Fleiri fréttir

Óðinn Þór skoraði fjögur en það dugði ekki til

Óðinn Þór Ríkharðsson átti fínan leik í tapi Holstebro gegn Bjerringbro-Silkeborg í undanúrslitum dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í dag. Lokatölur 30-25 Bjerringbro-Silkeborg í vil sem þýðir að lið Óðins leikur um bronsið.

Rakel Sara: Við mætum tilbúnar

„Þetta var ljúft. Mjög ljúft. Við unnum þetta á liðsheildinni í dag," sagði Rakel Sara Elvarsdóttir, leikmaður KA/Þórs, eftir sigurinn á ÍBV fyrr í dag.

Aron Rafn aftur heim í Hauka

Markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson kemur heim í sumar og gengur í raðir Hauka. Hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið.

HK hélt sæti sínu

HK hélt sæti sínu í Olís-deild kvenna með naumum sigri á Gróttu í kvöld, lokatölur 19-17. HK vann þar með einvígi liðanna 2-0 og spilar áfram í deild þeirra bestu á næstu leiktíð.

Kría og Víkingur mætast í úrslitum

Kría tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum umspils um laust sæti í Olís-deild karla í handbolta. Það gerðu Seltirningar með sex marka sigri á Fjölni í oddaleik, lokatölur 31-25.

Víkingar í úr­slit

Víkingur vann í kvöld Hörð Ísafjörð í oddaleik um sæti í úrslitaleik umspils Grill66-deildar karla í handbolta, lokatölur 39-32. 

Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Haukar 24-35 | Deildarmeistararnir keyrðu yfir Selfyssinga

Deildarmeistarar Hauka gerðu góða ferð yfir Hellisheiðina þar sem Selfyssingar biðu þeirra. Nokkuð jafnræði var með liðunum fyrstu 20 mínútur leiksins, en eftir það tóku gestirnir öll völd og unnu að lokum verðskuldaðan 11 marka sigur. Lokatölur 24-35 og Selfyssingar eiga nú í hættu á að missa af heimaleikjarétti í úrslitakeppninni.

Ólöf Maren gengur til liðs við Hauka

Markvörðurinn Ólöf Maren Bjarnadóttir hefur samið við Hauka um að leika með liðinu næstu árin. Hún gengur til liðs við Hauka frá uppeldisfélagi sínu KA/Þór.

HK með pálmann í höndunum

HK er með níu fingur á sæti í Olís deild kvenna á næstu leiktíð eftir 28-18 sigur á Gróttu í fyrri umspilsleiknum.

Fór á kostum og Magdeburg í úrslit

Ómar Ingi Magnússon skoraði sex mörk er Magdeburg tryggði sér sæti í úrslitaleik EHF-keppninnar. Magdeburg vann eins marks sigur á Wisla Plock, 30-29.

Óðinn Þór í úrvalsliðinu í Danmörku

Íslenski landsliðsmaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson hefur verið öflugur í hægra horni Holsterbro í úrslitakeppninni í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Hann var valinn í úrvalslið leikjanna átta.

Haukar örugg­lega í 16-liða úr­slit

Haukar tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum Coca Cola-bikarsins í handbolta með 32-24 sigri á Selfyssingum á Ásvöllum í kvöld. Haukar mæta nágrönnum sínum í FH í 16-liða úrslitum.

Það kemur enginn hingað til að fá eitt­hvað

Ragnar Snær Njálsson var mjög ánægður með sigur sinna manna er KA tryggði sér sæti í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta. KA vann FH 30-29 og tryggði sér sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í 16 ár.

Stór­leikur Bjarka tryggði nauman sigur

Bjarki Már Elísson átti stórkostlegan leik er Lemgo lagði Essen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Þá unnu lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach stórsigur í B-deildinni.

Sjá næstu 50 fréttir