Handbolti

Rakel Sara: Við mætum tilbúnar

Einar Kárason skrifar
Rakel fær tveggja mínútna brottvísun fyrr á leiktíðinni.
Rakel fær tveggja mínútna brottvísun fyrr á leiktíðinni. vísir/hulda margrét

„Þetta var ljúft. Mjög ljúft. Við unnum þetta á liðsheildinni í dag," sagði Rakel Sara Elvarsdóttir, leikmaður KA/Þórs, eftir sigurinn á ÍBV fyrr í dag.

„Ég er mjög ánægð með sigurinn. Við stóðum vörnina mjög vel og það var í raun það sem skilaði þessum sigri. Við vorum þéttar og talandinn gríðarlegur."

Þegar leikurinn var jafn undir lokin skoraði Rakel frábært mark þegar hún greip boltann í loftinu eftir frákast og kom boltanum einhvernveginn í netið

„Ég leysti inn á línu og fékk boltann í frákastinu. Maður býst ekki við að fá boltann þarna, en þetta var gríðarlega mikilvægt mark. Ég er mjög sátt með þetta mark. Tilfinningin að sjá boltann í netinu var geggjuð. Þá vissi ég að við myndum halda þessu áfram."

Oddaleikur er framundan á Akureyri.

„Við mætum klárlega tilbúnar í þennan oddaleik og gerum okkar allra besta. Það þýðir ekkert að slaka á á móti ÍBV svo við verðum að sýna hvað við getum," sagði Rakel að lokum.


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×