Fleiri fréttir

Atli Ævar og Anton markahæstir í tapleik

Atli Ævar Ingólfsson og Anton Rúnarsson voru markahæstir hjá Nordsjælland Håndbold í kvöld þegar liðið tapaði 24-29 á heimavelli á móti Århus Håndbold í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Næ ekki fullum krafti í skotin

Alexander Petersson kom fljótt til baka eftir aðgerð á öxl í sumar en hann er ekki með fullan skotkraft og getur því ekki beitt sér að fullu. Alexander hefur áhyggjur af litlum spilatíma landsliðsmanna í atvinnumennsku.

Gömul stórveldi mætast í Höllinni

Þróttarar ætla sér stóra hluti í handboltanum næstu árin eftir töluverða lægð. Þeir bjóða KR-ingum í heimsókn í 1. deild karla annað kvöld og slá upp veislu.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 25-26

Sterkur kafli í seinni hálfleik tryggði Frömurum nauman sigur á Valsmönnum í Vodafone höllinni í kvöld. Eftir að hafa verið fimm mörkum undir um miðbik seinni hálfleiks settu Framarar í lás, unnu lokamínútur leiksins 7-1 og skiluðu sigri.

Hafnarfjarðarslagur á Ásvöllum

Þrír leikir fara fram í Olís-deild karla í kvöld. HK tekur á móti ÍR í Digranesi og Fram heimsækir Val í Vodafonehöllina. Þessir leikir hefjast klukkan 19.30.

Heimir Óli með fimm mörk í sigri Guif

Kristján Andrésson og strákarnir hans í Eskilstuna Guif unnu tveggja marka útisigur á IFK Skövde HK í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Guif-liðið hefur náð í fjögur stig í fyrstu þremur umferðunum sem skilar liðinu í fjórða sætið tveimur stigum á eftir toppliði Hammarby.

Rut puttabrotin á skothendinni

Handknattleikskonan Rut Jónsdóttir, leikmaður Team Tvis Holstebro, fingurbrotnaði á þumalfingri vinstri handar fyrir tveim vikum en þetta staðfestir hún í samtali við Morgunblaðið.

Stórleikur Bjarka Más dugði ekki til

Strákarnir hans Aðalsteins Reynis Eyjólfssonar hjá Eisenach máttu sætta sig við tap, 29-32, gegn TuS N-Lübbecke í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag.

Aðalsteinn fær bosnískan landsliðsmann

Það hefur ekki gengið nógu vel hjá lærisveinum Aðalsteins Reynis Eyjólfssonar í Eisenach í vetur en liðið er nýliði í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik.

Fyrsta tapið hjá strákunum hans Geirs

HC Bregenz, lið Geir Sveinssonar, tapaði í kvöld sínum fyrsta leik á tímabilinu í austurrísku deildinni í handbolta. HC Bregenz tapaði þá 27-29 á heimavelli í nágrannaslag á móti austurrísku meisturunum í HC Hard en það dugði ekki að vera tveimur mörkum yfir þegar aðeins sjö mínútur voru eftir.

Sextán ára hlé á enda

Karlalið KR í handbolta tekur á móti Stjörnunni í 1. umferð 1. deildar karla í handbolta í Vesturbænum í kvöld.

Kiel áfram með fullt hús

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel eru áfram með fullt hús í þýsku úrvaldeildinni í handbolta eftir 32-29 heimasigur á MT Melsungen í kvöld. Rhein-Neckar Löwen er tveimur stigum á eftir en lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar unnu 38-26 útisigur á Hannover-Burgdorf í kvöld.

Tíu marka sigur hjá Flensburg í Svíþjóð

Ólafur Gústafsson og félagar í þýska liðinu Flensburg-Handewitt unnu öruggan tíu marka sigur á sænska liðinu HK Drott í Meistaradeildinni í handbolta í Halmstad í Svíþjóð í kvöld.

Enn og aftur naumt tap hjá Kára og félögum

Kári Kristjánsson og félagar í Bjerringbro-Silkeborg töpuðu í kvöld með minnsta mun á heimavelli á móti Team Tvis Holstebro í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Team Tvis Holstebro vann leikinn 26-25 eftir að hafa verið 15-14 yfir í hálfleik.

Myrhol áfram hjá Ljónunum

Bjarte Myrhol verður í herbúðum Rhein-Neckar Löwen fram á sumar 2015. Norðmaðurinn skrifaði undir nýjan samning við félagið á dögunum.

Strákarnir hans Kristjáns byrja tímabilið vel

Eskilstuna Guif, lið Kristjáns Andréssonar, byrjar tímabilið vel en liðið vann níu marka útisigur á Redbergslids IK, 31-22, í kvöld í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Þrír íslenskir leikmenn spila með Eskilstuna Guif.

ÍH byrjaði með sigri

ÍH vann sex marka sigur á Þrótti 29-23 í fyrstu umferð 1. deildar karla í handbolta í gær.

FH-stelpur stóðu í meisturunum

Fram hóf titilvörnina í kvennahandboltanum á því að sækja tvö stig í Kaplakrika í kvöld en Framkonur unnu þá 21-18 marka sigur á FH. Þetta var fyrsti leikurinn í Ólís-deild kvenna í vetur en fyrsta umferðin klárast síðan á morgun.

Sjá næstu 50 fréttir