Finnst við eiga meira skilið úr þessu tímabili Dagbjört Lena skrifar 24. maí 2021 18:36 Sebastian Alexandersson, þjálfari Fram. vísir/vilhelm Sebastian Alexandersson var ótrúlegt en satt ekki það glaður er hann mætti í viðtal eftir tólf marka sigur Fram á Gróttu í Olís deild karla í handbolta í dag. „Eins og ég er ánægður með framkvæmdina á leiknum sem slíkum þá er ég ekkert í góðu skapi. Það er staðfest núna að við förum ekki í átta liða úrslit og ég er alltaf ósáttur ef ég næ ekki markmiðum mínum. En það er engum um það að kenna nema okkur sjálfum. Við erum búnir að henda frá okkur þremur stigum í vetur og það er ótrúlegt að eins árs vinna sé að fara í vaskinn útaf nokkrum andartökum. Það er súrt að kyngja því en svona er þetta bara. Smáatriðin skipta máli þegar uppi er staðið.“ „Eftir síðasta leik á móti Selfossi, sem var svona eini leikurinn í vetur þar sem við vorum bara gjörsamlega úr karakter og ólíkir sjálfum okkur og þeim gildum sem stöndum fyrir. Við höfum spilað hörkuleiki í allan vetur. Við höfum alveg átt slæman dag en alltaf spilað hörkuleiki á móti öllum andstæðingunum í deildinni og mér finnst við eiga meira skilið úr þessu tímabili. En eins og ég segi, það voru alltof margir hörkuleikir sem fóru vitlausu megin en þessi þrjú stig, þessi tvö á móti ÍBV og þetta óþarfa jafntefli á móti Stjörnunni situr alveg rosalega í mér og ég verð alveg í mörg ár að jafna mig á því.“ Fram unnu öruggan tólf marka sigur á Gróttu, 32-20. Þeir spiluðu virkilega vel bæði varnarlega og sóknarlega en þeir hafa átt erfitt uppdráttar núna seinni part tímabilsins. „Strákarnir voru frábærir í dag, svo ég snúi mér að jákvæðari hlutum. Við fundum varnarleikinn okkar aftur og markvarslan kom strax með og hraðaupphlaupin voru góð. Sóknarleikurinn rúllaði fínt og margir með framlag og allir sem komu inná gerðu eitthvað gott. Það voru líka margar skemmtilegar fléttur sem við settum upp í í dag sem virkuðu og bara mjög gaman.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Fram Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Sjá meira
„Eins og ég er ánægður með framkvæmdina á leiknum sem slíkum þá er ég ekkert í góðu skapi. Það er staðfest núna að við förum ekki í átta liða úrslit og ég er alltaf ósáttur ef ég næ ekki markmiðum mínum. En það er engum um það að kenna nema okkur sjálfum. Við erum búnir að henda frá okkur þremur stigum í vetur og það er ótrúlegt að eins árs vinna sé að fara í vaskinn útaf nokkrum andartökum. Það er súrt að kyngja því en svona er þetta bara. Smáatriðin skipta máli þegar uppi er staðið.“ „Eftir síðasta leik á móti Selfossi, sem var svona eini leikurinn í vetur þar sem við vorum bara gjörsamlega úr karakter og ólíkir sjálfum okkur og þeim gildum sem stöndum fyrir. Við höfum spilað hörkuleiki í allan vetur. Við höfum alveg átt slæman dag en alltaf spilað hörkuleiki á móti öllum andstæðingunum í deildinni og mér finnst við eiga meira skilið úr þessu tímabili. En eins og ég segi, það voru alltof margir hörkuleikir sem fóru vitlausu megin en þessi þrjú stig, þessi tvö á móti ÍBV og þetta óþarfa jafntefli á móti Stjörnunni situr alveg rosalega í mér og ég verð alveg í mörg ár að jafna mig á því.“ Fram unnu öruggan tólf marka sigur á Gróttu, 32-20. Þeir spiluðu virkilega vel bæði varnarlega og sóknarlega en þeir hafa átt erfitt uppdráttar núna seinni part tímabilsins. „Strákarnir voru frábærir í dag, svo ég snúi mér að jákvæðari hlutum. Við fundum varnarleikinn okkar aftur og markvarslan kom strax með og hraðaupphlaupin voru góð. Sóknarleikurinn rúllaði fínt og margir með framlag og allir sem komu inná gerðu eitthvað gott. Það voru líka margar skemmtilegar fléttur sem við settum upp í í dag sem virkuðu og bara mjög gaman.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Fram Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Sjá meira