Handbolti

Óðinn Þór í úrvalsliðinu í Danmörku

Valur Páll Eiríksson skrifar
Óðinn Þór Ríkharðsson

Íslenski landsliðsmaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson hefur verið öflugur í hægra horni Holsterbro í úrslitakeppninni í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Hann var valinn í úrvalslið leikjanna átta.

Framlag leikmanna var nýtt sem grunnur að valinu og stóð Óðinn Þór þar upp úr í hægra horninu. Holsterbro vann riðil 2 í úrslitakeppninni með 11 stig og fór ásamt Álaborg úr þeim riðli í undanúrslit mótsins.

Holsterbro mætir Bjerringsbro/Silkeborg í undanúrslitunum en Álaborg, hvar Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari, mætir liði GOG, félagi landsliðsmarkvarðarins Viktors Gísla Hallgrímssonar.

Óðinn Þór er á sínu síðasta ári með danska liðinu en hann hefur samið við KA á Akureyri um að leika með liðinu í Olís-deild karla í handbolta á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×