Fleiri fréttir

Pardew í tveggja leikja bann

Alan Pardew, stjóri Newcastle, var í dag dæmdur í tveggja leikja bann. Bannið fær hann fyrir að ýta við aðstoðardómara.

Carroll mögulega frá í átta vikur

Óttast er að meiðslin sem Andy Carroll varð fyrir í leik West Ham og Fulham um helgina séu verri en fyrst var óttast og að hann verði frá í átta vikur.

Berbatov: Hef misst virðingu fyrir Ferguson

Dimitar Berbatov sagði við enska fjölmiðla í dag að hann hefði ekki haft fyrir því að kveðja Alex Ferguson þegar hann fór frá Manchester United á dögunum.

Di Canio tók markvörðinn af velli eftir 20 mínútur

Paolo Di Canio, stjóri enska C-deildarliðsins Swindon, vakti mikla athygli um helgina fyrir að taka markvörð sinn af velli snemma leiks gegn Preston og ekki síður þau ummæli sem hann lét falla eftir leikinn.

Owen gæti verið á leiðinni til Sunderland

Enski knattspyrnumaðurinn Michael Owen hefur ekki enn fundið sér félag til að leika með á núverandi tímabili en nú berast þær fregnir frá England að úrvalsdeildarliðið Sunderland sé í samningaviðræðum við framherjann knáa.

Villas-Boas segir Friedel fyrsta kost en ekki Lloris

Brad Friedel verður áfram fyrsti kosturinn í mark Tottenham að sögn André Villas-Boas knattspyrnustjóra liðsins. Lundúnarfélagið festi á föstudaginn kaup á landsliðsmarkverði Frakka, Hugo Lloris.

Jose Enrique: Santi Cazorla er einn af þeim bestu

Jose Enrique, spænski varnarmaðurinn hjá Liverpool, hefur mikla trú á landa sínum Santi Cazorla sem kom til Arsenal fyrir þetta tímabil. Liverpool og Arsenal mætast í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og hefst leikurinn klukkan 12.30 á Anfield í Liverpool.

Carroll missir af landsleikjum Englendinga

Andy Carroll, lánsmaður frá Liverpool, byrjaði vel í fyrsta leiknum með West Ham í gær og átti mikinn þátt í að liðið komst í 3-0 í fyrri hálfleik á móti Fulham. Leikurinn endaði með 3-0 sigri West Ham en þó ekki áður en að Carroll hafði haltrað meiddur af velli.

Van Persie sá um Southampton

Hollendingurinn Robin van Persie bjargaði andlitinu og þremur stigum fyrir Manchester United þegar liðið sótti Southampton heim í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Mancini jafnaði afrek Sir Alex Ferguson í kvöld

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, stýrði City-liðinu í hundraðasta sinn í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en City hélt upp á tímamót stjórans með því að vinna 3-1 sigur á Queens Park Rangers.

Balotelli þarf að fara í augnaðgerð

Mario Balotelli, framherji Manchester City og ítalska landsliðsins, er á leiðinni í augnaðgerð en þetta staðfesti David Platt, aðstoðarmaður Roberto Mancini, eftir 3-1 sigur City á QPR í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Villas-Boas: Við vorum ekki beittir í fyrri hálfleiknum

Andre Villas-Boas, stjóri Tottenham, getur ekki leynt vonbrigðum sínum með byrjunina á tímabilinu en Tottenham hefur aðeins náð í tvö stig í fyrstu þremur umferðum ensku úrvalsdeildarinnar. Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Tottenham í 1-1 jafntefli á móti Norwich í dag en íslenski landsliðsmaðurinn náði sér engan veginn á strik.

Laudrup: Allt á móti okkur í byrjun en við náðum samt í stig

Michael Laudrup, stjóra Swansea, tókst ekki að stýra liði sínu til sigurs í þriðja leiknum í röð í ensku úrvalsdeildinni en var engu að síður sáttur með sína leikmenn eftir 2-2 jafntefli á móti Sunderland í dag. Sunderland komst tvisvar yfir en Swansea jafnaði í bæði skiptin.

Steve Clarke: Ég er farinn að hljóma eins og bilaður plötuspilari

Steve Clarke, stjóri West Bromwich Albion, er að byrja frábærlega í sínu fyrsta starfi sem aðalstjóri í ensku úrvalsdeildinni en Clarke stýrði sínu liði til 2-0 sigurs á Everton í dag. West Brom er í 3. sæti sæti deildarinnar en liðið hefur unnið heimasigra á Liverpool og Everton og gert jafntefli á útivelli á móti Tottenham.

Dzeko og Tévez lögðu upp mark fyrir hvorn annan í sigri á QPR

Edin Dzeko og Carlos Tévez tryggðu Manchester City í 3-1 heimasigur á Queens Park Rangers í kvöldleiknum í ensku úrvalsdeildinni. Manchester City var með mikla yfirburði lengstum í þessum leik en nýtti aðeins eitt færi í fyrri hálfleik sem gaf QPR færi á að jafna leikinn í þeim seinni.

Owen eins og Eiður Smári - má enn finna sér félag

Michael Owen fann sér ekki félag áður en félagsskiptaglugginn lokaði í gær en hann er þó ekki búinn að afskrifa það að spila í ensku úrvalsdeildinni fram að áramótum. Owen er með lausan samning og getur því samið við lið hvenær sem er.

Ferguson: Rooney var ekki í formi

Wayne Rooney var ekki í byrjunarliði Manchester United um síðustu helgi og strax fóru sögusagnir af stað um að hann væri á förum frá félaginu. Rooney hefur sagt allt slíkt tal vera tóma þvælu en kappinn verður frá næstu vikur eftir að hafa fengið slæman skurð á lærið í leiknum við Fulham.

Gerrard: Manchester United vildi fá mig

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, hefur haldið tryggð við sitt félag þrátt fyrir áhuga margra stórliða. Hann segist hafa átt möguleika á því að fara til félaga eins og Chelsea, Manchester United og Real Madrid.

Sjá næstu 50 fréttir