Handbolti

HK með pálmann í höndunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Allar líkur eru á því að HK leiki í deild þeirra bestu á næstu leiktíð.
Allar líkur eru á því að HK leiki í deild þeirra bestu á næstu leiktíð.

HK er með níu fingur á sæti í Olís deild kvenna á næstu leiktíð eftir 28-18 sigur á Gróttu í fyrri umspilsleiknum.

Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en heimastúlkur leiddu með fjórum mörkum, 12-8, í hálfleik.

Þær gengu hins vegar á lagið í síðari hálfleik og unnu síðari hálfleikinn 16-10 og leikinn 28-18.

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir fór á kostum í liði HK en hún gerði þrettán mörk. Sigríður Hauksdóttir bætti við fjórum.

Katrín Anna Ásmundsdóttir gerði fjögur mörk fyrir Gróttu og Ágústa Huld Gunnarsdóttir þrjú.


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×