Fleiri fréttir

Finnur: Áskorun að fara til Eyja

Finnur Ólafsson segir að honum hafi staðið til boða að fara bæði til ÍBV og Stjörnunnar en hann skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Eyjamenn.

Finnur Ólafsson í ÍBV

Finnur Ólafsson er genginn í raðir ÍBV en það verður tilkynnt á blaðamannafundi í Vestmannaeyjum klukkan 15.00 í dag.

Fyrsta tap Njarðvíkinga undir stjórn Sigurðar

Stjörnumenn urðu fyrstir til að vinna Njarðvíkinga síðan að Sigurður Ingimundarson tók við liðinu, þegar Stjarnan vann 82-75 sigur á leik liðanna í Ásgarði í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi en Garðbæingar voru sterkari í lokin.

Selfyssingar unnu gamla þjálfarann í gær

Selfoss vann 2-0 sigur á Val í æfingaleik í Egilshöllinni en þetta var fyrsti sigur liðsins undir stjórn Guðmundar Benediktssonar og jafnframt fyrsti leikurinn á móti Gunnlaugi Jónssyni síðan að hann yfirgaf þjálfarastöðu liðsins til þess að fara að þjálfa Valsliðið.

Guðrún Jóna tekin við kvennaliði KR

Guðrún Jóna Kristjánsdóttir verður næsti þjálfari kvennaliðs KR en eitt verst geymda leyndarmál síðustu vikna var endalega staðfest á blaðamannafundi í KR-heimilinu nú rétt áðan. Guðrún Jóna hætti nýverið sem þjálfari Aftureldingar og Fjölnis en það lak út löngu áður að hún hefði gert samkomulag um að taka við KR af þeim Írisi Björk Eysteinsdóttur og Kristrúnu Lilju Daðadóttur.

Arnar heldur áfram í fótbolta

Blikar glöddust í dag þegar tilkynnt var að Arnar Grétarsson hefði ákveðið að skrifa undir nýjan eins árs samning við Breiðablik.

Lélegt jafntefli í Lúxemborg

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta náði aðeins jafntefli, 1-1, gegn arfaslöku liði Lúxemborgar en liðin mættust ytra í dag. Garðar Jóhannsson skoraði mark Íslands í leiknum.

Fylkir staðfestir komu Baldurs

Baldur Bett skrifaði í gærkvöldi undir tveggja ára samning við Fylki en Vísir greindi frá því í gær að hann væri hættur hjá Val og á leið til Fylkis.

Baldur Bett á leið í Fylki

Það er ljóst að miðjumaðurinn Baldur Bett mun ekki leika áfram með Val næsta sumar. Þetta staðfesti hann við Vísi áðan.

Tap í Teheran

Íran vann sanngjarnan 1-0 sigur á Íslandi er liðin mættust í vináttulandsleik í Teheran í dag.

Byrjunarlið Íslands gegn Íran

Það styttist í sögulegan landsleik Íslands og Íran í knattspyrnu en leikið verður klukkan 14.30 í Teheran.

Ekkert farsímasamband í Íran

Ísland mætir Íran í vináttulandsleik í knattspyrnu í Teheran á morgun. Íslenska landsliðið er mætt á staðinn og æfði á hinum glæsilega Adazi-velli í dag.

Þrír detta úr landsliðinu

Þrír leikmenn hafa þurft að draga sig úr landsliðshópi Íslands fyrir leikina gegn Íran og Lúxemborg síðar í þessum mánuði.

Hermann missir af næsta landsleik

Hermann Hreiðarsson missir af vináttulandsleik Íslands og Lúxemborgar sem fer fram síðar í mánuðinum þar sem hann á enn við meiðsli að stríða.

Jónas Grani til HK

Jónas Grani Garðarsson samdi í gær við 1. deildarlið HK um að spila með liðinu á næsta ári ásamt því að vera aðstoðarþjálfari liðsins.

Oddur Ingi í Fylki

Fylkismenn gengu í dag frá tveggja ára samningi við Odd Inga Guðmundsson sem lék með Þrótti á síðustu leiktíð.

Bestu leikirnir á Stöð 2 Sport - KR-ÍBV í kvöld

Stöð 2 Sport mun í kvöld hefja sýningar á „bestu leikjunum“ í samstarfi við Knattspyrnusamband Íslands. Um er að ræða sýningar á minnistæðum leikjum Íslandsmótsins undanfarin ár.

Hjörtur aftur á Skagann

Íþróttafréttamaðurinn Hjörtur Júlíus Hjartarson er hættur við að hætta í fótbolta og mun spila með sínu gamla félagi, ÍA, næsta sumar. Fótbolti.net greinir frá þessu í dag.

Baldur hættir hugsanlega líka í fótbolta

Eins og fram kom á Vísi hér fyrr í kvöld þá tilkynnti Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Vals, stuðningsmönnum félagsins það á fundi að Marel Baldvinsson væri hættur í fótbolta.

Sjá næstu 50 fréttir