Sportspjallið: Ólafur Stefánsson | Ég er enginn þjálfari í dag 3. október 2013 12:01 Vísir kynnir til leiks nýjan dagskrárlið - Sportspjallið. Þessi þáttur verður á dagskrá vikulega. Í þættinum verður farið um víðan völl í íþróttaheiminum. Fyrsti gestur þáttarins er einn besti handboltamaður allra tíma - Ólafur Stefánsson. Henry Birgir Gunnarsson ræðir ítarlega við Ólaf sem er nýtekinn við liði Vals. "Ég er enginn þjálfari í dag. Það liggur í augum uppi enda aldrei þjálfað. Auðvitað á ég að þekkja leikinn en allt þetta stjórnunarlega er ég að læra," segir Ólafur sem meðal annars en hann hafnaði danska landsliðinu. Ákvað frekar að þjálfa hjá Val. Ólafur lagði skóna á hilluna í sumar og þó svo hann sé enn í toppformi mun hann ekki stíga út á völlinn í vetur. "Ég mun ekki spila með Val. Ef ég ætla að þjálfa hóp og presentera mig sem þjálfara þá grefur undan öllu ef ég fer spila. Ég er hérna til þess að þjálfa menn. Ef ég fer í hlutverk þeirra þá er ég ekki að treysta þeim og um leið að segja að ég sé ekki nógu góður að þjálfa. Mér finnst það vera nokkuð augljóst." Við hlið Ólafs á hliðarlínunni er Ragnar Óskarsson, fyrrum landsliðskempa og atvinnumaður í Frakklandi til margra ára. "Raggi er frábær en ég skil ekki hvernig er hægt að vera einn þjálfari. Það er enginn þjálfari fyrr en hann hefur tapað og lent í krísu. Þá þarf maður að hafa einhvern til að tala við. Ég skil ekki þjálfara sem eru einir." Ólafur kvaddi landsliðið í sumar með stæl en hann hafði upprunalega ætlað að hætta með landsliðinu á ÓL í London. "Síðasti leikurinn á ÓL í London er það erfiðasta sem ég hef upplifað á ferlinum og ég er enn að jafna mig. Það var jarðarfararstemning inn í klefa eftir leik eins og eðlilegt er. Það var ekki versta momentið. Það var að labba út og fatta að sé allt búið. Þetta var mjög skrýtið moment." Ólafur talar einnig um atvinnumannaferilinn farsæla. Hann var ekki ánægður með sjálfan sig er hann spilaði undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar hjá Rhein-Neckar Löwen. "Ég gleymdi mér í tvö ár hjá Löwen, var ekki rétt stilltur. Eg gerði bara það sem þurfti og ekkert meira. Ég var kannski svolítið "cocky" eftir góð ár á Spáni. Gleymdi mér. Þetta var góður skóli líka. Gott að hafa upplifað það þó svo það hafi verið á kostnað liðsins. Það var hroki í mér." Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan. Olís-deild karla Skroll-m-box-tv forsíða kvöldfréttir stöð 2 Video kassi sport íþróttir Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Vísir kynnir til leiks nýjan dagskrárlið - Sportspjallið. Þessi þáttur verður á dagskrá vikulega. Í þættinum verður farið um víðan völl í íþróttaheiminum. Fyrsti gestur þáttarins er einn besti handboltamaður allra tíma - Ólafur Stefánsson. Henry Birgir Gunnarsson ræðir ítarlega við Ólaf sem er nýtekinn við liði Vals. "Ég er enginn þjálfari í dag. Það liggur í augum uppi enda aldrei þjálfað. Auðvitað á ég að þekkja leikinn en allt þetta stjórnunarlega er ég að læra," segir Ólafur sem meðal annars en hann hafnaði danska landsliðinu. Ákvað frekar að þjálfa hjá Val. Ólafur lagði skóna á hilluna í sumar og þó svo hann sé enn í toppformi mun hann ekki stíga út á völlinn í vetur. "Ég mun ekki spila með Val. Ef ég ætla að þjálfa hóp og presentera mig sem þjálfara þá grefur undan öllu ef ég fer spila. Ég er hérna til þess að þjálfa menn. Ef ég fer í hlutverk þeirra þá er ég ekki að treysta þeim og um leið að segja að ég sé ekki nógu góður að þjálfa. Mér finnst það vera nokkuð augljóst." Við hlið Ólafs á hliðarlínunni er Ragnar Óskarsson, fyrrum landsliðskempa og atvinnumaður í Frakklandi til margra ára. "Raggi er frábær en ég skil ekki hvernig er hægt að vera einn þjálfari. Það er enginn þjálfari fyrr en hann hefur tapað og lent í krísu. Þá þarf maður að hafa einhvern til að tala við. Ég skil ekki þjálfara sem eru einir." Ólafur kvaddi landsliðið í sumar með stæl en hann hafði upprunalega ætlað að hætta með landsliðinu á ÓL í London. "Síðasti leikurinn á ÓL í London er það erfiðasta sem ég hef upplifað á ferlinum og ég er enn að jafna mig. Það var jarðarfararstemning inn í klefa eftir leik eins og eðlilegt er. Það var ekki versta momentið. Það var að labba út og fatta að sé allt búið. Þetta var mjög skrýtið moment." Ólafur talar einnig um atvinnumannaferilinn farsæla. Hann var ekki ánægður með sjálfan sig er hann spilaði undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar hjá Rhein-Neckar Löwen. "Ég gleymdi mér í tvö ár hjá Löwen, var ekki rétt stilltur. Eg gerði bara það sem þurfti og ekkert meira. Ég var kannski svolítið "cocky" eftir góð ár á Spáni. Gleymdi mér. Þetta var góður skóli líka. Gott að hafa upplifað það þó svo það hafi verið á kostnað liðsins. Það var hroki í mér." Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Olís-deild karla Skroll-m-box-tv forsíða kvöldfréttir stöð 2 Video kassi sport íþróttir Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira