Fleiri fréttir

Forföll í landsliðinu

Nokkur forföll eru í íslenska landsliðshópnum sem í morgun hélt til Möltu þar sem það spilar á æfingamóti dagana 2.-6. febrúar.

Þóra Helgadóttir hætt með landsliðinu

Markvörðurinn Þóra B. Helgadóttir hefur gefið það út að hún sé hætt að leika fyrir íslenska landsliðið í knattspyrnu. Þetta kom fram í Morgunblaðinu í dag. Þóra á að baki yfir 50 landsleiki fyrir íslands hönd, en segir ástæður ákvörðunar sinnar persónulegar.

Magnús Páll áfram með Blikum

Magnús Páll Gunnarsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Breiðablik. Magnús hlaut bronsskóinn fyrir markaskorun sína í Landsbankadeildinni síðasta sumar.

Bjarni Þórður í Stjörnuna

Markvörðurinn Bjarni Þórður Halldórsson er genginn í raðir Stjörnunnar í Garðabæ samkvæmt vefsíðunni gras.is. Bjarni hefur skrifað undir eins árs samning við Garðabæjarliðið sem leikur í 1. deild.

Guðmundur og Ingvi framlengja

Keflvíkingarnir Guðmundur Steinarsson og Ingvi Rafn Guðmundsson skrifuðu í dag undir framlengingu á samningum sínum við knattspyrnudeild Keflavíkur. Þetta kom fram á heimasíðu Keflavíkur í kvöld.

Kári Steinn hættur

Knattspyrnumaðurinn Kári Steinn Reynisson hjá ÍA hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir langan og farsælan feril með Skagaliðinu. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Guðjón orðaður við Hearts

Guðjón Þórðarson, þjálfari Skagamanna, er einn þeirra sem orðaðir eru við knattspyrnustjórastöðuna hjá skoska liðinu Hearts í Edinborg. Það er breska blaðið Daily Express sem greinir frá þessu í dag.

Skoskt félag vill semja við Barry Smith

Skoska B-deildarliðið Greenock Morton vill semja við varnarmanninn Barry Smith og fá hann til að leika með liðinu út leiktíðina. Smith hefur leikið með Val undanfarin tvö ár.

Ásgrímur semur við HK

Ásgrímur Albertsson, varnarmaður hjá HK, hefur framlengt samning sinn við félagið til næstu tveggja ára.

Ian Jeffs til Fylkis

Knattspyrnumaðurinn Ian Jeffs hefur gengið til liðs við Fylki frá sænska liðinu Örebro en frá þessu var greint á heimasíðu félagsins í morgun.

Sjá næstu 50 fréttir