Umfjöllun, viðtöl og tölfræði: FH - Valur 24-21 Guðmundur Marinó Ingvarsson í Kaplakrika skrifar 26. september 2013 15:16 Mynd/Vilhelm FH vann Val 24-21 í annarri umferð Olís deildar karla í handbolta í kvöld eftir að hafa verið 10-9 yfir í hálfleik. Varnir liðanna og markverðir voru í aðhlutverki í fyrri hálfleik. Hlynur Morthens hóf leikinn með látum í marki Vals sem samherjar hann nýttu vel og eftir sex mínútna leik var Valur 4-1 yfir. Þá lokaði Daníel Freyr Andrésson marki FH með góðri hjálp varnarinnar og Valur skoraði ekki fyrr en 12 mínútum seinna og minnkaði muninn í 7-5. Hlynur Morthens meiddist á ökkla og varð að fara útaf. Lárus Helgi Ólafsson kom í markið og hélt uppteknum hætti. Allir þrír markverðirnir voru með 50% markvörslu eða betra þegar flautað var til hálfleiks og staðan 10-9. Ragnar Jóhannsson átti í miklum vandræðum gegn framliggjandi vörn Vals en Magnús Óli Magnússon fór mikinn í sókn FH með sprengikrafti og hraða sínum. Geir Guðmundsson meiddist snemma leiks á ökkla og varð að fara útaf. Fyrir vikið skipti Ólafur Stefánsson aðeins um fjóra leikmenn þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Finnur Ingi Stefánsson fór úr hægra horninu þegar Geir meiddist og í skyttuna og Sveinn Aron Sveinsson fór í hornið. Línumenn Vals stóðu upp úr í sóknarleiknum sem náði sér enga vegin á strik í fyrri hálfleik. Allt annað var uppi á teningnum í upphafi seinni hálfleiks. Liðin skiptust á að skora og allt var inni. Þá gerðist það sama og í fyrri hálfleik. Varnir liðanna tóku við sér og markverðirnir með. Valur náði að tjasla Geir Guðmundssyni saman í hálfleik en Guðmundur Hólmar hélt Val inni í leiknum framan af seinni hálfleik með skotsýningu. Eftir að Ragnar Jóhannsson skoraði sitt fyrsta mark í seinni hálfleik kom meiri ógn af honum en hvorki hann né Ásbjörn Stefánsson náðu sér á strik í markaskorun. Magnús Óli Magnússon hélt áfram að fara á kostum og þá ekki síst þegar liðið var einum leikmanni færra. Þá steig hann upp og réðu Valsmenn ekkert við hann þó þeir reyndu að taka hann úr umferð. Daníel Freyr Andrésson var þó besti leikmaður vallarins en hann fór á kostum í marki FH fyrir aftan öfluga vörnina. Hjá Val var það Lárus Helgi Ólafsson sem sá til þess að tapið var ekki enn stærra. Daníel: Syndum karakter, annað en í síðasta leik„Við þurftum að rífa okkur upp eftir lélegan leik í fyrstu umferð og það er frábært að fá Val hér á heimavelli fyrir framan fullt af fólki og hrikalega skemmtilegur leikur,“ sagði Daníel Freyr Andrésson markvörður FH. „Við byrjuðum ekki nógu vel en við náðum að sýna smá karakter, annað en í síðasta leik, og komast inn í þetta. Svo leiðum við allan leikinn eiginlega. „Þetta var jafnt allan leikinn og mörk í hverri sókn á tímabili. Síðan náum við að klára þetta. „Ég er nokkuð sáttur við minn leik. Ég datt aðeins niður í byrjun seinni hálfleiks en náði svo að koma mér aftur í gang og klára þetta vel. „Ísak og Andri og öll vörnin í raun voru frábærir í dag. Hún var virkilega þétt og það var þægilegt að vera fyrir aftan hana í dag. „Við náðum að spila okkur ítrekað í gegnum vörnina hjá þeim. Bæði Hlynur og Lárus voru að verja mikið af dauðafærum og svo klúðrum við tveimur vítum líka. Þetta var líka vandamál á móti HK, við erum að klúðra allt of mikið af dauðafærum en það er það sem við erum að vinna í,“ sagði Daníel sem hældi félaga sínum Magnúsi Óla mikið. „Magnús var frábær í dag. Það er enginn sem ræður við hann líkamlega séð og hann hefur hæfileika til að fara alla leið og það er gaman að sjá hann blómstra.“ Ólafur: Halda hökunni uppi og setja kassann út„Það er alltaf fúlt að tapa og þegar maður tapar þá fer maður að spá meira í mistökunum en því sem vel var gert. Það skiptist svona 50/50,“ sagði Ólafur Stefánsson þjálfari Vals. „Við klikkuðum á hlutum sem er allt í lagi að klikka á enn í dag. Eftir svona tvo mánuði þá kannski byrja ég að vera fúll yfir því að við séum enn að gera þau mistök. Við erum á okkar róli og það hefði verið stuldur ef við hefðum unnið í kvöld. „FH-ingar voru flottir og einbeittir. Þeir byrjuðu illa og gáfust ekkert upp. Markmaðurinn flottur. Dómararnir voru fínir. Þetta var ágætis handboltaleikur og fínn hraði,“ sagði Ólafur um leikinn. „Við erum enn að reyna að slípa varnarhluti en ég get pönkast í þeim yfir fjöldanum af töpuðum boltum. „Ég vil að menn fari inn í kvöldið og verði nokkuð glaðir. Mótið er ekki búið. Við þurfum að halda áfram nokkuð glaðir og einbeittir. Þegar menn eru glaðir þá taka þeir betur við kennslu og krítik. Maður á þá betur að taka við því og það síast betur í gegn. Ef maður koðnar niður og fer í einhverja vörn þá síast þetta ekki eins vel inn. „Það er best að halda hökunni uppi og setja kassann út og halda áfram að vinna í sínu,“ sagði Ólafur. „Það eru nokkrir hlutir í vörn sem eru nokkuð góðir. Ég er ánægður með að við börðumst en er óánægður með sjálfan mig að hafa skipt þarna í lokin og breytt út frá því sem ég ætlaði að gera því þegar maður er með svona stóran hóp og góðan hóp þá eiga allir að fá traustið og svo vinna menn hægt í sínu.“ Olís-deild karla Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Enski boltinn Potter á að töfra Svía inn á HM Fótbolti Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Sjá meira
FH vann Val 24-21 í annarri umferð Olís deildar karla í handbolta í kvöld eftir að hafa verið 10-9 yfir í hálfleik. Varnir liðanna og markverðir voru í aðhlutverki í fyrri hálfleik. Hlynur Morthens hóf leikinn með látum í marki Vals sem samherjar hann nýttu vel og eftir sex mínútna leik var Valur 4-1 yfir. Þá lokaði Daníel Freyr Andrésson marki FH með góðri hjálp varnarinnar og Valur skoraði ekki fyrr en 12 mínútum seinna og minnkaði muninn í 7-5. Hlynur Morthens meiddist á ökkla og varð að fara útaf. Lárus Helgi Ólafsson kom í markið og hélt uppteknum hætti. Allir þrír markverðirnir voru með 50% markvörslu eða betra þegar flautað var til hálfleiks og staðan 10-9. Ragnar Jóhannsson átti í miklum vandræðum gegn framliggjandi vörn Vals en Magnús Óli Magnússon fór mikinn í sókn FH með sprengikrafti og hraða sínum. Geir Guðmundsson meiddist snemma leiks á ökkla og varð að fara útaf. Fyrir vikið skipti Ólafur Stefánsson aðeins um fjóra leikmenn þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Finnur Ingi Stefánsson fór úr hægra horninu þegar Geir meiddist og í skyttuna og Sveinn Aron Sveinsson fór í hornið. Línumenn Vals stóðu upp úr í sóknarleiknum sem náði sér enga vegin á strik í fyrri hálfleik. Allt annað var uppi á teningnum í upphafi seinni hálfleiks. Liðin skiptust á að skora og allt var inni. Þá gerðist það sama og í fyrri hálfleik. Varnir liðanna tóku við sér og markverðirnir með. Valur náði að tjasla Geir Guðmundssyni saman í hálfleik en Guðmundur Hólmar hélt Val inni í leiknum framan af seinni hálfleik með skotsýningu. Eftir að Ragnar Jóhannsson skoraði sitt fyrsta mark í seinni hálfleik kom meiri ógn af honum en hvorki hann né Ásbjörn Stefánsson náðu sér á strik í markaskorun. Magnús Óli Magnússon hélt áfram að fara á kostum og þá ekki síst þegar liðið var einum leikmanni færra. Þá steig hann upp og réðu Valsmenn ekkert við hann þó þeir reyndu að taka hann úr umferð. Daníel Freyr Andrésson var þó besti leikmaður vallarins en hann fór á kostum í marki FH fyrir aftan öfluga vörnina. Hjá Val var það Lárus Helgi Ólafsson sem sá til þess að tapið var ekki enn stærra. Daníel: Syndum karakter, annað en í síðasta leik„Við þurftum að rífa okkur upp eftir lélegan leik í fyrstu umferð og það er frábært að fá Val hér á heimavelli fyrir framan fullt af fólki og hrikalega skemmtilegur leikur,“ sagði Daníel Freyr Andrésson markvörður FH. „Við byrjuðum ekki nógu vel en við náðum að sýna smá karakter, annað en í síðasta leik, og komast inn í þetta. Svo leiðum við allan leikinn eiginlega. „Þetta var jafnt allan leikinn og mörk í hverri sókn á tímabili. Síðan náum við að klára þetta. „Ég er nokkuð sáttur við minn leik. Ég datt aðeins niður í byrjun seinni hálfleiks en náði svo að koma mér aftur í gang og klára þetta vel. „Ísak og Andri og öll vörnin í raun voru frábærir í dag. Hún var virkilega þétt og það var þægilegt að vera fyrir aftan hana í dag. „Við náðum að spila okkur ítrekað í gegnum vörnina hjá þeim. Bæði Hlynur og Lárus voru að verja mikið af dauðafærum og svo klúðrum við tveimur vítum líka. Þetta var líka vandamál á móti HK, við erum að klúðra allt of mikið af dauðafærum en það er það sem við erum að vinna í,“ sagði Daníel sem hældi félaga sínum Magnúsi Óla mikið. „Magnús var frábær í dag. Það er enginn sem ræður við hann líkamlega séð og hann hefur hæfileika til að fara alla leið og það er gaman að sjá hann blómstra.“ Ólafur: Halda hökunni uppi og setja kassann út„Það er alltaf fúlt að tapa og þegar maður tapar þá fer maður að spá meira í mistökunum en því sem vel var gert. Það skiptist svona 50/50,“ sagði Ólafur Stefánsson þjálfari Vals. „Við klikkuðum á hlutum sem er allt í lagi að klikka á enn í dag. Eftir svona tvo mánuði þá kannski byrja ég að vera fúll yfir því að við séum enn að gera þau mistök. Við erum á okkar róli og það hefði verið stuldur ef við hefðum unnið í kvöld. „FH-ingar voru flottir og einbeittir. Þeir byrjuðu illa og gáfust ekkert upp. Markmaðurinn flottur. Dómararnir voru fínir. Þetta var ágætis handboltaleikur og fínn hraði,“ sagði Ólafur um leikinn. „Við erum enn að reyna að slípa varnarhluti en ég get pönkast í þeim yfir fjöldanum af töpuðum boltum. „Ég vil að menn fari inn í kvöldið og verði nokkuð glaðir. Mótið er ekki búið. Við þurfum að halda áfram nokkuð glaðir og einbeittir. Þegar menn eru glaðir þá taka þeir betur við kennslu og krítik. Maður á þá betur að taka við því og það síast betur í gegn. Ef maður koðnar niður og fer í einhverja vörn þá síast þetta ekki eins vel inn. „Það er best að halda hökunni uppi og setja kassann út og halda áfram að vinna í sínu,“ sagði Ólafur. „Það eru nokkrir hlutir í vörn sem eru nokkuð góðir. Ég er ánægður með að við börðumst en er óánægður með sjálfan mig að hafa skipt þarna í lokin og breytt út frá því sem ég ætlaði að gera því þegar maður er með svona stóran hóp og góðan hóp þá eiga allir að fá traustið og svo vinna menn hægt í sínu.“
Olís-deild karla Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Enski boltinn Potter á að töfra Svía inn á HM Fótbolti Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Sjá meira