín.) Kom inn á erfiðum tímapunkti og skilaði sínu. Hann þarf hins vegar að vera klár í bátana í næstu leikjum því það er ljóst að bæði Ýmir og Elliði þreytast. Hans tækifæri liggur í þeim leikjum sem eru fram undan í milliriðlinum.Viggó Kristjánsson, hægri skytta - spilaði of lítið (44 sekúndur) Viktor Gísli Hallgrímsson, mark - spilaði ekkert Orri Freyr Þorkelsson, vinstra horn - spilaði ekkert Teitur Örn Einarsson, hægri skytta - spilaði ekkert Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - spilaði ekkertGuðmundur Guðmundsson, þjálfari - 5 Landsliðsþjálfarinn ætlaði sér þrjú ár í að koma liðinu í fremstu röð. Sóknarleikur íslenska liðsins á mótinu hefur verið stórkostlegur. Varnarleikurinn alls ekki slæmur en þessi vörn útheimtir ekki bara orku heldur ótrúlega útsjónarsemi. Undirbúningur íslenska liðsins í öllum leikjum þremur, frá þjálfarans hendi, er upp á tíu. Þegar Guðmundur er í góðum gír fer enginn í hans skó sem sást best á því að hann hafði skynsemi til að bakka með vörnina þegar á þurfti að halda. Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Einkunnir strákanna á móti Hollandi: Sigvaldi bestur en Janus stal senunni Það þurfti ískaldan varamann til að redda málunum á móti Hollandi á EM í kvöld eftir að erfiðar tólf mínútur fóru langt með að klúðra góðum leik fram að því. 16. janúar 2022 22:16 Einkunnir strákanna okkar á móti Portúgal: Gísli bestur en margir góðir Guðmundur Guðmundsson lagði leikinn frábærlega upp og leikstjórnandinn var besti maður íslenska liðsins sem fékk að launum óskabyrjun á Evrópumótinu í handbolta. 14. janúar 2022 22:00 Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira
Einkunnir strákanna á móti Hollandi: Sigvaldi bestur en Janus stal senunni Það þurfti ískaldan varamann til að redda málunum á móti Hollandi á EM í kvöld eftir að erfiðar tólf mínútur fóru langt með að klúðra góðum leik fram að því. 16. janúar 2022 22:16
Einkunnir strákanna okkar á móti Portúgal: Gísli bestur en margir góðir Guðmundur Guðmundsson lagði leikinn frábærlega upp og leikstjórnandinn var besti maður íslenska liðsins sem fékk að launum óskabyrjun á Evrópumótinu í handbolta. 14. janúar 2022 22:00