Handbolti

Myrhol áfram hjá Ljónunum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Myrhol lyftir EHF-bikarnum í vor.
Myrhol lyftir EHF-bikarnum í vor. Nordicphotos/Getty
Bjarte Myrhol verður í herbúðum Rhein-Neckar Löwen fram á sumar 2015. Norðmaðurinn skrifaði undir nýjan samning við félagið á dögunum.

Línumaðurinn 31 árs gamli vann EHF-bikarinn síðastliðið vor með lærisveinum Guðmundar Þórðar Guðmundssonar. Sem kunnugt er leika Alexander Petersson, Rúnar Kárason og Stefán Rafn Sigurmannsson með Ljónunum.

„Fjölskyldu minni og mér líður afar vel hérna. Andinn í liðinu er frábær sem og aðstæður og umhverfið,“ segir Myrhol í samtali við Handball-World.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×