Úrslitakeppnin klár eftir kvöldið: Fimm lið geta enn lent í klóm Hauka Sindri Sverrisson skrifar 27. maí 2021 14:00 Valur og KA mætast í 8-liða úrslitum ef staða liðanna í Olís-deildinni breytist ekki í kvöld. Ef Valur endar ofar mætast liðin á Akureyri á mánudag eða þriðjudag, og svo í Reykjavík næsta fimmtudag eða föstudag. vísir/Elín Björg Deildarmeistarar Hauka hafa verið krýndir og Þór og ÍR þurfa að leika í næstefstu deild á næstu leiktíð. Hins vegar er ýmislegt óráðið fyrir lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta sem fer fram í kvöld. Úrslitakeppnin er handan við hornið en hún hefst strax á mánudagskvöld. Átta liða úrslitin verða kláruð í næstu viku og að þessu sinni, vegna þess hve mótið tafðist vegna kórónuveirufaraldursins, verður leikið með nýju fyrirkomulagi í úrslitakeppninni. Notast verður við sama fyrirkomulag og í Evrópukeppnum, þar sem liðin mætast í tveimur leikjum (heima og að heiman) og samanlögð úrslit gilda. Ef liðin enda jöfn vinnur það lið sem skorar fleiri mörk á útivelli, og ef úrslit urðu þau nákvæmlega sömu í báðum leikjum ráðast úrslitin í vítakastkeppni. Það er ljóst að Haukar og FH enda í tveimur efstu sætunum en röðun liðanna í 3.-8. sæti ræðst í kvöld. Fram og Grótta hafa að engu að keppa í 9. og 10. sæti. Lokaumferðin, kl. 19.30 í kvöld: Stjarnan – Fram Afturelding – Valur KA – Þór FH – ÍBV Haukar – ÍR Grótta – Selfoss Staðan í Olís-deild karla fyrir lokaumferðina í kvöld. Fyrir lokaumferðina er vert að fara yfir mögulega lokaniðurstöðu liðanna átta sem eru á leið í úrslitakeppnina. Ef engar breytingar verða á stöðunni í kvöld munu eftirfarandi lið mætast í 8-liða úrslitum í næstu viku: Svona verða 8-liða úrslit ef ekkert breytist: Haukar - Afturelding FH - ÍBV Stjarnan - Selfoss Valur - KA Haukar (1. sæti, 37 stig) Búnir að vinna deildarmeistaratitilinn og mæta liðinu í 8. sæti; Aftureldingu, ÍBV, Selfossi, KA eða Val. FH (2. sæti, 28 stig) FH-ingar enda í 2. sæti og mæta liðinu í 7. sæti; Aftureldingu, ÍBV, Selfossi, KA, Val eða Stjörnunni. Stjarnan (3. sæti, 25 stig) Stjörnumenn enda í 3. sæti með sigri á Fram og mæta liðinu í 6. sæti; Val, KA, Selfossi, ÍBV eða Aftureldingu. Þeir geta enn dregist alla leið niður í 7. sæti. Valur (4. sæti, 25 stig) Valsmenn geta náð 3. sæti ef þeir ná betri úrslitum en Stjarnan í kvöld. Ef liðin enda jöfn að stigum endar Stjarnan ofar á betri innbyrðis úrslitum. Valur getur dregist niður í 7. sæti, og jafnvel 8. sæti ef að liðið tapar með tíu marka mun gegn Aftureldingu. KA (5. sæti, 24 stig) KA getur komist upp í 3. sæti með sigri á Þór, en aðeins ef Stjarnan og Valur tapa. Ef KA, Selfoss og ÍBV enda jöfn endar KA efst þeirra. KA og Selfoss gerðu 24-24 jafntefli í báðum leikjum sínum og endi þau ein jöfn ræður heildarmarkatala, þar sem KA er með fimm mörkum betri markatölu fyrir leiki kvöldsins. KA getur dregist alla leið niður í 8. sæti. Selfoss (6. sæti, 25 stig) Selfoss getur náð 3. sæti en þarf þá að treysta á að Stjarnan, Valur og KA vinni ekki. Selfyssingar geta dregist niður um sæti, jafnvel alla leið í 8. sæti. ÍBV (7. sæti, 24 stig) Eyjamenn eru með verri innbyrðis úrslit gegn bæði Selfossi og KA. Þeir geta enn fræðilega séð endað hvar sem er á milli 3. og 8. sætis. Afturelding (8. sæti, 23 stig) Eina von Aftureldingar um að sleppa við að mæta Haukum í 8-liða úrslitum felst í að vinna Val í kvöld. Með sigri er ekki hægt að útiloka að Afturelding endi jafnvel í 3. sæti þó að það sé afar ólíklegt. Olís-deild karla Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Sjá meira
Úrslitakeppnin er handan við hornið en hún hefst strax á mánudagskvöld. Átta liða úrslitin verða kláruð í næstu viku og að þessu sinni, vegna þess hve mótið tafðist vegna kórónuveirufaraldursins, verður leikið með nýju fyrirkomulagi í úrslitakeppninni. Notast verður við sama fyrirkomulag og í Evrópukeppnum, þar sem liðin mætast í tveimur leikjum (heima og að heiman) og samanlögð úrslit gilda. Ef liðin enda jöfn vinnur það lið sem skorar fleiri mörk á útivelli, og ef úrslit urðu þau nákvæmlega sömu í báðum leikjum ráðast úrslitin í vítakastkeppni. Það er ljóst að Haukar og FH enda í tveimur efstu sætunum en röðun liðanna í 3.-8. sæti ræðst í kvöld. Fram og Grótta hafa að engu að keppa í 9. og 10. sæti. Lokaumferðin, kl. 19.30 í kvöld: Stjarnan – Fram Afturelding – Valur KA – Þór FH – ÍBV Haukar – ÍR Grótta – Selfoss Staðan í Olís-deild karla fyrir lokaumferðina í kvöld. Fyrir lokaumferðina er vert að fara yfir mögulega lokaniðurstöðu liðanna átta sem eru á leið í úrslitakeppnina. Ef engar breytingar verða á stöðunni í kvöld munu eftirfarandi lið mætast í 8-liða úrslitum í næstu viku: Svona verða 8-liða úrslit ef ekkert breytist: Haukar - Afturelding FH - ÍBV Stjarnan - Selfoss Valur - KA Haukar (1. sæti, 37 stig) Búnir að vinna deildarmeistaratitilinn og mæta liðinu í 8. sæti; Aftureldingu, ÍBV, Selfossi, KA eða Val. FH (2. sæti, 28 stig) FH-ingar enda í 2. sæti og mæta liðinu í 7. sæti; Aftureldingu, ÍBV, Selfossi, KA, Val eða Stjörnunni. Stjarnan (3. sæti, 25 stig) Stjörnumenn enda í 3. sæti með sigri á Fram og mæta liðinu í 6. sæti; Val, KA, Selfossi, ÍBV eða Aftureldingu. Þeir geta enn dregist alla leið niður í 7. sæti. Valur (4. sæti, 25 stig) Valsmenn geta náð 3. sæti ef þeir ná betri úrslitum en Stjarnan í kvöld. Ef liðin enda jöfn að stigum endar Stjarnan ofar á betri innbyrðis úrslitum. Valur getur dregist niður í 7. sæti, og jafnvel 8. sæti ef að liðið tapar með tíu marka mun gegn Aftureldingu. KA (5. sæti, 24 stig) KA getur komist upp í 3. sæti með sigri á Þór, en aðeins ef Stjarnan og Valur tapa. Ef KA, Selfoss og ÍBV enda jöfn endar KA efst þeirra. KA og Selfoss gerðu 24-24 jafntefli í báðum leikjum sínum og endi þau ein jöfn ræður heildarmarkatala, þar sem KA er með fimm mörkum betri markatölu fyrir leiki kvöldsins. KA getur dregist alla leið niður í 8. sæti. Selfoss (6. sæti, 25 stig) Selfoss getur náð 3. sæti en þarf þá að treysta á að Stjarnan, Valur og KA vinni ekki. Selfyssingar geta dregist niður um sæti, jafnvel alla leið í 8. sæti. ÍBV (7. sæti, 24 stig) Eyjamenn eru með verri innbyrðis úrslit gegn bæði Selfossi og KA. Þeir geta enn fræðilega séð endað hvar sem er á milli 3. og 8. sætis. Afturelding (8. sæti, 23 stig) Eina von Aftureldingar um að sleppa við að mæta Haukum í 8-liða úrslitum felst í að vinna Val í kvöld. Með sigri er ekki hægt að útiloka að Afturelding endi jafnvel í 3. sæti þó að það sé afar ólíklegt.
Lokaumferðin, kl. 19.30 í kvöld: Stjarnan – Fram Afturelding – Valur KA – Þór FH – ÍBV Haukar – ÍR Grótta – Selfoss
Svona verða 8-liða úrslit ef ekkert breytist: Haukar - Afturelding FH - ÍBV Stjarnan - Selfoss Valur - KA
Olís-deild karla Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Sjá meira