Handbolti

Seinni bylgjan: Dýrmæta markið hennar Rakelar og svona sópaði Valur Fram út

Sindri Sverrisson skrifar
Rakel Sara Elvarsdóttir skoraði afar mikilvægt mark fyrir KA/Þór í gærkvöld og var markahæst.
Rakel Sara Elvarsdóttir skoraði afar mikilvægt mark fyrir KA/Þór í gærkvöld og var markahæst. Stöð 2 Sport

Valskonur leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta en KA/Þór og ÍBV leika oddaleik í sínu einvígi. Farið var yfir leiki gærkvöldsins í undanúrslitunum í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport.

Hér að neðan má horfa á þátt Seinni bylgjunnar í heild sinni, þar sem Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við sérfræðinga sína, þær Sunnevu Einarsdóttur og Írisi Ástu Pétursdóttur, um einvígi Vals og Fram, og KA/Þórs og ÍBV.

Klippa: Seinni bylgjan - Allur þátturinn

KA/Þór tryggði sér oddaleik gegn ÍBV með 24-21 sigri í Eyjum í gærkvöld, þar sem magnað mark Rakelar Söru Elvarsdóttur undir lok leiks var mikill vendipunktur, að mati sérfræðinganna.

Valur sópaði hins vegar Fram úr keppni með 24-19 sigri á Hlíðarenda, þar sem frábær varnarleikur lagði grunninn að sigri heimakvenna.

Það ræðst á laugardaginn hverjar verða andstæðingar Vals í úrslitunum, þegar KA/Þór og ÍBV mætast á Akureyri í oddaleik.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×