Fleiri fréttir

Umfjöllun: Jafntefli kom Val á toppinn

Stjarnan og Valur skildu jöfn, 1-1, í skemmtilegum leik á Stjörnuvelli í kvöld. Úrslitin verða að teljast nokkuð sanngjörn enda var jafnræði með liðunum og sköpuðu þau sér fjölda færa í fjörugum leik.

Ólafur Kristjánsson: Þeir hysjuðu upp um sig buxurnar

„Mér fannst þetta sannfærandi. Fyrri hálfleikurinn var jafn og við náðum að spila ágætlega en töluðum svo saman í leikhlé og löguðum nokkra hluti," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir góðan, 2-4, sigur gegn Fylki í Árbænum.

Ólafur Þórðarson: Þetta gengur ekki svona

„Seinni hálfleikur var bara hörmulegur og menn mættu bara ekki leiks. Ef ég vissi hver ástæðan væri þá væri ég búinn að leysa það en leikmenn bara mættu ekki til leiks í seinni hálfleik," sagði Ólafur Þórðarsson, þjálfari Fylkis, eftir tap liðsins í kvöld á móti Breiðablik.

Grétar Sigfinnur: Óþolandi þegar menn láta sig detta

„Við vorum hættulegri í sköllunum og ljúft að ná þessu í lokin," sagði Grétar Sigfinnur Sigurðarson, leikmaður KR, eftir 1-0 sigur liðsins á ÍBV í kvöld. Sigurmarkið skoraði Baldur Sigurðsson á 89. mínútu.

Umfjöllun: Blikarnir kláruðu Fylki á fimm mínútum

Breiðablik tryggði sér þrjú stig í Árbænum í kvöld eftir frábæran síðari hálfleik en leiknum lauk með, 2-4, sigri gestanna. Blikar skoruðu þrjú í upphafi síðari hálfleiks og þar með slökktu í heimamönnum.

Ólína Guðbjörg missir af næsta leik

Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir varnarmaður Íslenska landsliðsins missir af næsta leik liðsins á móti Króatíu þar sem hún tekur út leikbann. Ólina fékk að líta gult spjald undir lokin í leiknum gegn Norður-Írum sem sendir hana í leikbann.

Hólmfríður: Við eigum miklu meira inni

"Þessi bakvörður er ekki sú hraðasta í bransanum," sagði Hólmfríður Magnúsdóttir sem hafði í nógu að snúast í leiknum í dag. Hún var stöðugt ógnandi og skapaði sér og öðrum fullt af færum.

Sigurður Ragnar: Leið betur þegar annað markið var komið

Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari var sáttur með sigurinn gegn Norður-Írum í dag. Ísland skapaði sér fjölda færa en skoraði aðeins tvö mörk og ætlar Sigurður að fara yfir það hvernig á að klára þessi færi betur fyrir leikinn gegn Króatíu á þriðjudag.

Sara: Hefðum mátt nýta færin betur

Sara Björk Gunnarsdóttir kom Íslandi á bragðið í leiknum gegn Norður-Írum í dag. Hún segir að liðið hafi spilað vel en hefði getað nýtt færin betur.

Blikinn hjá Fjarðabyggð skoraði gegn HK

Aron Már Smárason heldur áfram að skora fyrir Fjarðabyggð í 1. deild karla. Hann kom liðinu á bragðið í Kópavoginum gegn HK í 2-0 sigri en hann er einmitt í láni frá Blikum og leiddist því eflaust ekkert að skora.

Ásgeir Börkur: Tryggvi Guðmundsson er fífl

Fylkismaðurinn Ásgeir Börkur Ásgeirsson er allt annað en sáttur við Eyjamanninn Tryggva Guðmundsson. Ásgeir sendi Tryggva tóninn í viðtali á fótbolti.net á dögunum og bætti um betur í viðtali við stuðningsmannasíðu Fylkis fyrr í vikunni.

Sigurður Ragnar: Megum ekki tapa stigi

Ísland mætir Norður-Írlandi á morgun í undankeppni HM. Ísland vann fyrri leik liðanna 1-0 úti en liðið er þremur stigum á eftir Frökkum í riðlakeppninni.

Markaveisla meistara Vals - myndasyrpa

Íslands- og bikarmeistarar Vals í kvennafótboltanum sýndu mátt sinn á Vodfone-vellinum í gær þegar Valskonur unnu 10-0 sigur á Aftureldingu í 7. umferð Pepsi-deildar kvenna.

Ásgrímur Helgi: Þetta er bara slys

„Nákvæmlega ekki neitt hægt að segja eftir svona leik. Við vorum hreinlega bara ekki með hér í kvöld," sagði Ásgrímur Helgi Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir að hans lið steinlá 10-0 fyrir Val í sjöundu umferð Pepsi-deildar kvenna.

Úrslit kvöldsins í Pepsi-deild kvenna

Eftir tvö jafntefli í röð sýndu Valskonur mátt sinn í 10-0 risasigri á Aftureldingu á Vodafone-vellinum í kvöld. Blikastúlkur komust aftur upp í annað sætið eftir 3-1 sigur á botnliði FH.

FH-risinn er vaknaður á ný - myndasyrpa

FH-ingar eru á góðri leið í Pepsi-deild karla eftir 3-2 sigur á KR í Kaplakrika í gær í uppgjöri tveggja efstu liðanna á síðasta tímabili.

Þorvaldur Örlygsson: Gott að komast aftur á sigurbraut

Framarar skutust á topp Pepsi-deildar karla eftir , 2-1, sigur gegn Stjörnunni á Laugardalsvellinum í kvöld. Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Framara, hefur verið að ná frábærum árangri með Framliðið undanfarin ár, en það eru 18 ár síðan að Framarar trónuðu á toppi Íslandsmótsins.

Ívar: Ekkert lið hefur orðið Íslandsmeistari í júní

Ívar Björnsson, leikmaður Fram, átti frábæran leik þegar Framarar sigruðu Stjörnuna ,2-1, í Pepsi-deild karla í kvöld á Laugardalsvellinum. Ívar hefur verið iðinn við kolann í sumar þegar kemur að því að skora mörk, en hann hefur skorað fimm mörk í Pepsi-deild karla í sumar.

Andri : Við fundum nasaþefinn af sigrinum.

Andri Marteinsson, þjálfari Hauka, var að vonum svekktur eftir að lið hans tapaði niður 1-0 forskoti á 86. mínútu gegn Keflavík í kvöld en liðið var þá við það að vinna sinn fyrsta sigur í sumar.

Willum Þór: Eitt stig er betra en ekkert

Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur var sáttur með stigið sem lið hans fékk eftir að hafa jafnað á síðustu stundu gegn nýliðum Hauka á Njarðtaksvelli í kvöld, en leikurinn endaði 1-1.

Matthías: Sérstaklega gaman að vinna KR

Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH, var kampakátur eftir sigurinn á KR í kvöld. Matthías átti fínan leik en FH-ingar spila betur með hverjum leik og áttu sinn besta leik í kvöld.

Guðmundur Reynir: Það eru allir fúlir

„Það eru gríðarleg vonbrigði að tapa þessum leik. Við stefndum á sigur í kvöld og koma okkur í leiðinni í efri hlutann. Það gekk ekki eftir því miður," sagði KR-ingurinn Guðmundur Reynir Gunnarsson eftir tapið gegn FH í Kaplakrika í kvöld.

Arnór: Ætlaði að skora

Blikinn Arnór Sveinn Aðalsteinsson var ekki par sáttur með spilamennsku liðsins í síðari hálfleik í 2-3 tapinu gegn Grindvíkingum í kvöld.

Umfjöllun: Keflvíkingar skoruðu jöfnunarmark í lokin

Keflavík og Haukar gerðu 1-1 jafntefli á Njarðtaksvellinum í Njarðvík í 7. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Keflvíkingar náðu að bjarga stigi á síðustu stundu eftir að Haukamenn komust yfir rétt eftir hálfleik.

Sjá næstu 50 fréttir